Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 4

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 4
Frá ritstjórn Matvœli eru ekki alltafholl og hrein Nýlega skilaði starfshópur landbúnaðar- ráðherra um vistvænt ísland skýrslu þar sem lagt er til að allir bændur hér á landi sem þess óska, eigi kost á að fá framleiðslu sína vottaða. Til þess að það geti gerst þarf fram- leiðslan að byggja á gæðastýringu sem tryggi m.a. að unnt sé að rekja uppruna vörunnar og að ekki hafi verið notaðir hormónar, illgresiseyðar né skordýraeitur við framleiðsluna og notkun lyfja sé í lágmarki og fylgi settum reglum. Vistvæn og lífræn búvöruframleiðsla hefur nokkuð verið til umfjöllunar hér á landi á síðustu árum. Hið opinbera hefur sinnt hlutverki sínu vel j að skapa þessari framleiðslu ramma laga og reglugerða, vottunarstofur hafa verið stofnaðar og nokkur hreyfing hefur verð meðal bænda um að leggja fyrir sig þessa framleiðslu. Viðtökur al- mennings við þessari framleiðslu hafa verið já- kvæðar án þess að segja megi að neytendur hafi tekið vistrænum eða lífrænum vörum opnum örmum. Markaðshlutdeild þeirra er t.d. ekki til - vitnis um það. Skýringanna er e.t.v. að leita í því að íslenskar búvörur hafa fyrir svo sterka ímynd hreinleika og hollustu að vottun þeirra breyti þar ekki miklu um. I öðrum löndum, t.d. á Norðurlöndunum, sem þó hafa orð fyrir að gera miklar kröfur til mat- vælaframleiðslu sinnar, hafa lífrænar og vottaðar vörur náð meiri markaðshlutdeild og almenning- ur tekið þær meira upp á arma sína. Landbúnaður skilar stærri hluta af þjóðar- framleiðslunni í Danmörku en á öðrum Norður- löndunum, jafnframt því sem Danir stunda um- fangsmikinn útflutning búvara til nálægra jafnt og fjarlægra landa. Gæðamál í landbúnaði eru þar sífellt til umfjöllunar og í mars sl. efndu dönsku bændasamtökin, Det Kgl. Danske Land- husholdningsselskap, til ráðstefnu um gæði danskra búvara. þar kom fram að sá gæðastimp- ill sem var á dönskum búvörum fyrir nokkrum áratugum er ekki lengur fyrir hendi. Einn af fyrirlesurum á ráðstefnunni var Jprgen Hpjmark Jensen, forstöðumaður Matvælaeftir- litsins í Kaupmannahöfn. Erindi sitt nefndi hann: Hvernig er unnt að endurvekja traust neytenda á nútíma matvælaframleiðslu? Hann rakti nokkur atriði úr blaðaumfjöllun síðustu mánaða þar sem látin er í ljós tortryggni og vantraust á aðferðum við nútíma matvælaframleiðslu. Meðal að- finnsluatriða voru: Notkun tilbúins áburðar, ill- gresis- og skordýraeitur, efni til að stytta kornöx, rotvamarefni, geislun, efni í umbúðum, erfða- breytt matvæli, hormónar, hvatar (ensím), ör- bylgjuofnar og meðferð dýra. Vægi þessara þátta er að sjálfsögðu misjafnt en allir eiga þeir ein- hvem hljómgrunn. Áhyggjur fólks yfir hollustu og hreinleika matar hafa verið kannaðar og hefur eftirfarandi komið í ljós: í Svíþjóð (1990) höfðu um 60% áhyggjur af óhollustu matar sem þeir neyttu, Noregi (1993) 72%, USA (1993) 88% og Dan- mörk (1994), útbreiddar áhyggjur. Könnunin í Danmörku varðaði ekki einungis hollustu matar j heldur komu þar fram áhyggjur af umhverfis- 4 - Freyr 9/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.