Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 44

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 44
Lánskjörin leggur nefndin til, að verði þessi: Lánstími 3 ár. Féð verði verðtryggt að fullu en vaxtalaust. Ríkissjóður greiði vaxta- kostnað Bjargráðasjóðs af teknum lánum vegna aðstoðarinnar. • Á sl. ári veitti Bjargráðasjóður aðstoð ýmsum bændum, mest vegna ýmiss konar sjúk- dóma. Heildarlán voru kr. 89.457.000,- og styrkir kr. 36.878.000,- þar af úr almennu deildinni kr. 1.620.000,- lán, en engirstyrkir. Stjórn Bjargráðasjóðs hefur nú sent til allra oddvita sveitahreppanna umsóknar- eyðublöð vegna þessara harðærislána. Stærðarmörk til lána. Stjórn Stéttarsambandsins fjallaði í vor um stærðarmörk útihúsa til lána úr Stofnlána- deild. Tillögur eru komnar fram um að lækka hámarksstærðina frá því, sem nú er. Þetta er m. a. hugsað sem ein leið til að hamla gegn offramleiðslu og einnig til þess, að unnt sé að veita fleiri bændum lánsloforð en verið hefur tvö síðastliðin ár. Vegna takmarkaðs lánsfjár hefur orðið að synja mjög mörgum nýjum lánsbreiðnum. Erfitt er að gera upp á milli manna, — lána sumum allstór lán, en synja öðrum algjör- lega, án þess að baki slíkri ákvörðun sé nákvæmt, samræmt mat á framkvæmda- þörfinni. Ég held, að slíkt mat þurfi að frarri- kvæma á hverri jörð, svo sem sjömanna- nefndin lagði til í fyrra, en ekki hefurfengist fram ákvörðun um það efni enn. En öll láns- fjárskipting verður handahófskennd og óréttlát í mörgum tilvikum án stuðnings slíkrar áætlunargerðar. (Fskj. III). Samræming lánskjara. Á sl. vetri voru lögfest ákvæði um sam- ræmingu lánskjara hjá fjárfestingarsjóðum og um fulla verðtryggingu á útlánafé sjóð- anna. Á grundvelli þeirra lagaákvæða gaf Seðlabankinn út fyrirmæli til sjóðanna um breyttar lánareglur. Þessi fyrirmæli bárust stjórn Stofnlánadeildar3. apríl sl. Þarvar lagt til, að kjörin yrðu full verðtrygging og 5—5,5% vextir. Hinn 11. maí gerði stjórn Stofnlánadeildar tillögur um útlánakjörin hjá Stofnlána- deildinni. Var þar lagt til, að vextiryrðu 1 % á jarðakaupalánum, 2,5% af bústofnskaupa- lánum, 3% af venjulegum lánum til fram- kvæmda á bújörðum, en 5—5,5% af öðrum lánum. Þessi vaxtakjör voru staðfest af ríkis- stjórn og Seðlabanka. Síðar var ákveðið, að vaxtakjör Byggingarsjóðs vegna húsbygg- ingarlána yrðu 2% og að verðtryggð lán úr bankakerfinu yrðu lánuð með þeim kjörum. Stjórn Stofnlánadeildar fór þá fram á við ríkisstjórnina með bréfi 29. júní, að vaxta- kjörum deildarinnar yrði breytt í samræmi við hinar almennu reglur bankanna. Þeirri beiðni var synjað með bréfi dags. 24. júlí og því fylgdi greinargerð Framkvæmda- stofnunar ríkisins dags. 5. júlí, sem synjunin er byggð á, og fylgja bréfin hér með. (Fskj. IV). Aðalfundur N. B. C. Aðalfundur norrænu bændasamtakanna var haldinn hér á landi í sumar, þ. e. á Laugar- vatni 1. og 2. ágúst. Þar var rætt um offram- leiðsluvandamál, sem eru í öllum löndunum á einhverju sviði. Danir hafa þó langbestu aðstöðuna vegna aðildar að Efnahagsbandalaginu og þeirra miklu útflutningsstyrkja, er það veitir Dönum til að koma umframframleiðslunni í verð. Danir eru eina Norðurlandaþjóðin, sem eyk- ur búvöruframleiðslu markvisst. Þeir eru að því leyti öfundsverðir af aðstöðu sinni í þessu efni, þo aðildin að E. B. E. hafi ýmsa aðra ókosti í för með sér. Fundur þessi var upplýsandi um þessi mál og gagnlegur fyrir okkur íslendingana, sem sóttum hann. 608 FREYR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.