Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1995, Page 30

Freyr - 01.07.1995, Page 30
ræni búvörumarkaðurinn sé sterk- astur í löndum þar sem mengun og önnur umhverfisvandamál eru aug- ljósari og alvarlegri en hér á landi. Engu að síður er nú þegar vísir að slíkum markaði á Islandi og verið er að kanna útflutningsmöguleika bæði austanhafs og vestan. Lífrœnu vörurnar eru dýrari Mér var tjáð að verðmunur á hefðbundnum og lífrænum vörum væri um 45% fyrir mjólk, 30% fyrir mjólkurafurðir svo sem osta, 30% fyrir kjöt og 20% fyrir grænmeti og kornvörur. Mun sá verðmunur all breytilegur eftir verslunum, þ.e. öllu minni í stórmörkuðum en í smærri verslunum. Mest er fram- boðið á lífrænt ræktuðu grænmeti en þróun lífrænnar búfjárræktar er skemmra á veg komin. Svipaða sögu er að segja frá öðrum Evrópu- löndum þar sem ég hef kynnt mér stöðu lífræns landbúnaðar. Árni Alvar Arason markaðsfulltrúi og Elsa Ævarsdóttir í glœsilegum sýningarbás Foldu hf. á Akureyri þar sem sýndar voru íslenskar ullarvörur afýmsu tagi. (Ljósm. Ó.R.D.) búskaparhætti framtíðarinnar og er ljóst að svipuð sjónarmið liggja að baki stefnumörkun í landbúnaði í ýmsum löndum. Gott dæmi er Austurríki en þar eru nú hlutfalls- lega flestir bændur komnir út í lífrænan landbúnað. I Þýskalandi og víðar er einnig mikil hreyfmg í þessa átt. Lífrænar vörur eru í hæstu verðflokkum en á móti vegur hærri framleiðslukostnaður enda um- hverfiskröfur mun meiri en í hefð- bundnum landbúnaði. Til dæmis er algert bann við þrengslabúskap á borð við hænsnahald í búrum og stöðuga innistöðu búfjár líkt og tíðkast í verksmiðjubúskap. Oheim- ilt er að nota tilbúinn áburð, eitur- efni og hefðbundin lyf. Ljóst er að vaxandi fjöldi neytenda í Þýska- landi og víðar kaupir lífrænar búvörur til að stuðla að umhverfis- og búfjárvernd og bættu eigin heilsufari. Það er skiljanlegt að líf- Glœsileg vörusýning í lok IFOAM ráðstefnunnar tók við vörusýningin BIO FACH '95. Á vörusýningunni voru 900 sýnendur og fjölbreytnin gífurleg, 650 teg- undir lífrænna matvæla auk hundr- aða tegunda annarra slíkra vöru- tegunda svo sem vafnaðarvara úr Tafla 1. Smásöluverð á nokkrum lífrœnt vottuðum matvörum í Frankfurt. Kúamjólk (ógerilsneydd)........ kr. 79 /lítri Kaplamjólk (ógerilsneydd)...... kr. 990 /lítri (sjúkrafæða) Nautakjöt...................... kr. 1350-kr. 1440/kg Svínakjöt...................... kr. 810 - kr. 900 /kg Egg............................ kr. 344 / kg Kartöflur...................... kr. 72 /kg Gulrætur....................... kr. 113 (óþvegnar), kr. 135 (þvegnar) /kg Tómatar........................ kr. 270/kg Heilhveitibrauð................ kr. 248 /kg Borgað fyrir gœði og hollustu Þótt lítill tími væri til annars en fylgja fastri dagskrá ráðstefnunnar og skoða vörusýninguna reyndi ég að afla mér upplýsinga um verð til neytenda á nokkrum lífrænt vott- Dr. Guillermo Schnitman og sonur hans sýndu lífrœnt vottað nautakjöt í lofttœmdum uðum matvörum í Frankfurt og ná- umbúðumfrá Argentínu undir vörumerkinu Eco Pampa. (Ljósm. Ó.R.D.) grenni og kom þá eftirfarandi í ljós, sjá töflu 1.: 302 FREYR - 7. '95

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.