Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 4

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 4
____________FRfl RITSTJÓRN___________ Raunhœf skref í átt til lífrœns landbúnaðar Þegar skyggnst er til baka þarf ekki að leita langt aftur til þess tíma þegar hámarks uppskera á ilatareiningu, hámarks afurðir eftir hvern ein- stakling búfjár, hámarks framleiðsla á vinnu- stund og hámarks arðsemi fjárfestinga var sii höfuð viðntiðun sem landbúnaður var metinn eftir, jafnt innan atvinnuvegarins sem meðal ráðamanna og almennings. Mikilvægur þáttur í framfarasókn þjóða til bættra lífskjara og aukinnar velmegunar var og er lækkun á verði matvæla, þannig að allir gátu sameinast um þessa stefnu. Bændur, ekki síst í löndum þar sem landbún- aðar var öflugur fyrir og tækniþekking á háu stigi, kunnu hins vegar ekki sín takmörk í þessum efnum, þegar fram í sótti. Jarðvegur mengaðist af of mikilli áburðar»jöf og eitur- efnum sem notuð voru til að verja nytjagróður. Þessi efni hafa síðan dreifst um náttúruna og haldið áfram að valda skaða, m.a. á grunnvatni. Þá hafa búfé verið gefin vaxtaraukandi efni, hormónar, og í sumum búgreinum mikil lyf, til að auka og tryggja afurðasemi þess. Þessi efni hafa síðan borist með afurðunum í neytendur matvælanna og haldið áfram að virka þar. Nokkuð er síðan augu manna fóru að opnast fyrir því að hér væri óheillavænleg þróun á ferð, þótt hins séu einnig dæmi að menn sjái fátt athugavert við það sem hér er að gerast. Andstaða gegn þessari þróun hófst eins og vænta mátti í þeim löndum þar sem vandans varð fyrst vart. I kjölfar þess voru settar reglur um skilyrði sem uppfylla þyrfti til að vörur fengju gæða- stimpil um heilnæmi og hollustu. Sérstakar stofnanir sjá um að votta slíkt og verslanir hafa sérhæft sig í sölu slíkra matvæla. Örfá ár eru síðan Islendingar tóku við sér í þessum efnum, enda notkun eiturefna í jarðrækt og jarðyrkju í lágmarki, áburðarmengun í jarð- vegi óþekkt vegna útskolunar, sem og mengun grunnvatns, og að lokum má nefna að notkun hormóna í búfjáreldi er bönnuð hér á landi. í samræmi við þetta hafa íslenskar búvörur getið sér gott orð fyrir heilnæmi og hollustu. Áhugi á að fá það vottfest kom hins vegar fyrst fram í tengslum við leit að markaði fyrir ís- 908 FREYR 24'94 lenskar búvörur erlendis og heimsóknir kunn- áttufólks um þessi efni til landsins. En þróunin er hröð og með því að búvörur verða væntanlega fluttar inn í vaxandi mæli vegna alþjóðlegra við- skiptasamninga sem ísland á aðild að, EES og GATT. hafa augu manna opnast fyrir því að gæðavottun íslenskra búvara er mikilvæg í samkeppni þeirra við innfluttar búvörur. Til að takast á við það hefur sitthvað verið gert og annað er í gangi. Þar er áþreifanlegast að hinn 28. desember sl. samþykkti Alþingi lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu, sem taka til framleiðslu, vinnslu, ilutnings, geymslu og dreif- ingar hvers konar lífrænna landbúnaðarafurða, eins og segir í lögunum. Þá hefur landbúnaðar- ráðherra skipað nefnd sem hefur það verkefni að semja reglugerð við áðurnefnd lög og ákveða staðla fyrir lífrænan búskap hér á landi. Formaður nefndarinnar er Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir, en aðrir nefndarmenn eru Guð- finnur Jakobsson, bóndi, Kristján Oddsson, bóndi, Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur og Þorbjörg Þyrí Valdimarsdóttir, matvælafræðing- ur. Með nefndinni starfar einnig Gunnar Á. Gunnarsson, frá Lífrænu samfélagi í Mýrdal. Þess er vænst að drög að þessari reglugerð verði kynnt á Ráðunautafundi sem haldinn verður í febrúar nk. og að reglugerðin verði gefin út á vori komandi. Að lokum má nefna að landbúnaðarráðherra hefur einnig skipað nefnd til að kanna stöðu rannsókna, kennslu og leiðbeininga sem varða lífrænan búskap hér á landi, sem og að leggja mat á skilyrði til lífrænnar framleiðslu í hinum ýmsu greinum íslensks landbúnaðar. Formaður í þeirri nefnd er Ólafur R. Dýrmundsson, ráðu- nautur, og með honum í nefndinni eru Friðrik Pálmason, sérfræðingur á Rala, Kristján Odds- son, bóndi, Magnús Ágústsson, ráðunautur og Magnús Óskarsson, búfræðikennari. Þessi nefnd mun leggja fram álitsgerð um verkefni sitt til umfjöllunar á Ráðunautafundi 1995. I þeim þrenginguin sem íslenskur landbúnaður býr nú við hefur því einkum verið hampað sem leiðarstjörnu út úr þrengingunum að ísland eigi mikla möguleika í lífrænni búvöruframleiðslu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.