Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 25

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 25
1. taffla. Búsreikningur og búsjöfnudur Möðruvalla í Hörgárdal. Meðaltal 5 tímabila eða ára frá 1992-1997. Innstreymi, kg Útstreymi, kg N P K N P K Hreyfingar: Kjamfóður 984 285 158 Mjólk 897 155 239 Áburður 7.405 1.414 1.970 Kjöt 458 124 35 Hey 210 20 127 Hey 123 17 96 Niturbinding smára 200 Umhveifisþcettir: Með áfoki og regni 50 0 0 Stofiibreytingar: Bústofn Bústofn 31 6 3 Fóðurlager Fóðurlager 369 71 143 Mykjulager 219 179 Mykjulager 35 Samtals 9.068 1.720 2.434 1.877 408 516 Biisjöfnuðitr (B) 7.191 1.311 1.918 Þar af: -bústofnsjöfnuður 839 21 107 -rœktunarjöfnuður 5.741 1.283 1.763 -lagerjöfnuður 612 8 48 Afstemming; B = S + K+MI + FI = 7.191 1.311 1.918 Umhverfisálag deilt á ha 93 17 25 ingarefni sem flæða inn í eining- una, hvort heldur af manna eða náttúrunnar völdum er skráð sem innstreymi. Skráð útstreymi eru öll næringarefni í nýtanlegum af- urðum sem flæða út úr eining- unni. • Allar einingar hafa næringar- efnastofn í lok og upphafi upp- gjörstímabilsins. Mismunurinn á stofni í upphafi og lok tímabils lýsir stofnbreytingum eða n.k. eignahreyfingum (h). Ef gengið er á stofnin er h skráð sem inn- streymi en ef bætist við stofninn er h skráð sem útstreymi. • Mismunurinn á inn- og útstreymi næringarefna í ákveðinni ein- ingu, þ.e.; I-Ú + h er kallaður næringarefnajöfnuður. Jöfnuðurinn lýsir mögulegu nær- ingarefnatapi sem einingin hefur orðið fyrir á uppgjörstímabilinu. Jöfnuðurinn er þannig summa næringarefna sem tapast t.d. vegna útskolunar, uppgufunar og/ eða losunar/uppsöfnunar í jarðvegi. • Aðaleining (eða reikningur) getur verið samsett úr mörgum undir- einingum en sömu bókhaldsreglur gilda samt um allar einingar. • Magn næringarefna sem flutt eru á milli eininga getur ekki breyst við flutning. Á Möðruvöllum í Hörgárdal hef- ur verið safnað ítarlegum upplýsing- um um feril og afdrif næringarefna allt frá árinu 1992. Einnig hefur ver- ið gerð tilraun til að skoða nýtingu næringarefna á 12 kúabúum í Eyja- firði. Það mat byggðist á forða- gæsluskýrslum, heyefnagreining- um, nautgriparæktarskýrslum og bændabókhaldi frá árunum 1994- 1996. Itarleg aðferðalýsing og nið- urstöður eru að finna í riti Ráðu- nautafundar 1998 (Þóroddur Sveins- son 1998). I framsetningunni hér á eftir verður notast við fimm tímabila (ára) uppgjör fyrir Möðruvallabúið. Á meðfylgjandi flæðiriti má sjá samband eininga (reikninga) og nær- ingarefnastrauma í bókhaldskerfinu. Stofnaðir eru fjórir megin undir- reikningar til þess að halda utan um næringarefnaferla innan búsins. Þeir eru; ræktunar- (eða túna-) reikning- ur (R), bústofnsreikningur (S) og lagerreikningar fyrir fóður (Fl) og mykju (Ml). Búsreikningur (B) er fimmti reikningurinn sem skráir streymi næringingarefna til og frá búinu. Hér er ekki talin ástæða til að vera með sérstakan úthagareikning en sums staðar gæti það átt við. Einnig má auðveldlega fella úthaga- reikning inn í ræktunarreikninginn. I ræktunarreikning er skráð ábor- ið magn tilbúins áburðar og mykju sem innstreymi. Efnainnihald tilbú- ins áburðar er reiknað út frá upp- gefnum töflugildum en efnainnihald mykjunnar er ákvarðað samkvæmt aðferðum sem kynntar verða hér á eftir. Þar að auki er hér áætlað köfn- unarefni sem binst af völdum smára og sem berst með úrkomu og er það fyrst og fremst gert til þess að gæta samræmis við sambærilega reikn- inga erlendis. Útstreymi á ræktunarreikningi er skráð uppskera sem færð er á lager (hlöðu), uppskera af beit og seld uppskera (heysala). Uppskeran var mæld við hlöðudyr og efnainnihald uppskerunnar var ákvarðað með efnagreiningum fyrir hverja spildu. I bústofnsreikningi er skráð sem Freyr 9/98 - 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.