Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 45

Freyr - 15.09.1979, Side 45
Skipulagning á fækkun búfjár. í sumar hefur stjórn Stéttarsambandsins rætt um það, að nauðsynlegt kynni að vera að hafa hönd í bagga með, hvernig fækkun búfjár verði framkvæmd í haust, ef heyfóður verður það lítið, að nauðsynlegt verði að fækka bústofni af þeim sökum. Eðlilegt verður að telja, að á Suður- og Vesturlandi verði reynt að halda frekar í kýrnar til að tryggja næga mjólk á markað 1. sölusvæðis, og sama á við um Vestfirði og Fljótsdalshérað. En aftur á móti verði frekar fækkað sauðfé á þessum svæðum, en öfugt farið að á Norðurlandi. í þessu sambandi ræða menn gjarnan um, hvort of mikið beitarálag sé í einhverjum hlutum landsins, sem þurfi að taka tillit til í þessu sambandi. Stjórnin hefur óskað álits Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og landnýtingar- ráðunauts um þetta efni. Þá hefur stjórn Stéttarsambandsins óskað eftir því við landbúnaðarráðuneytið, að bændur í byggðarlögum, sem minnstan heyfeng fá, eigi forgang að kaupum á gras- kögglum þeim, sem framleiddir verða í ár. • Afurðalán o. fl. Stjórnin hefur sent Seðlabankanum sérstakt bréf, þarsem lögð eráherslaáafurðalán útá birgðir ýmissa afurða aukabúgreinanna, svo sem út á gulrófur, hrossa- og svínakjöt o. fl. Þá hefur stjórnin leitast við að kanna regl- ur og vinnuaðferðir við framreikning og hækkun fasteignamats í sveitum. Lögin um þetta,efni eru þannig að taka á mið af sölu- verði fasteigna á viðkomandi svæði og hækka matið í samræmi við það, en fleira getur komið til. FRAMLEIÐSLA OG SALA BÚVÖRU INNAN- LANDS. Mjólkurframleiðslan. Mjólkurframleiðsla jókst um 4,1 % á sl. ári, og varð mjólkurframleiðslan sú mesta, sem orðið hefur. Lítilsháttar samdráttur var í sölu nýmjólkur á árinu í heild. En sá samdráttur varð fyrir 1. september en aftur á móti varð aukning í sölunni eftir 1. september, eftir að niðurgreiðslur voru auknar. Söluaukning varð á rjóma um 9% og skyri um 2,7% og á smjöri 19,4%, það var vegna smjörútsölunnar fyrst og fremst. Þá varð lít- ilsháttar aukning á ostasölu á árinu. Birgðir voru meiri af smjöri og ostum 1. janúar en áður. (Fskj. V). Frá áramótum til 1. ágúst hefur mjólkur- framleiðslan minnkað um 1,9%, miðað við sama tímabil 1978. Sala nýmjólkur hefur minnkað um 0,7% skv. bráðabirgðaskýrslum. Sala rjóma hefur vaxið um 14,9% skv. bráðabirgðaskýrslum. Sala skyrs hefur vaxið urh 9,5% skv. bráðabirgðaskýrslum. Sala smjörs hefur minnkað um 13,7% skv. bráðabirgðaskýrslum. Sala osta hefur aukist um 3,8% + smur- ostarog erheildarsöluaukning ostaum 5,0% skv. bráðabirgðaskýrslum. Birgðir 1. ágúst eru 1170 tonn af smjöri og 1613 tonn af osti. Gert er ráð fyrir, að útflutningur osta í ágúst hafi orðið um 600 tonn og birgðir hafi minnkað um um 200 tonn og gert er ráð fyrir, að þær haldi áfram að minnka til áramóta. (Fskj. VI). Sláturafurðir. Slátrun varð meiri sl. haust en nokkru sinni áður. Slátrað var 932.085 dilkum og 89.558 fullorðnum kindum. Samtals 1.021.643 stk. Dilkakjöt var 13.398.792 kg og kjöt af full- orðnu fé var 1.979.744 kg. Alls 15.378.536 kg, eða 10.13% aukning frá árinu 1977. FREYR 609

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.