Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 38
Samhengi lífkeðjunnar Sveinn R. Traustason í júní sl. gafst mér kostur á að sitja einstakt námskeið í einstökum skóla í Englandi. Námskeiðið, sem á ensku kallaðist „Ecology Gaia and the Systems View of Life“, fjallaði í stórum dráttum um víðtœka vistfrœði (deep ecology) og hvernig unnt er að gera hugmyndir hennar aðgengilegri fyrir almenning. Aðalfyrirlesari námskeiðsins, eðlis- fræðingurinn og rithöfundurinn Fritjof Capra, hefur mikið unnið að verkefnum í þessum sambandi. Hann hefur gefið út nokkrar bækur sem sýna fram á tengsl nútíma eðlis- fræði og austrænnar dulspeki og dulvisku kristinnar trúar og annarra trúarbragða. í einni þessara bóka naut hann liðsinnis munksins og heimspekingsins David Steindl- Rast. Þar rökræddu þeir um eðli og tilgang lífsins frá sjónarhorni vís- indanna og guðfræðinnar á ákaflega mannlegan hátt. Fritjof, sem skýrður er í höfuðið á aðalsöguhetju í hinni kunnu Friðþjófs-sögu, er mikill bar- áttumaður fyrir lífríki jarðar. Hann er, eins og fleiri vísindamenn, hræddur við áhrif tæknivæðingar- innar á viðkvæmt lífkerfi jarðar og óttast um framtíð 8 ára dóttur sinnar og annarra barna í heiminum. Fritjof þykist þess fullviss að ef fræðsla um vistfræði og samhengi hinna ýmsu þátta í lífkerfinu verði aukin meðal barna og fullorðinna munu flest þau vandamál sem rekja má til mannlegrar misnotkunar á auðlindum jarðar verða úr sögunni. í þessu sambandi fékk Fritjof til liðs við sig sérfræðinga og hug- sjónamenn úr ýmsum áttum og stofnaði hugmyndabanka um vist- fræði sem heitir Elmwood Institute og er staðsettur í nágrenni Berkeley háskóla í Kaliforníu. Sérfræðingar Elmwood Institute vilja bæta skilning manna á, og virðingu fyrir, umhverfinu. Þeir beina spjótum sínum í fyrsta lagi að viðskipageiranum og vilja sjá til þess að viðskiptafræðingar, hag- fræðingar og kaupmenn fái tilhlýði- lega menntun um t.d. hver áhrif viðskipti heimshoma á milli geta haft á umhverfið. Þeir vilja í öðru lagi sjá til þess að komandi kyn- 942 FREYR - 24'94 Sveinn Traustason. slóðir öðlist betri skilning á þeirri lífkeðju sem manneskjan er hluti af, að bömin fái að skoða og setja í samhengi alla þætti lífkeðjunnar og átta sig þannig á því jafnvægi sem lífið hefur skapað. Þeir vilja að bömin vaxi upp vitandi það m.a. að skógarnir og höfin séu lungu jarðar sem stuðli að nægu súrefni fyrir okkur og þær lífverur sem við lifum á. Þeir telja að sé þekking mann næg á vist- kerfinu og hversu það er viðkvæmt þá muni lýðræðisöflin sjá til þess að allir stjómmálamenn og flokkar verði að hugsa „grænt“. Starfsmannasamtök fyrirtæknanna ntunu einnig gæta þess að fyrirtæki þeirra fylgi lögum og reglugerðum um losun úrgangsefna og að enginn komist upp með vítaverða mengun náttúmnnar. Fritjof Capra hefur mikið haldið Gaia kenningu James Lovelock á lofti. A þessu námskeiði var líka aðstoðarmaður Lovelocks, vistfræð- ingurinn Stephan Harding. Stephan hefur mikinn áhuga á Islandi og löndum við heimskautsbaug. Hann sagði meðal annars í viðtali sem ég tók við hann að hann hafi lengi langað til að koma til Islands og að draumurinn væri að geta unnið hér um einhvern tíma. Nú er unnið að því að fá hann hingað til lands til fyrirlestrahalds. Stephan Harding er einstaklega líflegur fyrirlesari og á auðvelt með að gera flókna hluti einfalda. Við Schumacher College, skólann þar sem námskeiðið var haldið, fjallaði hann aðallega um Gaia kenninguna og áhrif þess á okkur mannfólkið að hugsa um Jörðina okkar sem lifandi veru. Eg ætla ekki að fara nánar út í kenningu þessa, hún er mörgum kunn. Til fróðleiks vil ég þó nefna að Jörðin virðist tempra eða stjóma hitastigi jarðar á undraverðan hátt og halda því stöðugu þannig að líf geti þrifist. Rökin eru mörg og hingað til hefur enginn getað afsannað kenn- Gullgröftur Seattle indiánahöfðingi sagði eitthvað á þessa leið: „Hver myndi vilja skaða móður sína og grafa upp innyfli hennar eftir gulli. “ VíV) getum vel tekið undir þessi orð hans og spurt okkur sjálf hvað við gerum. Það kann ekki að vera gull í því formi sem við best þekkjum, en gull engu að síður. Margur útlendingurinn hefur sagt okkur sitja á gulli, en vitum við verðmœti þess? Metum við gildi okkar guðsgrœnu náttúru sem sk)’ldi?

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.