Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 19
Líklega eru fáir kommúnistar eftir í bandalaginu, eftir þær hrakfarir sem sá angi sósíalískrar hugmyndafræði fór í Austur-Evrópu. Þó er líklegt að þeim vaxi aftur fiskur um hrygg þegar ófarir Sovétríkjanna fara að fymast. Ég held að við á Islandi höfum stjómmálasamtök sem svara til flestra þeirra hugmynda um stjórnun ríkja sem ofarlega eru á baugi og er það vel. Atli. Þú niinnist ekki á Kvenna- listinn, kristilegan flokk eða um- hverfisvemdarflokka í þessari upp- talningu þinni. Af hverju sleppir þú þeim. Bóndi. Mér virðist að samtökin sem þú nefnir, séu samtök sem stofnuð hafa verið um ákveðna málaflokka, en hafi ekki enn komið sér upp heildar hugmyndafræði um stjómunjjjóðfélagsins. Atli. I hvaða flokki á ég þá að starfa? Bóndi. Þú átt sjálfur að velja þér þann flokk, sem þér virðist hæfa best þínum eigin hugmyndum um þjóðfélagið. Ef þér virðist að þinn flokkur sé að svíkja grundvallar- hugmyndir sínar, eða að þú verður þeim afhuga, þá áttu að skipta um flokk . Atli. Mér virðist erfitt að átta mig á stefnumálum flokkanna. Eru ekki t.d. kosningastefnuskrár þeirra allra ákaflega svipaðar. Bóndi. Það er sjálfsagt rétt hjá þér að oft eru stefnuskrár flokka óljósar. Það getur m.a. stafað af því að við samning þeirra hefur orðið að beita málamiðlunum til að koma þeim saman. Það hefur einnig vantað hreinskifta umræðu um þjóðfélags- mál, bæði milli flokka og ekki síður innan flokka. Það er full þörf á því að Al- þýðubandalagið geri upp fortíð sína, ræði um það hvað mistókst í Austur- Evrópu og hvort sósíalískar hug- myndir séu ónothæfar til að byggja á við stjómun þjóðfélaga. Það er ekki síður þörf á því fyrir Framsóknarmenn að ræða sín á milli um fall Sambandsins og örðugleika kaupfélaganna. Hvað brást? Er stjómunarkerfi samvinnuhreyfingar- innar úrelt? Hvað er orðið langt síðan að Tíminn hefur rætt um Rochdale fyrirkomulag samvinnu- félaga, eða hafa flokksfélögin rætt um möguleika samvinnufélaga? Lfklega þarf að kenna fólki eins og þér og Ambjörgu að starfa í stjórnun félaga og stofnanna, svo að stjómimar hafi fullt eftirlit með ráðnum stjórnendum. Er t.d. nokkuð vit í því að stjórnir, sem kosnar eru til ákveðins tíma, geti gert samninga fyrir hönd félags um að greiða ráðnum stjómanda félags margföld árslaun venjulegs borgara til ævi- loka? Þarf ekki Framsóknarflokk- urinn að hafa stöðuga umræðu um það á hvern hátt er unnt að flétta saman einkarekstri, samvinnurekstri og ríkisrekstri, þannig að það skapist stöðugleiki í þjóðfélaginu? Atli. Ég held að íslenskum bænd- um sé samvinna eðlileg. Þeir hafa t.d. um aldir skipulagt sameiginlega vinnu við nýtingu afrétta. Bóndi. Það kann að vera, en það þarf annað verklag við að stjóma stóru sveitarfélagi eða kaupfélagi, en að skipuleggja göngur og réttir. En ég ætla að halda áfram með umræðu mína unt stjórnmálaflokk- anna. Alþýðuflokkurinn eða flokkarnir þurfa að ræða um hvort eða að hve miklu leyti þeir ætla að verja eða auka velferðarkerfið. Margir telja að unnt sé að eyða atvinnuleysi ef leyst er úr skorti á fólki til að annast umönnun barna, sjúkra og aldraðra og bæta menntakerfið. Til þess að það sé unnt þarf að finna ráð til þess að fjármagn þjóðarinnar fari frekar í slíka þjónustu en t.d. í gerð dýrra leikfanga fyrir fullorðna og dýrar orlofsferðir. Sjálfstæðismenn telja eins og aðrir kapítalistar heimsins að þeirra hug- myndafræði hafi brotið niður hag- kerfi sósíalista og eru stoltir af því. En það er ákaflega nauðsynlegt fyrir bæði heittrúaða og hálfvolga kapí- talista að ræða það hvort frjáls samkeppni og stöðugt vaxandi hag- vöxtur skapi hættulegan hrunadans mannkyns í heimi þverrandi auð- linda og vaxandi mengunar. En að sjálfsögðu þarf fólk úr öllum flokk- um að ræða þessi mál. Fólk þarf einnig að ræða um hvemig á að bregðast við sívaxandi fólksfjölgun í heiminum. Atli. Það virðist ekki yfirvofandi hætta á offjölgun á fólki hér á landi. Bóndi. Þú segir það. Ég held að eftir því sem fólksfjöldinn í heim- inum eykst því meiri hætta verði á stórfelldum þjóðflutningum, með feiknarlegu umróti. Liklegt er að fólk reyni að flytja frá þéttbýlum svæðum til strjálbýlla landa. Eru sumir alþjóðasamningar ekki gerðir með það fyrir augum að létta sjálfkrafa á þrýstingi sem eru á viss- um landsvæðum vegna offjölgunar? Er ekki t.d. EES-samningurinn einn slíkur? Atli. Ætla þú að halda því fram að stjórnmálamenn hafi ekki nóga fyrirhyggju þegar þeir eru að gera langtíma samninga við önnur ríki eða ríkjasambönd. Bóndi. Þegar stjórnmálamenn eru að gera milli-ríkjasamninga, hygg ég að hætta sé á þeir horfi um of á skammtíma hagsmuni, t.d. við- skiptahagsmuni og hugleiði ekki nógu vel langtíma áhrif samning- anna. Góður stjómmálamaður verð- ur að hugsa í áratugum eða jafnvel öldum. Atli. Þar með tekur þú undir þá skoðun að íslenskir stjómmálamenn séu lélegir. Bóndi. Nei, síður en svo. Ég tel að oft sé íslenskum stjórnmálamönnum hallmælt að ósekju. Undir leiðsögn þeirra vann þjóðin sjálfstæðisbarátt- una og komst úr fátækt í ótrúlega góð efni á innan við öld. Að vísu hefur heppnin oft verið okkur hliðholl. En hætturnar eru margar fyrir fámenna þjóð og mikill vandi að forðast boða í stórsjó alþjóða- stjórnmála. Til þess að það megi takast þarf meðal annars allur almenningur að taka virkan þátt í umræðum unt þjóðfélagsmál. Heimildir: Björn Halldórsson, 1780: Atli, eður ráða- gjörðir yngismanns uni búnað sinn. Ril Bjöms Halldórssonar í Sauðlauks- dal. Búnaðarfclag Islands, Reykjavík 1983. Gunther, Folke, Stocholm University, 1994: A Sustainable Agriculture. Nordisk Jordbruksforskning, 76: 2: 72- 84. 24'94 - FREYR 923

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.