Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 73

Freyr - 15.09.1979, Qupperneq 73
Ágúst H. Bjarnason: Grös og grasanytjar INNGANGUR Frá upphafi byggðar í landinu og fram á þennan dag hafa l'slendingarnotað margar villtarplöntutegundirtil ýmsra nytja. Mjög er óvíst, að hve miklu leyti menn sinntu grasanytjum hér áður fyrr, en þær voru oft taldar til hlunninda á jörðum. í Grágás (1852) eru m. a. ákvæði þar að lútandi, að enginn mátti taka eða eta hvannir leyfisiaust í annars landi, en hverjum manni var heimilt að eta ber og söl í annars iandi, en eigi mátti bera það burt og varðaði það þriggja marka sekt eins og hv- annaát. — Líklegt þykir, að almenningur hafi notað sér grasanytjar eftir föngum, en einna mest í harðindaár- um. Farið var um langan veg á grasafjall, á sölvafjöru, hvönnum safnað, rifið lyng, hrís og mosi, tínd ber og litunargrös, svo að fáein dæmi séu nefnd. Til eru ýmsar skráðar heimildir um þennan þátt í búskap íslendinga. í Ferðabók þeirra Eggerts Óiafssonar og Bjarna Páls- sonar er mikinn fróðleik að finna bæði hvað varðar tegundir og meðhöndlun, og má telja hana tll grund- vallarrita í þessum efnurn. Það, sem til er rltað fyrir þann tíma, er meira eða minna blandað hjátrú eða þýtt belnt úr erlendum rltum og óvíst, hvort nokkurn tíma hefur verið eftir því farið hér á landi. í ritum erlendra ferðamanna, sem sóttu landlð heim, er minnzt á grös og grasanytjar, eínkum það, sem kom spánskt fyrir sjónir. Enn sem komið er, hefur þessum þætti í menningar- sögu þjóðarinnar lítt verlð sinnt. Erum við hér sem í mörgu öðru eftirbátar annarra þjóða. í Noregi hefur mikilli þekkingu verið haldið til haga og fyrlrfáum árum kom út bók um þetta efni. Þar er að finna margar svip- aðar lýsingar og kunnugt er um héðan, enda er talið að sumt um grasanytjar hafl lifað meðal þjóðarinnar frá öndverðu. Efalaust fluttu landnámsmenn með sér ýmsan fróðlelk úr heimahögum sínum, jafnvel komið með einstakar tegundir eins og vallhumal, sem er'ein bezta lækningajurtln og líka góð tll ölgerðar. Fyrir tæpum áratug sendi Þjóðháttadeild Þjóð- minjasafns íslands út spurningaskrá, þar sem hnýtt var aftan við aukaspurningu um læknlngaplöntur, og nokkru síðar aðra skrá um fjallagrös. Það vekur eftir- tekt, að í svörum manna, sem flestir voru komnir yfir miðjan aldur, kemur fram, að þeir höfðu sjálfir næsta lítil kynni af lækningaplöntum. Hins vegar minntust flestir þess, þegar þeir voru í æsku, var sumt gamalt fólk þá, sem safnaði plöntum til þess að gera af seyði og smyrsl eða til litunar. Má af þessu ætla, að margt af því, sem áður vartíðkað, sé nú farið í glatkistuna. Líkt er háttað um svo margt annað, en full þörf er á að reyna að halda því til haga, sem enn lifir að fornu fari. Um nokkurra ára skeið hef ég forvitnast um grös og grasanytjar meðal fólks á stopulum ferðum um landið, og er mér kunnugt um, að til er margur maðurlnn, sem veit furðu margt um þessa hluti og hvergi er skráð á bækur. Jafnvel þótt getið sé um það í bókum, er mikils vert að fá vitneskju um, hve almennt það var, að menn nýttu sér grös og á hvern hátt. í trausti þess, að enn sé til fólk, sem nýtir sér villtar plöntur eða þekkir tii, hvernig það var gert, hef ég tekið saman eftirf arandi spurningaskrá, þar sem leitað er að fróðleik um grös og grasanytjar. Þætti mér afar vænt um, ef fólk vildi íhuga vei, hvort það hafi ekki frá ein- hverju að segja. Oft er það svo, að það, sem einum finnst einskis vert, þykir öðrum forvitnilegt. Ég hef einnig orðið þess áskynja, að margt yngra fólk er fróðleiksgjarnt um grasanytjar, og væri mér einkar kærkomið, ef það vildi taka að sér að grennslast fyrir um þessa hluti meðal eldri kynslóðarinnar. Plöntur koma svo víða við sögu, að ógerlegt er að víkja að nema litlu broti af því öllu. í annan stað er ekki hægt að ætlast til þess, að menn hafi svo yfrið nægan tíma til þess að svara öllum atriðum, og geta menn þá vinsað úr eftir því sem henta þykir og bætt öðru við eftir hentugleikum. SPURNINGASKRÁ 1) TIL MATAR: i) Sennilega kannast flestir við fjalla- grös, sem voru m. a. soðin í mjólk eða höfð i grauta. Hvernig voru þau matreidd? Er kunnugt um aðrar tegundir, sem voru hafðar í grauta, súpur eða mjólk? ii) Voru einhverjar aðrar plöntur eða plöntuhlutar höfð með kjöti, fiski eða i sósur? FREYR 637
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.