Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 11
Araskipið Pétursey, séð yfirframskipið; árar, austurstrog, skinnklceði og veiðarfœri. Freysmynd. Skál á Síðu og Holt á Síðu, endurbyggð hús. Frevsmynd. Og hér má bæta því við að safnið á Skógum er orðið mjög góð heim- ild um gamla þjóðmenningu og verkhætti, bæði til lands og sjávar og ber því vitni að það fyrri tíðar fólk sem byggði þau héruð sem safnið á rætur til, átti sér mikla menningu. Það birtist hér í hinum ýmsu safnhlutum, bæði á sviði tréskurðar og málmsmíði, í hann- yrðum kvenna og á svo mörgum öðrum sviðum. Hér hefur aðeins verið fjallað um fáa eina af öllum þeim munum sem geymdir eru á Byggðasafninu á Skógum. Reyndar þyrfti til heila bók, ef ætti að gera því verðug skil. Það er lærdómsríkt að ganga um safnið með Þórði Tómassyni, hinum margfróða safnverði og hlýða á frásagnir hans og málfar, kjamyrt og hnitmiðað; finna hvað hann ann þessu vandaða og veglega safni og hvað hann er stoltur af því. Það er heldur ekki að undra því hér er áhugamál hans og aðalævistarf. Að undanteknu aðalsafnahúsinu hefur hann byggt upp með eigin höndum bæjarhús og byggingar safnsins að mestu, sum húsin með aðstoð Magnúsar mágs síns. Söfnun mun- anna er eljuverk Þórðar með góðri hjálp annarra áhugamanna. Safnið er það auðugt að það er hægt að velja sér tiltölulega góð sýnishorn til að koma fyrir í sýning- arhúsnæðinu, sagði Þórður. Blm: Þú getur valið úr 8000 munum! Þórður: Já, það eru yfir 8000 skráðir hlutir héma í safninu, meira en nokkum tíma verður sýnt; en gripir hafa auðvitað sitt gildi þó að þeir séu bara í geymslu. Fræðimenn sem að vilja rannsaka ákveðna þætti í þjóðháttum geta sótt margar heim- ildir inn í söfn og geymslur safn- anna. Þjóðháttadeild og héraðs- skjalasafn Eg tel mjög mikilsvert að hér í Skógum er fjölbrautaskóli og ég sé það fyrir mér að í framtíðinni geti orðið um mikla samvinnu að ræða á milli safnsins og skólans. Héma væri kjörið að vera með þjóðhátta- deild í íslenskum þjóðháttum. í þriðja lagi á að verða, í þessu nýja safnhúsi sem er reist, að mér finnst, af stórhug Rangæinga og Vestur- Skaftfellinga, héraðsskjalasafn og bókasafn. Héraðsskjalasafnið er nú þegar fyrir hendi; það eru til héma þúsundir skjala, bréfa og handrita. Enn sem komið er er safn- vörðurinn samnefnari fyrir þetta hvorttveggja, og hefur safnað þessu jöfnum höndum. Þórður segist líta svo á að héraðsskjalasafnið komi til með að starfa á vetuma en byggðasafnið frekar að sumrinu. I þessu nýja húsi á að vera lítil fræðimannsíbúið, hugsuð sem svo að fræðimaður geti setið hér tíma og tíma við rannsóknir. í öðru lagi verður héma lestrarsalur, þar sem nemendur skólans, til dæmis, gætu unnið hér úr heimildum undir leiðsögn kennara. Það tel ég mikils- vert fyrir framtíð staðarins, segir Þórður. Eg segi sem menningar- setur; það var mikil og merkileg gjöf þegar Ytri-Skógar voru gefnir Rangæingum og Vestur-Skaftfell- ingum til skólaseturs og leysti ákveðinn vanda og þeir hafa sýnt það að þeir bera vissa ábyrgð gagn- vart þessum stað og bera umhyggju fyrir honum. Þetta safnahús er m.a. vitnisburður um það, sagði Þórður Tómasson að lokum. J.J.D. 24*94 - FREYR 915

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.