Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 30

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 30
Vítamínþarfir svína Pétur Sigtryggsson Vítamín eru lífræn efni sem eru í mjög litlu magni nauðsynleg fyrir lífsstarfsemi dýra svo seni vöxt, heilbrigði og frjósemi. Grísir geta ekki myndað vítamín í líkama sín- um að því undanskildu að örverur í þörmunum geta myndað vatns- leysanlegu vítamínin, auk K- vítamíns. Ovíst er hversu mikið af þcssum vítamínum sýgst upp í ristlinum og nýtist. Vítamín skiptast í tvo flokka: fitu- uppleysanleg vítamín og vatnsupp- leysanleg vítamín. Fituuppleysanleg vítamín eru: 1) vítamín A, 2) beta-karótín, 3) víta- mín D, 4) vítamín E og 5) vítamín K. Vatnsuppleysanlegu vítamínin eru 1) thiamin (vítamín B,), 2) ribofla- vin (vítamín B2), 3) pyridoxin (víta- mín B6), 4) niacin, 5) pantothensýra, 6) biotin (vitamín H), 7) folinsýra, 8) cyanocobalamín (vítamín B12, 9) cholin og 10) vítamín D (ascorbin- sýra). Vatnsuppleysanlegu vítamínin geta ekki myndað nema lítinn forða í lfkama dýra og verða því að berast daglega í fóðrinu. Ekki koma nein eituráhrif franr þó nrikið magn sé af vatnsuppleysanlegum vítamínum í fóðrinu þar sem það magn sem er umfram þarfir skilst út með þvaginu. Af fóðurtegundum eru það eink- um mjólk, þurrger og gras sem inni- halda mikið af B-vítamínum en þar sem þessar fóðurtegundir eru ekki mikið notaðar handa svínum verður að nota B-vítamínum frá efnaverk- smiðjum í fóðurblöndur. Fituuppleysanlegu vítamínin mynda forða í líkamanum. Þess vegna er ekki nauðsynlegt að þau berist dag- lega í fóðrinu. Ef of mikið magn er af fituuppleysanlegum vítamínum í fóðri virka þau sem eitur á líkam- ann. Með vítamínþörf er átt við minnsta magn af viðkomandi víta- míni sem kemur í veg fyrir hörgul- sjúkdóm. Pétur Sigtryggsson. í töflu I. er gefið upp ákveðið magn af viðkomandi vítamíni án tillits til hversu mikið er af viðkom- andi vítamíni í fóðrinu. Þetta er gert vegna þess að vítamíninnihald fóðurefna er mjög breytilegt og rnjög misjafnt hversu vel vítamín hinna ýmsu fóðurefna nýtast. Ef notuð er meira en 4% fita í fóðrinu eða fita með mikið af ómett- uðum fitusýrum verður að setja 60 mg af vítamíni E í hverja FEs. Astæðan er að vítamín E í líkam- anum vemdar fituna gegn oxun (tenging súrefnis) og eyðileggst að því loknu. Ef grísir eru taugaveikl- aðir og stressaðir er ráðlagt að hafa magnið af vítamíni E allt að 120 mg fyrir hverja FEs. Stöðugleiki og geymsluþols vítamína er lítið svo að þau eyðileggjast auðveldlega við mölun, kögglun og geymslu. Við ákvörðun vítamínþarfa er tekið tillit til lítils stöðugleika og geymsluþols vítamína. Af töflu 2. hér á eftir sést hversu mikill stöðugleiki vítamína er við hinar ýmsu aðstæður svo sem raka, hita o.s.frv. Við framleiðslu á köggluðum fóð- urblöndum eyðileggst alltaf hluti af vítamínunum vegna hita og efna- breytinga eins og fram kemur í töflu 2. Við geymslu heldur eyðilegging vítamína áfram en með því að geyma fóðrið í stuttan tíma á þurr- um, svölum stað er hægt að halda eyðileggingunni í lágmarki. Rannsóknir hafa sýnt að sumir málmar, t.d. kopar og járn, auka eyðileggingu vítamína. Þess vegna er magn þessara málma í fóðurblöndun haft eins lágt og mögulegt er. Hægt er að auka stöðugleika víta- mína gegn efnaáhrifum á ýmsan hátt, meðal annars með efnafram- leiðslu á stöðugum afbrigðum af vítamínum, íblöndun efna sem auka stöðugleika t.d. vítamíns E sem hindrar oxun, eða húðun vítamína með fitu eða sterkju. Tafla 1. Vítamínþarfir svína c O) o E FEs Fullorðin svín Smágrísir 3-5 vikna Smágrísir 5-10 vikna Slátursvín A-vit., i.e. 8000 8000 5000 4000 D-vit., i.e. 800 800 500 400 E-vit., mg 40 40 40 40 K-vit„ mg 2 2 2 2 Thiamin (vit.B|), mg 2 2 2 2 Riboflavin (vit. B-,), mg 5 4 4 2 Pyrodoxin (vit. B6), mg 3 3 3 3 Niacin, mg 20 20 20 20 D-pantothensýra. mg 15 10 10 10 Biotin, mg 0,05 0,2 0,2 0,2 Folinsýra, mg 1,5 0 0 0 Vit. B12, mg 20 20 20 20 Heimild: „Foderstoffer til svín“, bls. 11,02, Landsutvalget for svin 1991. 934 FREYR - 24'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.