Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 42

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 42
Frá aðalfundi Samtaka selabœnda 1994 Aðalfundur Samtaka selabœnda var haldinn f Reykjavík 12. nóvember sl. Frá aðalfimdi Samtaka selabœnda 1994. Fráfarandi stjórn ásamt fundarstjóra, talið frá vinstri: Pétur Guðmundsson, Árni G. Pétursson (fundarstjóri), Jón Benediktsson Og Eysteinn G. Gíslason. Ljósm. Árni Smebjörnsson. Nýkjörin stjórn félagsins, talið frá vinstri: Pétur Guðmundsson, formaður/gjaldkeri, Eysteinn G. Gíslason, ritari og Asgeir Gunnar Jónsson, meðstjómandi. Ljósm. Ámi Snœbjörnsson. Að venju var flutt skýrsla stjórnar og hlunnindaráðunauts. Þar kom m.a. fram að frumvarpið um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum var samþykkt sem lög sl. vor. Sam- tökin höfðu áður fengið þetta mál til umsagnar og m.a. mótmælt því kröftuglega að færa stjórn þessara mála undir sjávarútvegsráðuneyt- ið. Að lokum fór þetta þannig að selakafla frumvarpsins var á síð- ustu stundu kippt út og gilda því öll gömlu lagaákvæðin áfram hvað sel varðar. Selskinn loðsútuð Á árinu tóku Samtökin við kópa- skinnum eins og verið hefur og greiddu kr. 2.000 fyrir hvert skinn. Hluti skinnanna fór 1 loðsútun og saumaði Eggert Jóhannsson, feld- skeri, flíkur og fleira úr þeim eins og undanfarin ár. Einnig fékk hand- verkafólk víða um land skinn til að gera ýmsa smáa muni. Nokkurt magn skinna var selt til Danmerkur. Þau skinn sem ekki voru loðsútuð fyrir Eggert o.fl. fóru í leðursútun innanlands og lofar það tilrauna- verkefni góðu. Á árinu kom út yfirgripsmikil skýrsla eftir Þórnýju Jóhannsdóttur undir heitinu Selveiðar við Island - veiðar, vinnsla og nýting. Að láta salta skinn gengur nokkuð vel, þótt verulegir gallar séu varð- andi flutning og að meta skinnin fyrir vinnslu. Þá eykst það dálítið að selaafurðunt sé komið á framfæri til neyslu. Veiðiþjófar í löndum selabœnda Fram kom að veiðiþjófar hafa sótt í lönd bænda og veitt þar sel. Slík mál hafa komið upp bæði á Strönd- um og Breiðafirði. Þá rak óvenju mikið af dauðum sel á vissum svæð- um við Faxaflóa og leikur grunur á að sá selur hafi verið veiddur í leyf- isleysi. Gestur fundarins var Erlingur Hauksson og svaraði hann fyrir- Frh. á bls. 920. 946 FREYR - 24'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.