Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Síða 13

Freyr - 15.07.1998, Síða 13
Utitankar fyrir mykju Víða erlendis hefur tíðkast lengi að geyma mykju í opnum hringlaga tönkum sem standa utan við gripahúsin. Mykjutönkunum er yfirleitt komið fyrir við „bakhlið" gripahúsanna til þess að þeir séu ekki eins áberandi þegar komið er heim á bæjarhlaðið. Tankamir eru til í ýmsum stærð- um og ræður þörfin fyrir geymslu- rými og staðhættir hvaða flatarstærð og hæð valin er. Algengt þvermál slíkra tanka er 15-25 metrar og hæð- in 2-4 metrar. Þeir geta staðið að mestu leyti ofanjarðar eða verið grafnir í jörðu, allt eftir staðháttum. Þeir geta verið úr epoxy-máluðum stálplötum, steinsteyptum einingum eða steyptir í mótum á byggingar- stað. Flutningur mykju úr gripahúsi í útitank Með mykju er hér átt við búfjár- áburð sem í er blandað nægilega miklu vatni til þess að hægt sé að dæla honum. Algengast er að koma mykjunni í tanka utan við gripa- húsið á eftirfarandi hátt: Afast gripahúsinu er byggður safnbrunnur, sem rúmar a.m.k. nokk- urra daga mykjuskammt. Mykju má flytja í safnbrunninn með flórsköf- um eða í fleytiflór eða í sogflóra- kerfi (röri). Ur safnbrunninum er mykjunni síðan dælt í geymslutank- inn með traktorknúinni mykjudælu. Hægt er að dæla mykjunni í röri upp yfir tankbarminn og fylla tankinn þannig ofan frá, eða í röri neðan- jarðar sem kemur upp í gegnum botn geymslutanksins. Síðari að- ferðin hefur þá kosti að engin hætta er á að mykja frjósi í dæluröri milli safnbrunns og tanks ef gengið er frá því á öruggan hátt neðanjarðar. Einnig er kostur að fylla tankinn neðanfrá vegna þess að yfirborðslag mykjunnar liggur þá óhreyft en lyft- ist einungis upp. Þetta er trúlega stór kostur, sérstaklega þegar snjór eða eftir Magnús Sigsteinsson forstödu- mann bygginga- þjónustu BÍ klaki liggur ofan á mykjunni. Tæming útitanka Flestar af þeim mykjudælum sem nú eru á markaðnum henta ekki síður við flutning mykju úr safnbrunni í útitank heldur en við tæmingu mykjukjallara undir gripahúsi. Við tæmingu tankanna þekkjast tvær aðferðir: Annað hvort er dæla sett beint ofan í tankinn eða mykjan látin renna um rör í botni tanksins til baka í safnbrunninn, og dælt þaðan í dreifara. Rörið á milli safnbrunns og tanks er þá haft u.þ.b. 30 cm vítt. A því eru venjulega hafðir tveir spjald- lokar (annar til öryggis). Aður en mykju er tappað úr tankinum er hrært rækilega upp í honum þannig að mykjan verði að jafnþykkum „vellingi". Til að hræra upp í tankn- um og blanda mykjuna má nota traktorknúna mykjudælu eða trakt- orknúna skrúfuhræru. Þegar tankamir standa ofanjarðar er algengt að slíkum hræribúnaði sé komið fyrir í gegnum vegginn, við uppsetningu tanksins. Við niður- grafna tanka eru notaðar lausar hrærur, tengdar aftan á traktor. Stáltankar Stáltankar eru yfirleitt gerðir úr galvanisemðum og epoxymáluðum plötum sem skrúfaðar eru saman á byggingarstað. Stáltankar em ýmist settir upp á steypta botnplötu eða settir beint á slétta malarfyllingu og síðan fóðraðir að innan (botn og veggir) með níðsterkum, þykkum plastdúk. Seinni aðferðin hefur þann kost að það er fljótlegt að setja tank- inn upp og auðvelt að taka hann nið- ur aftur og fjarlægja ef búskapar- hættir breytast. Dúkurinn er lagður beint á undirlagið og gengið sérlega frá mykjurörum í botninum. Dúkur- inn nær upp fyrir brúnir tanksins og er festur þar. Erlendis er komin löng reynsla á báðar gerðir og við þekkj- um dúkklædd stálker í fiskeldis- stöðvum hér á landi. A Hvanneyri var settur upp dúkklæddur stáltank- ur sl. haust. Er það tilraunaverkefni á vegum Bændaskólans, bútækni- deildar RALA og framleiðanda/inn- Ekki er þörf á að hylja lankana vegna lyktar, skorpan sem myndast sér fyrir því. Freyr 9/98 — 13

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.