Freyr

Volume

Freyr - 15.07.1998, Page 24

Freyr - 15.07.1998, Page 24
Nýting nœringarefna og næringarefnabóhald fyrir kúabú Inngangur Næringarefnabókhald er einkum notað til að meta umhverfisálag af landbúnaði og við stöðulýsingu og áætlanagerð í búrekstri. Dæmi um bein hagnýt not af virku næringar- efnabókhaldi fyrir bóndann eru ná- kvæmari áburðar- og fóðuráætlanir vegna þess að hann fær betri yfirsýn yfir ferla og afdrif næringarefna á búinu. Til þess að næringarefnabók- hald verði nothæft stjómtæki í bú- rekstri þarf það að vera einfalt í notk- un en gefa samt áreiðanlega stöðu- lýsingu. Þá þarf það að vera staðlað fyrir öll bú, þannig að bóndinn og ráðunauturinn geti gert marktækan samanburð við önnur álíka bú. Hér á eftir verður fjallað um nýt- ingu næringarefna á kúabúi og kynntar reglur og aðferðir við gerð og framsetningu á næringarefna- bókhaldi fyrir ráðunauta og bændur. Efni og adferdir Þær reglur og framsetning sem hér eru notaðar við reikninga í næringar- efnabókhaldinu voru kynntar á ráð- stefnu í Hollandi vorið 1998 (Sveinsson, Halberg & Kristensen 1998). Lausleg þýðing fer hér á eftir. Grunnreglur fyrir næringarefnabókhald • Bókhaldið er byggt upp á heppi- legum einingum (reikningum) þar sem næringarefni eru geymd eða umbreytt. Dæmi um einingu getur verið einstök planta eða húsdýr, tún eða bústofn, mykju- eða fóðurgeymsla, bú, sveitarfé- lag o.s.frv. • Hver eining er skýrt afmörkuð í tíma og rúmi þar sem innstreymi (I) og útstreymi (Ú) næringar- efna er skráð í reikning. Öll nær- 24 - Freyr 9/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.