Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 9
Blönduhorn úr tré' smíðað af Jóni Gíslasyni í Norðurgötum. Ljósm. Hunnes Pálsson. verður sýnt. Skinnasokkahnallar til að setja innan á skinnsokka þegar farið var úr þeim blautum. Hérna eru leggjaskautar, þeir voru notaðir síðast 1972, ekkert svo langt í burtu, ntannbroddar af ýmsum gerðum, göngustafir, vatnastöng með broddi, broddfærum. Broddur, veðrar og hólkur heita broddfæri. Krókar á efri enda. Ef maður fór yfir mikla á eða vatn og einhver féll í vatnið, var kannski hægt að krækja í hann með króknum. Og koparhringur í stafnum. Ef maður gekk við slíkan staf þá komst ekkert óhreint að manni í myrkri, sögðu gömlu menn- irnir. Það var oft þegar menn voru að bjarga sauðfé úr svelti hér undir Eyjafjöllum og í Mýrdal að brodd- inum var snúið í ullinni á kindinni, framan við bógana. Reiötygi voru stöðutákn Reiðtygi voru stöðutákn hjá fyrri tíðar mönnum og þau eru mörg í Byggðasafninu á Skógum. Hérna eru reiðsokkar, hafðir utan yfir skó til skjóls í köldu veðri þegar farið var á hestbak og op á hælunum. Leglar undir drykkjarsýru eða blöndu þegar farið var í kaup- staðarferðir. Þá var sjálfsagt að fylla legilinn af brennivíni þegar farið var heim; svo hresstu menn sig á áning- arstöðum. Hér eru nestiskassar ferðamanna og ferðaöskjur; voru kallaðir ferða- dallar, þessir kassar. Og kombyrður standa út við vegg. Amboð og annað til heyskapar Þama eru áhöld, notuð við hey- skapinn; orfið hans séra Ragnars Ófeigssonar í Fellsmúla. Rokkhjól, skorið af Jóni Hierónímussyni um 1800. Það er gaman að vera með eitt orf sem er merkt presti, segir Þórður. Og hér er eina hrífan á Islandi sem sýnir hvernig fest var upp á hrífur á fyrri dögum. Hún er að sjálfsögðu með trétindum og það er sagað upp í skaftið. Hjarta heitir fleygurinn sem er rekinn upp í sögunina og spennir út skaftið; og hök á skaftinu og miðtindurinn heitir hjartatindur. Og hér er tindamát fyrir smiðinn sem var að smíða hrífur og tinda hrífu; það er til að marka bil á milli tinda. Safnið á mikið af klyfberum og elsti klyfberinn er með ártal 1821; annar er þama með ártalið 1832; það eru margir klyfberanna með ártölum. Þeir eru flestir með föstum klökkum en hleypiklakkar eru líka til þama á klyfbera. Blm: Veistu um uppmna þeirra? Þórður: Það eru deildar meiningar um það. Sumir segja að Gísli á Ljótsstöðum hafi fyrstur orðið til þess. Soffanías Þorkelsson frá Hofsá í Svarfaðardal sagði í ævinningum sínum að faðir sinn hafi fyrstur smíðað hleypiklakka. En hvað sem um það er munu þeir vera upprunnir á Norðurlandi og fluttust síðan suður eftir landinu, bæði austan- og vestanlands. Undir Eyjafjöllum voru hleypi- klakkar á klyfbera fyrst smíðaðir árið 1914. Þá kom klyfberi með hleypiklökkum austan úr Hornafirði hingað undir Eyjafjöll til séra Jakobs Ó. Lárussonar í Holti og Sigurjón Magnússon í Hvammi smíðaði eftir því; breytti snerlinum, breytti laginu, gerði það auðveldara og síðan dreifðist þetta út um alla Rangárvallasýslu. Guðni Hjálmarsson í Lambhúshóli SkyrsíU (sía) úr kýrhalahári og sílgrind. Ljósm. Hannes Pálsson. vildi smíða hleypiklakka á klyfbera fyrir Björgvin Vigfússon sýslumann á Efra-Hvoli, en hann sagði: „Eg hef nóg af fólki til að taka ofan af lest- inni.“ Á safninu í Skógum er fjöldi hluta sem sá sem þessar línur ritar hefur aldrei séð né heyrt getið um, enda upprunninn af öðrum landshluta. Meðal þeirra eru engjaístöð eða smalaístöð handa bömum. Skyrsía úr kýrhalahári Mjólkuráhöldin eru mörg til á safninu að sögn Þórðar, en fá í sýningu. Vetrarstrokkurinn er mjög lítill, hann var notaður á vetrin sum- staðar þegar lítið var á strokk að láta, segir Þórður; sumarstrokkurinn var stærri, einn kjörgripur úr Meðallandi; og Þórður bendir á strokk úr Meðallandi með 10 tré- gjörðum og vantar þó eina. Hér eru smjörfjalir, héma er hleypis-iður sem hleypir var fenginn úr; ostamót og lyfjadallur eða hleypisdallur fyrir hleypi. Melþvaga, úr melrótum þótti ómissandi til að þvo með mjólk- urílátin. Konur notuðu líka þvögur úr hrosshári. Þarna er ostapoki, prjónaður úr togi. - Og gömul kona úr Svarfaðardal, Snjólaug Jóhannesdóttir frá Skálda- læk, kenndi mér að sauma skyrsíl segir Þórður. Hann er sauntaður úr kýrhalahári. Og hún heklaði reyndar fyrir mig síl úr hrosshári. Þarna er, að ég trúi, eina skyrsían sem til er frá gömlum tíma, ofin úr togi með vaðmálsvend utan úr Landeyjum. Það er tilviljun segir Þórður, með marga hluti, hvað hafi borgist frant á þennan dag. Kvensiifur og brennivínshorn Nú göngum við inn í aðra stofu þar sem eru hannyrðir kvenna, kven- silfur, söðulskraut o.fl. 24*94 - FREYR 913

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.