Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Síða 49

Freyr - 15.09.1979, Síða 49
Afskriftir, bæði húsa og véla, eru hærri í búreikningum en verið hafa í verð- lagsgrundvelli. Þetta skekkir samanburð þessara tveggja rekstrarliða. Tveir liðir eru áberandi hærri í grundvelli en búreikningum, þ. e. viðhald girðinga, sem um mörg ár hefur verið svo, og einnig flutn- ingar. En þar er sú skýring, að flutningur kjarnfóðurs og áburðar er í allmörgum til- fellum talinn með verði þeirra vara og í sum- um tilfellum er flutningur afurða búsins dreginn frá verði því, sem bændum er gefið upp sem útborgun, og brúttótekjurnar verða þeim mun lægri. Þrátt fyrir þennan mismun er þó merkilega lítill munur á heildarniðurstöðutölu bú- reikninga annars vegar og grundvallar hins vegar. Hlutföllin á milli launa og rekstrar- gjalda eru ekki alveg rétt. Það er galli á uppgjöri búreikninga, að ekki skuli vera unnt að fá alveg sambærilegartöl- ur um stærstu þættina, svo sem áburð kjarnfóður og flutninga. Þetta veikir mögu- leika okkar í sexmannanefnd að nota tölur búreikninganna nema til hliðsjónar. Vinna í sexmannanefnd. Hagstofa íslands skilaði upplýsingum til sexmannanefndar 8. ágúst. Þá strax hófust fundahöld í nefndinni. Ljóst var, að kjarnfóðurkaup hafa aukist verulega sl. ár og áburðarkaup á sl. vori nokkuð. Og verð flestra rekstrarvara hefur hækkað óvenjulega mikið frá fyrra ári. Þess- ar upplýsingar voru kannaðar rækilega og bornar saman við önnur gögn, sem nefndin hafði, svo sem niðurstöður búreikninga o. fl. Eftir nokkra fundi varð samkómulag um rekstrarútgjaldaþætti grundvallarins miðað við óbreytta bústærð og óbreytt afurða- magn. Það samkomulag var þannig: Sjá tölur á næstu síðu. í framhaldi af samningi um útgjaldahlið verðlagsgrundvallar var ákveðið, að nautgripa- og sauðfjárafurðir hvorarfyrirsig tækju meðalhækkun í verði. En eftir er að ákveða ullar- og gæruverð í tekjuhlið sauðfjárafurða. Gengið er út frá óbreyttri bústærð og óbreyttu afurðamagni að þessu sinni. Búið er að ákveða vinnslu- og heildsölu- kostnað mjólkur frá þessum mánaðamótum, og hækkar hann um 13,65% frá 1. júlí, er síðasta hækkun var ákveðin. En sú breyting kom ekki til framkvæmda þá, en kemur væntanlega nú, og verður hækkunin því meiri að þessu sinni, er því nemur, eða 18,09%. Auk hækkana á umbúðakostnaði, sem er 2 kr. á lítra mjólkur. í þessu eru vinnulaunahækkanir, olíu-, bensíns- og rafmagnshækkanir, svo og skattahækkanir, vaxtahækkanir og áhrif af gengissigi á verð erlendra vara. Nýtt verð á mjólkurvörum og nautakjöti er ætlað, að taki gildi á mánudaginn. En nýtt verð á sauðfjárafurðum og kartöflum að venju 15. september. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Mikil óvissa er um framtíðina í landbún- aðinum. Sú mikla verðbólga, sem speglast í þeim verðlagsgrundvelli, sem ég var að skýra frá, sýnir, að þjóðarbúskapurinn stendur völtum fótum yfirleitt. Engin tök hafa náðst á verðþróuninni að gagni, þrátt fyrir ýmsa viðleitni, svo sem með að verðtryggja útlán stofnlána næstum að fullu. Olíu- verðshækkunin kemur víða við og veldur breyttum högum, en henni má ekki kenna um allt. Það er fráleitt að láta vísitölu launa hækka vegna versnandi viðskiptakjara af þeim sökum, — þ. e. að láta laun hækka, þegar þjóðartekjur minnka. Auðvitað ætti það ekki að ske. Það verða allir að skilja, að versnandi af- koma þjóðarbúsins hlýtur að þýða verri af- komu einstaklinganna og atvinnuveganna. En á þessu virðist ekki almennur skilninqur enn. Landbúnaðurinn og bændastéttin á við sérstaka erfiðleika að etja þetta árið. Þeir erfiðleikar eru þríþættir: FREYR 613
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.