Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 23

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 23
vegur bindur mikinn fosfór. Eftir áratuga ræktun hefur ekki einungis veðranlegur forði aukist heldur hef- ur leysanlegur fosfór einnig aukist úr téðum 4 kg/ha í 30 til 40 kg/ha. Ef um 15 kg/ha eru að jafnaði fjarlægð með uppskeru er þetta orðin mjög góð undirstaða og brýn ástæða til að athuga hvort ekki megi draga úr fos- fórgjöf þannig að ekki verði bætt endalaust við forðann. Natríum Na Natríum skortir ekki sem plöntu- næringarefni á Islandi og skal hér einungis bent á mjög hátt magn natr- íums á enginu. Hér flæðir reglulega salt vatn yfir og leiðir til þess að leysanlegt natríum er hér 900 kg/ha sem hefur þau áhrif að á svona jarð- vegi þrífast einungis plöntur með ákveðið saltþol. Viðbót og tap næringar- efna úr jarðvegi Viðbót Næringarefni koma í jarðveg með áfoki og ösku sem berst yfir landið, með vatni sem flæðir yfir landið, með regni og með áburði. Magn og áhrif næringarefna, sem berast með áfoki og ösku hafa ekki verið athug- uð hér á landi. Ekki hefur heldur verið athugað hvað berst með áveituvatni, þótt jákvæð áhrif séu vel þekkt, né heldur áburðaráhrif af vatni sem seytlar yfir landið. Aður en mýrar á láglendi voru ræstar fram seytlaði og flæddi mjög mikið vatn yfir láglendi, hallamýrar og móa, og hefur þannig stöðugt borið með sér næringarefni þaðan sem hærra ber. Nú hefur víða verið tekið fyrir þetta árennsli og þar með þessa viðbót næringarefna í jarðveginn. Þess í stað berast næringarefnin viðstöðu- laust út í ár og læki og stuðla að auk- inni frjósemi þeirra. Með regni berst nokkuð af nær- ingarefnum í jarðveg. Miðað við niðurstöður Sigurðar Gíslasonar (6) um samsetningu regnvatns má áætla að hér berist árlega á hvem ha lands 0,5-5 kg af kalí, 2-10 kg kalsíum, 2- 15 kg af magnesíum en innan við 1 kg af fosfór þar sem úrkoma er 500 til 1000 mm. í Þýskalandi (3) berst ívið meira af kalsíum (mengun) en minna af magnesíum (lengra frá sjó). Athyglisvert er að bera saman það sem berst með regni af brenni- steini og köfnunarefni í þessum tveim löndum. Á íslandi berast ár- lega 3-15 kg af brennisteini en innan við 1 kg af köfnunarefni á hektara (2). í Þýskalandi eru það 12-40 kg af brennisteini og 5-30 kg af köfnunar- efni. En allt að 100 kg/ha af hvoru efni í nágrenni við iðnaðarsvæði. Af þessu má sjá að það berst mjög lítið af helstu áburðarefnunum (NPK) með regni hjá okkur. Tap Auk þess sem numið er á brott með uppskeru tapast næringarefni úr jarðvegi við jarðvegseyðingu (moldrok og gruggugt afrennsli af yfirborði) og útskolun. Um efna- magn í uppskeru er mikið vitað en því miður ekki um hinar stærðimar. Margt bendir til þess að útskolun sé mun mikilvægari stærð en ætla mætti í fljótu bragði. Samkvæmt at- hugunum Sigurðar Gíslasonar (5) berst gífurlegt magn uppleystra efna með árvatni til sjávar árlega. Deilt á flatarmál landsins svarar það til um Framhald á bls. 39. Freyr 9/98 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.