Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1995, Page 37

Freyr - 01.07.1995, Page 37
Kálfar í einstaklingsstíum á Stóra-Armóti. spenvolg (35-40°C) og æskilegt er að kálfurinn drekki hana rólega. Körun. Besta og eðlilegasta meðferð á nýfæddum kálfi er að móðirin fái að kara hann og að hann fái að vera hjá henni og sjúga fyrstu klukkustundirnar. Nærvera kálfsins við móður og ytri aðstæður sem skapa honum öryggi og ró eru talin hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu mótstöðu hjá kálfinum gegn sýkingum. Við körun þornar feldurinn fyrr og ýfist en það eykur einangrunarhæfni hans og vörn gegn trekki og kulda. Mynd 2. Breyting á samsetningu próteina í broddmjólk fyrst eftir burð. Nœring. Jafnvel þó að kálfurinn sé hjá móður og sjúgi, þarf yfirleitt að gefa honum brodd með. Eðlilegast er að gefa kálfinum dagsfóðrið af broddmjólk í eins mörgum skömmtum og við verður kornið og með sem jöfnustu millibili. Kálfum er eðlilegt að sjúga og þeir hafa mikla þörf fyrir að sjúga allt sem þeir ná til. Sogþörfinni er æskilegt að mæta. Þess vegna er til að byrja með betra að gefa mjólkina úr kálfafóstru fremur en að kálfarnir drekki eða svolgri hana úr fötu. Sogið eykur munn- vatnsframleiðsluna en meltingarhvatar, slím, sölt og ýmis önnur efni í munnvatninu hafa æskileg áhrif á meltingarstarfsemina. Tuggurennan. Tuggurennan eða mjólkurrennan er lokaður gangur myndaður úr vöðvafellingum sem stýrir fljótandi fæðu frá neðra vélindisopi og niður í laka og vinstur, fram hjá vömb og kepp. Drekki kálfurinn hratt er hætta á að tuggurennan nái ekki að flytja alla mjólkina og að hluti hennar gusist inn í vömb. Þar getur mjólkin súrnað og rotnað og síðan valdið meltingartruflunum og skitu, berist hún áfram niður til þarmanna, því að engir meltingarhvatar starfa í vömb á ungkálfi. Ef kálfurinn drekkur af áfergju er einnig hætta á að vinstrin yfirfyllist og að óyst (óhleypt) mjólkin komist aftur í skeifugörn og smáþarma. Þá ystir mjólkin ekki, meltist illa og getur valdið meltingartruflunum og jafnvel skitu. Melting. Næringarefni í mjólk nýtast með afbrigðum vel hjá ungkálfum. I vinstur ungviðis myndast meltingarhvati, sem nefnist „rennin“ (ostahleypir). Hann hleypir eða ystir mjólkina. Þessi meltingarhvati er sérhæfður til að brjóta niður mjólkurprótein. Við ystinguna skilst mysan frá ostefninu. Hún flýtur ofan á og flæðir aftur til skeifugarnar og smáþarma þar sem hún meltist með 7.'95- FREYR 309

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.