Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 24
Skýrsla Félags hrossabœnda 11. nóv. 1993 til 10. nóv. 1994 3. hluti VI. Ýmis sérverkefni 6. 1. Söfnun á PMSG blóði úr fylfullum hryssur. ísteka hf., dótturfyrirtœki Þróun- arfélagins, safnaði í sumar og haust (ág.-sept.) blóði úr um 250 hryssum til PMSG framleiðslu, um 6 tonn fyrir um kr. 1,3 milljónir. Fyrirtækið samdi til nokkurra ára við fyrirtæki sem er sterkt á PMSG markaði, um dreifingu framleiðslu- vörunnar erlendis. Stefnt hafði verið að því að taka blóð úr 750 hryssum, en vegna sölusamninga fyrirtækisins er nauð- synlegt að tryggja lágmarks hráefni til vinnslu. Blóðtöku og greiðslum var hagað þannig að tekið var fimm sinnum úr hverri hryssu, 5 lítrar í senn, 25 lítrar alls svo fremi að PMSG magn í blóð hverrar töku væri fyrir ofan ákveðið lágmark, annars færri. Greiðslur fóru eftir fjölda lítra. Fyrir 25 lítra af meðalvirku blóði voru greiddar 4.300 krónur. Væri virknin fyrir neðan viðmiðunarmörk í ein- stakri blóðtöku var söfnun úr viðkomandi hryssu hætt. Stefnt er að því á næsta ári að greitt verði miðað við virkni PMSG í blóði. Hjá ísteka hf. er hormónalyf unnið úr blóðinu og selt erlendis í harðri samkeppni á heimsmarkaði. Með rannsókna- og þróunarstarfi sem unnið er á vegum fyrirtækisins er leitast við að bæta nýtnina í hormónavinnslunni, auk þess sem verið er að þróa vinnsluferli fyrir önnur verðmæt próteinefni úr blóð- inu. Þegar tímar líða kemur þessi starfsemi vonandi til með að auka verðmætið sem fæst við vinnslu blóðsins og styrkja samkeppnis- hæfni fyrirtækisins. Samhliða auk- inni verðmætasköpun er vonast til að stígandi geti orðið í verði til bænda sem í fyrstu byggir á betri nýtingu í vinnsluferli hormónalyfs- ins en síðan á fjölgun afurða úr blóðinu. Áframhaldandi samvinna ísteka hf. og hrossabænda getur því leitt af sér nýja atvinnugrein í líftækni á íslandi samhliða nýrri verðmætri afurð fyrir bændur og er þá til nokkurs unnið. Skyldur eigenda gagnvart þátttöku voru og eru eftirfarandi: „Ekki láta stóðhesta ganga í stóð- inu allt vorið, þar með talda fola 1 'A árs eða eldri. Láta stóðhesta í stóðið eftir 25. maí og fyrir 7. júní, eða á öðrum tíma sem samið er sérstaklega um við Isteka hf. Skila í póst fyrir 1. júlí, lista með númerum (1 af hverjum 10 nafn- greind vegna tryggingar ef við á) og köstunardegi hryssa og stað- festingu á því hvenær hesturinn var látinn í stóðið. Merkja hryssuna með númeri, taka 5 blóðdropa úr flipa með áhöldum sem Isteka leggur til, merkja sýnið og senda ísteka ásamt lista yfir hryssurnar með númerum þeirra. Sjá um að allt sé til staðar á blóðtökustað, svo sem blóðtöku- bás o.fl. Leggja til 2 fullgilda menn til starfans. Skila hryssum í blóðtökubás mýldum og með bandi yfir herðakamb. Klippa merki (númer á belg) eða merkja tryggilega á annan hátt. Leggja „stasa“ á háls hryssu og gæta hauss svo sem blóðtakan krefst. Ath. ekki er heimilt að taka blóð nema hver hryssa sé merkt með númeri. Setja lokur í bakhlið báss og hreyfa að þörfum. Hafa aðgang að vatni fyrir hryssur á blóðtökustað. Merkja blóðbrúsa með nafni (númeri) hryssu og dagsetningu. Koma blóði til skila í söfnun- arstöð í héraði. Vegna sældar hryssa og öryggis verður að hafa í huga að hryssur séu ekki lokaðar inni án vatns eða beit- armöguleika of lengi á blóðtökudegi og að þegar þeim er sleppt að blóð- gjöf lokinni hverju sinni, eigi þær greiðan aðgang að vatni. Fumlaus og kyrrlát vinnubrögð eru nauðsynleg.“ Félag hrossabænda gerði sam- starfssamning við ísteka hf. 17. ágúst 1994 um blóðsöfnunina. Blóð var aðeins tekið úr hryssum í Landeyjum og tókst framkvæmd í alla staði vel. Þess er fastlega vœnst að hrossabœndur taki sig saman og undirbúi þátttöku í blóðsöfnun fyrir nœsta ár víðsvegar á landinu að fengnu samþykki Isteka hf. 6.2. Málefni Reiðhallarinnar. Reiðhöllin var leigð af Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Fram- leiðnisjóði til íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkurborgar til vors. Dagana 1. til 5. mars 1994 voru haldnir Norðlenskir hestadagar í Reiðhöllinni í Reykjavík og Sunn- lendingar og Fáksfélagar héldu stórsýningu í Reiðhöllinni dagana 6., 7. og 8. maí og eins og fyrri ár var þessi sýning haldin sömu helgi og sýning Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti. Sýningamar tókust vel og var nær fullsetin Reiðhöllin alla sýningar- dagana. Deildir F.hrb. á viðkomandi landssvæðum stóðu að þessum sýn- ingum. 928 FREYR - 24*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.