Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1979, Síða 63

Freyr - 15.09.1979, Síða 63
Danmörk og önnur EBE-lönd: Á öðrum mörkuðum en nú hafa verið taldir erum við í harðri samkeppni við nýsjálenska framleiðslu, sem er um 100 sinnum meiri en okkar. Þeir eru ráðandi, hvað verðlag snertir. Gæði íslensks kjöts eru gjarnan borin saman við nýsjálenskt og af mörgum talin mjög svipuð. Verð hefur því verið mjög svipað. Nauðsyn er að kanna með markvissriæ7æ nningarstarfsemi, hvort ekki sé möguleiki á að hækka verð íslenska kjötsins hlutfallslega miðað við nýsjálenskt og setja markið t. d. við 10—15% hærra verð en á samkeppnis- kjötinu. Danmörk hefur verið mikilvægasti kaup- andi kjöts af okkur af EBE-löndunum. Frá síðasta hausti varð sú breyting á, að nýr aðili hóf verslun með dilkakjöt auk K. C. Knudsens, sem um margra ára skeið var einn um sölu á íslensku kjöti í Danmörku. Gert var samkomulag við fyrirtækið DAT Schaub, sem er samvinnufyrirtæki, um, að það keypti kjöt til reynslu fram á haust. Irma verslanasamsteypan hefur selt þetta kjöt að mestu þítt og í neytendaumbúðum. Tak- markið erað hækkaverðiðsmám saman upp fyrir nýsjálenskt og láta reyna á, hve hátt verður komist. Komið hefur fram, að nýting íslenska kjötsins er 3—4% betri til pörtunar en ný- sjálensks. Auk þess telja ýmsir, sem vinna við kjötsölu í Danmörk, að okkar kjöt sé bragð- betra. Markaðsnefndin hefur lagt til 20.000 d. kr. til kynningarstarfsemi í Irma og Sambandið hefur lagt sömu fjárhæð fram. Salan hefur gengið vel í Irma í sumar, og er íslenska kjötið selt á ívið hærra verði en ný- sjálenskt. Við höfum selt á 10 d. kr. CIF en sambærilegt verð á nýsjálensku kjöti hefur verið 9,50—9,70 kr./kg. Verðlag á dilkakjöti er hlutfallslega lágt í Danmörk, eða svipað og á svínakjöti, sem er aðaltegundin. Nautgripakjöt er hins vegar mun dýrara og hefur neysla á því farið minnkandi. Dilkakjötsneysla hefur hins veg- ar vaxið og er nú um 0,8 kg á íbúa. Ný-Sjálendingar virðast leggja megin- áherslu á að selja sem mest magn. Þeir hafa því væntanlega ekki áhuga á, að dilkakjötið hækki hlutfallslega, sem mundi þýða minni sölu. Það er hins vegar kappsmál fyrir okkur að fá sem hæst verð, og þarf að vinna að því að koma dilkakjöti í hærri verðflokk en nú er. Vegna takmarkaðs framboðs er rétt að einbeita sér að ákveðnum og afmörkuðum mörkuðum, þar sem kjötið verður þekkt, og reyna smátt og smátt að hækka verðið. í Þýskalandi hafa verið gerðarsölutilraunir á þrem stöðum, þ. e. í V.-Berlín, Frankfurt am Main og Hamborg. Er skemmst frá því að segja, að tilraunir á tveimur fyrrnefndu stöð- unum hafafarið útum þúfur, kaupendurhafa ekki áhuga á að versla með íslenskt kjöt, enda þótt verð hafi verið mjög svipað og á nýsjálensku kjöti. í Hamborg hefur hins veg- ar tekist að selja kjöt á svipuðu verði og í Danmörku. Upplýsingar hafa verið gefnar um dilkakjöt í borginni Gelsenkirchen í Ruhrhéraði, og er áhugi á að gera tilraun þar. Frakkland hefur sérstöðu varðandi verslun með dilkakjöt í EBE-löndunum. Kindakjöt er þar í lúxus-verðflokki og mun hærra en í öðrum EBE-löndum. Þó er innflutningsverð lægst þar vegna sérstaks verndargjalds, sem nemur 7—8 ffr/kg og notað er til að styrkja framleiðslu Alpabænda. írland hefur fengið eitt landa eftirgjöf á þessu gjaldi, og voru flutt um 12500 tn. til Frakklands 1978. Eftir því sem næst verður komist, er CIF- verð á frosnu lambakjöti svipað í öðrum löndum EBE og Danmörku. Augljóst er, að 20% tollur er verulegur þröskuldur fyrir innflutningi til EBE-land- anna, að ekki sé talað um sérstaka verndar- tolla á borð við þann franska. Því ætti að vinna að því af fullum krafti af hálfu íslenskra stjórnvalda að semja um sérstök kjör fyrir íslenskar búvörur í löndum EBE. Þess má að lokum geta í sambandi við Frakkland, að Sveinn Björnsson, viðskipta- fulltrúi við íslenska sendiráðið í París, hefur unnið vel með markaðsnefndinni að öflun FREYR 627
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.