Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 15.12.1994, Blaðsíða 17
Atli og bóndi rœða enn um landsins gagn Magnús Óskarsson, Hvanneyri Nafn á bók sem prentuð var í Hrappsey stuttu fyrir móðuharðindin var: Atli, eður ráðagörðir yngismanns um búnað sinn. Helst um jarðar- og kvikfjárrœkt, aðferð og ágóða með andsvari gamals bónda. Á forsíðunni stendur einnig. Saman- skrifað fyrir fátækis frumbýlinga, einkanlega þá sem reisa bú á eyði- jörðum. Anno 1780. Höfundur var séra Bjöm Halldórsson, þá bóndi, sóknarprestur og tilraunamaður í Sauðlauksdal. Bókin fjallar um búfræði og annað sem verðandi bóndi þurfti að kunna skil á. Atla, verðandi bónda fannst gamli bónd- inn nokkuð harður við sig og sagði: ,y4tli ... Þú eggjar mig á svo margt og mikið erfiði, sem fáir eða engir þreyta sig á. lióndi ... Gættu að því: Fyrst er þér örðugast á meðan þú ert frumbýlingur. Síðan verður þér allt hægara og áttu þess von þegar þú kemur á hinn efri aldur en hefur dugað þér vel að ungur njóti þá góðrar og rósamrar elli, við gnægð og gæfu...“ Undirritaður tók sér það bessaleyfi að skrifaði eftirfarandi hugleiðingu með aðferð séra Björns. Atli og bóndi rœða landbúnaðarmál. Atli. Líkar þér enn vel bóndi góður, ef við Árnbjörg reynum að komast yfir jörð og hefja búskap. Hugur okkar stendur til þess. En það er beygur í okkur, vegna þess að margir þeirra sem við búskap fást eiga í miklum erfiðleikum. Bóndi. Já það er rétt, erfiðleikar margra bænda eru miklir. Samt óska ég ykkur til lukku með áform ykkar eins og forðum. Það er að vísu erfitt fyrir fátækt ungt fólk að eignast jörð. Á hitt ber að líta, að margt bendir til bjartari framtíðar fyrir sveitafólk. Atli. Ég tel mig vita, að þeir sem framleiða mat og aðrar landbún- Magnús Óskarsson. aðarvörur, í öllurn heimshlutum, eigi undir högg að sækja. Þeir sem viðskiptum ráða í veröldinni, reyni hvað þeir geta til að auka samkeppni á milli matvælaframleiðenda, nú síðast með svo nefndum GATT- samningi. Þetta segjast menn gera í þágu neytenda. Bóndi. Það er rétt, en í nálægri framtfð bendir margt til þess að skortur verði á matvælum. Veigamestu rökin fyrir því eru: 1. Mannkyninu fjölgar mjög hratt. 2. Stöðugt er verið að taka land- búnaðarland úr ræktun til annarra nota, t.d. undir hús og samgöngu- mannvirki. 3. Menn hafa mengað stór land- svæði og gert þau ónothæf til matvælaframleiðslu. 4. Nútíma landbúnaður byggir að hluta til á forgengilegum orkulind- um, t.d. olíu. Þegar verð fer að hækka á orku, vegna orkuskorts og ráðstafana til að draga úr gróð- urhúsaáhrifum, kemur það niður á matvælaframleiðslu til sjávar og sveita. Það hafa margir reynt að geta upp á því hve lengi olíulindir heims- ins endast, t.d hefur F. Glinther frá Svíþjóð (1994) talið líklegt að vegna orkuskorts tífaldist olía í verði á næstu fimmtíu árunt. Atli. Það er mín skoðun að stjórn- völd ættu nú þegar að gera ráð- stafanir til að draga úr notkun á olíu, kolum og jarðgasi. Er t.d. nokkuð vit í því að leyfa svokallað mótor- sport og leggja ekki háa skatta á ferðalög með flugvélum og á stóra einkabíla, hraðbáta og fleira þess háttar. Bóndi. Þú ert djarfur. Þessar að- gerðir sem þú og margir aðrir ræða um eru sjálfsagt skynsamlegar. Það er hins vegar skiljanlegt að stjórn- málamenn taki aðeins hænufet í einu í þessu máli, jafnvel þó að þeir trúi því sem vísindamenn segja um hætt- una af gróðurhúsaáhrifum og þverr- andi orkulindir. Þegar menn verða að draga úr notkun orku mun það umbylta lifnaðarháttum allra jarðar- búa, ekki síst þeirra sem nú búa við mesta velsæld. Stjómmálamenn sem trúa á hæfni samkeppni til að stjórna þjóðfélögum, telja að verðlagning á orku muni af sjálfu sér kenna fólki að lifa við aðrar aðstæður og nýta aðrar orkulindir, svo sem sólarorku og vindorku. Atli. Já, en er það ekki rétt sem samkeppnissinnar segja, að sam- keppnin skapi rétt verð á vöru? Bóndi. Ég veit það ekki. Venju- lega berja stórfyrirtækin höfðinu við steininn og neita að draga úr fram- leiðslunni svo lengi sem þeir græða á henni, jafnvel þó að flestum sé ljóst að það stefnir í óefni. Rétt verð 24'94 - FREYR 921

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.