Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 26

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 26
2. tafla. Bústofnsreikningur og bústofnsjöfnuður Möðruvalla í Hörgárdal. Meðaltal 5 tímabila eða ára frá 1992-1997. Innstreymi, kg Útstreymi, kg N P K N P K Hreyfmgar: Fóður af lager 7.294 1.074 5.313 Mjólk 897 155 239 Fóður af beit 1.112 126 1.106 Kjöt 458 124 35 Mykja á lager 5.274 771 5.089 Mykja á beit 908 123 946 Stofnbreytingar: Bústofn Bústofn 31 6 3 Samtals 8.406 1.200 6.419 7.567 1.179 6.312 Bústofnsjöfnuður (S) 839 21 107 Þar af: -tap ífjósi 586 0 0 -tap við beit 227 14 105 -annað 26 7 2 Framleiðsla bústofns Dýraeiningar, DE* 45 Framleiðsla, kg/DE 31 6 6 Nœringarefni í seldum afurðum 16% 23% 4% * 1 DE = 5.500 FE innstreymi fóður tekið af lager og fóður sem bústofninn innbyrðir á beit. Fóður á lager er annars vegar heimaaflað fóður af ræktunarreikn- ingi og aðkeypt fóður sem er aðal- lega kjarnfóður. Efnainnihald að- keypts heys er samkvæmt efna- greiningum en efnainnihald kjarn- fóðurs er samkvæmt uppgefnum gildum frá framleiðanda. Magntölur eru samkvæmt sölunótum og upp- skerumælingum. Efnamagn sem inn- byrt er með beit er áætlað þannig; (Áætlaðar fóðurþarfir (FE) á beitartímanum - fóður gefið af lager á beitartímanum) / 0,94 Þar sem 0,94 er fóðurnýtingar- stuðull. Fóðurnýtingarstuðullinn er leiðrétting á mismun sem fundinn var á milli fræðilegra fóðurþarfa bú- stofnsins á innistöðu og raunveru- legrar fóðurnotkunar samkvæmt birgðaskráningu. Fóðumotkunin er þess vegna áætluð út frá hreyfingum á fóðurbirgðum á tímabilinu. Melt- anleiki beitarinnar var áætlaður 76% og efnastyrkur var settur eins og meðalefnastyrkur heyja á lager sam- kvæmt efnagreiningum. Utstreymi á bústofnsreikningi er mjólk, kjöt og mykja. Magn mjólkur og kjöts er samkvæmt sölunótum og efnainnihald samkvæmt töflugild- um. Efnamagn mykju er fundið þannig: Innbyrt magn - magn í afurðum - vöxtur Það efnamagn sem þannig er fundið út fer annars vegar á lager- reikning (innistöðumykja) og hins vegar á ræktunarreikning (beitar- mykja). í innistöðumykjunni er gert ráð fyrir að 10% af köfnunarefninu (N) tapist áður en það er flutt á lagerreikning en ekkert af fosfór (P) eða kalí (K). í beitarmykjunni er gert ráð fyrir að 20% af N tapist og 10% af P og K. Er það fyrst og fremst vegna uppgufunar, ójafnrar dreifingar eða vegna þess að hún lendir utan ræktunar. Stofnbreytingar eru mismunur (h) á stærð bústofns í upphafi og loks tímabilsins. Ef gengið hefur verið á bústofninn er mismunurinn færður sem innstreymi en ef bú- stofninn hefur stækkað er mismun- urinn færður sem útstreymi. Lagerreikningar skiptist í fóður- lager annars vegar og mykjulager hins vegar. Á fóðurlager er fært sem innstreymi uppskeran af ræktunar- reikningi og aðkeypt fóður. Ut- streymið er fóður sem gefið er og fært sem innstreymi á bústofns- reikningi. Mismunur á innstreymi og útstreymi er skemmt fóður sem hefur verið fleygt. Á mykjulager er fært sem inn- streymi mykja á lager frá bústofns- reikningi og sem útstreymi mykja sem hefur verið dreift á tímabilinu. Gert er ráð fyrir að 10% af N tapist í geymslu, aðallega þegar verið er að hræra upp í mykjunni fyrir dreif- ingu. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir neinu geymslutapi á P og K. Stofnbreytingar eru skráðar á sama hátt og er lýst hjá bústofns- reikningnum. Á búsreikning færist sem inn- streymi aðkeypt fóður sem er aðal- lega kjarnfóður en einnig hey og áburður, ásamt áætluðu N sem er bundið af smára og sem berst með úrkomu. Utstreymið eru söluafurð- imar sem eru aðallega mjólk og kjöt en einnig hey. Stofnbreytingar sem færðar eru á búsreikning eru breyt- ingar á birgðum og bústofni. Til þess að leggja mat á fram- leiðslu eða framleiðni búsins á árs- gmndvelli er nauðsynlegt að að- skilja ræktun og bústofn. Framleiðni ræktunar er heildarútstreymið á ræktunarreikningnum deilt á hekt- ara ræktað lands. Framleiðni bú- 26 - Freyr 9/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.