Freyr - 01.07.1995, Page 20
fréttir af þessum ræktunartilraunum
hans en af ræktun annarra hér á
sama tíma. Vinátta og síðar mægðir
við Eggert Ólafsson hafa mikil áhrif
á hve landsmönnum verður vel
kunnugt um garðræktina í Sauð-
lauksdal. Skal hér á eftir farið um
það nokkrum orðum.
Fyrst skal þess getið, að árið 1761
skrifaði síra Björn mági sínum,
Magnúsi Ólafssyni frá Svefneyjum,
sem var bróðir Eggerts, langa
skýrslu á dönsku um árangur
ræktunar sinnar í Sauðlauksdal.
Hafði Magnús beðið Björn um
þessa greinargerð. Lét Magnús síð-
an prenta þetta langa bréf í bækl-
ingi, sem gefinn var- út í Kaup-
mannahöfn 1765 og bætti við um-
sögn sinni um framkvæmdir síra
Björns. Bæklingurinn er 32 blað-
síður og hefst titill hans þannig:
Korte Beretninger om nogle Forsög
til Landvœsenet og isœr Hauge-
Dyrkningens Forbedring i Island.
Svo vildi til að Lúðvík Harboe
biskup, sem hér hafði verið 1741-
1745 og útskrifað síra Björn, las
pésann og kom því til leiðar, að kon-
ungur sæmdi Björn verðlauna-
peningi fyrir. Munþetta hafa verið í
fyrsta sinn, sem Islendingi hlotn-
aðist sá heiður, enda sendu ná-
grannarnir Birni heillaóskir og ortu
lofkvæði til hans fyrir vikið. Bækl-
ingur þessi barst víða um landið og
kynnti ræktunarstörf síra Björns.
í annan stað ber þess að geta, að
Eggert Ólafsson dvaldist í Sauð-
lauksdal og fylgdist náið með rækt-
uninni og studdi Björn í öllum fram-
kvæmdum. Hann var gagntekinn
viðreisnaranda og lofsöng framtak
Björns mágs síns. Orti hann meðal
annars hið alkunna Lysthúskvæði:
„ Undir bláum sólarsali
Sauðlauks upp'i í lygnum dali
fólkið liafði afhanagali
hversdags skemtun bœnum á. “
Með því kvæði lærði almenn-
ingur að syngja Sauðlauksdalsgarð-
inum lof, og gerir enn í dag. Þar á
staðnum orti Eggert einnig Bún-
aðarbálk, sitt þekktasta kvæði, sem
voru hvatningarorð til bænda og
aflvaki í viðreisnarbaráttunni. Þetta
kvæði tileinkaði hann Birni mági
sínum, og segir í viðurkenningar-
bréfi til hans: „Því ég hef tekið
dæmi af þér, og lýsir miðstefið
„Náttúrulyst" þinni umliðnu æfi, en
einkanlega inniheldur seinasta
stefið „Munaðardæla“ lifandi af-
málun af þér og þinni elskulegu
ektakvinnu, því þú hefur látið
skaðlega hleypidóma landsmanna
okkar víkja fyrir nytsamlegum forn-
aldar fræðum" ... og síðar stendur...
„Þú hefur, segi ég, tekið þetta fyrir
þig með svo mikilli alvörugefni, að
þú á stuttum tíma skaraðir með því
langt fram úr öðrum, taldir öðrum
trú um að taka þann sama lifnaðar-
hátt upp, og kenndir hann þeim
síðan góðfúslega. Með þessu meina
ég matjurtarækt þína, og aðra við-
leitni í jarðyrkju og jarðrækt í landi
voru.“ Þessi kvæði Eggerts urðu
landskunn, en auk þess ferðaðist
Eggert um landið og hafði þá
aðstöðu til þess að greina frá árangri
ræktunarinnar í Sauðlauksdal.
Ljóst er að Björn hefur unnið að
ræktunartilraunum sínum af mikilli
kostgæfni, líkt og seinni tíma til-
raunastjóri, en hafandi þá Svefn-
eyjabræður og aðra vini til þess að
breiða út boðskapinn og róma ár-
angurinn, fær Björn fljótt þennan
fremsta sess nieðal ræktunarmanna
þess tíma.
Kartöflurœktun
Þá er vert að geta þeirra umbóta,
sem síra Björn er frægastur fyrir, en
það er brautryðjandastarf í ræktun
kartaflna hér á landi. Er hann í
kennslubókum almennt talinn boð-
beri þeirrar nýjungar í ræktun. Hann
lýsir sjálfur upphafi þeirra tilrauna í
Korte Beretninger. Fékk hann eina
skeppu af kartöflum senda 1759.
Barst honum sendingin ekki fyrr en
6, ágúst og höfðu kartöflumar þá
spírað í eina flækju. Setti hann þær
samt í kerald og huldi mold. Fékk
hann um haustið upp af þessu
hnýði, þau stærstu, á við piparkorn.
Vorið 1760 fékk hann enn nýja
sendingu af kartöflum og setti þær
niður ásamt smælkinu frá fyrra ári
og fékk hann nú í fyrsta sinn
þolanlega uppskeru kartaflna úr
sendinni jörð. Upp frá því kom síra
Björn sér upp kartöflugarði í
Sauðlauksdal, sem var þá fjórði
garður staðarins. Þetta er skjal-
færður vitnisburður um frumkvæði
Björns. En lítum rétt betur á sögu
kartöfluræktunar.
Um þessar mundir var fyrir
nokkru byrjað að rækta kartötlur í
Danmörku. Höfðu þýskir bændur.
sem fengnir voru til Jótlands um eða
fyrir 1750, þá fyrst kennt Dönum
ræktun kartaflna, en þangað höfðu
þær samt borist allöngu áður
(1719). Eitt er samt víst, að árið
1670, þegar Vísi-Gísli á Hlíðarenda
er að falast þar eftir hinum svo-
nefndu engelsku pottetes, gat Björn
sonur hans, sem þá var staddur í
Kaupmannahöfn, ekki útvegað
föður sínum þær, því að þær voru þá
ekki til í Danmörku. Eftir að Danir
fóru að rækta kartöflur taka
farmenn hins vegar fljótt að flytja
þessa nýju jarðávexti með sér til
Islands. Sama ár og síra Björn gerði
sínar fyrstu tilraun með kartöflu-
ræktun hafði Jón Bjarnason prestur
á Ballará einnig fengið kartöflur til
ræktunar. Fór eins fyrir þessu út-
sæði og hjá síra Birni, að það
fúnaði, en Bjami Pálsson, síðar
landlæknir og félagi Eggerts Ólafs-
sonar, bætti honum skaðann og
sendi honum „enn á ný með Stapa-
skipi“ nýtt útsæði.
Þá setti ræktunarfrömuðurinn síra
Guðlaugur Þorgeirsson í Görðurn á
Alftanesi sömuleiðis niður kartöflur
vorið 1760 og fékk ágæta uppskeru
um haustið. Vel kann að vera, að
hann hafi einnig reynt ræktun þeirra
árið áður, eins og þeir Björn og Jón
þurftu báðir að gera, en um það eru
ekki fregnir. Hins vegar er rétt að
geta þess, að Svíinn F. W. Hastfer
barón og tilraunastjóri á kynbóta-
stöðinni við Elliðavatn hafði ræktað
hér kartöflur árið 1758 í garðinum á
Bessastöðum og fékk þá ágæta upp-
skeru. Af þessu sést, að síra Björn er
ekki einn um að hefja kartöflu-
ræktun á íslandi.
En hvað sem um allt þetta er, þá
er ljóst, að Björn Halldórsson var
einn þeirra, er fyrstur breiddi út
þekkinguna á gildi kartöfluræktunar
hér á landi.
Korn- og trjárœktun
Síra Björn Halldórsson reyndi í
upphafi búskapar síns að gera til-
raun með ræktun koms jafnframt
grænmetis. Reyndi hann bygg frá
Færeyjum í tvö sumur, en kornið
292 FREYR - 7. '95