Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 33

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 33
Kröfur um góðan aðbúnað dýrafara vaxandi. í dag, að kallað hefur verið eftir þeirri pólitísku afstöðu að líta á svínarækt sem atvinnugrein en ekki landbúnað, eins og það hefur verið orðað. Ég hef setið hér og leitt hugann að því undir erindum um glæsilegan árangur svínabænda að undanfömu, að sú lýsing sem þeir gefa af þeirri atorku, sem þeir takast á við verk- efni sín með, auka í raun og veru, þótt það sé fáránlegt, einungis vandamálin. Einn ræðumanna sagði að það væri ergilegt að þurfa að koma fram og verja það að njóta velgengni og það á samkomu á veg- um samtaka bænda; verja það að maður sé stoltur af verkum sínum. Það hlýtur að skyggja á gleðina ef manni finnst maður þurfa að fara í vöm þegar sagt er frá því sem manni tekst vel. Hér hefur verið mikið talað um að svínabændur fylgi öllum opin- berum fyrirmælum og reglum. En það er ekki nóg að fylgja reglunum. Það sem hér er á ferð er það hvort svínabændum sjálfum finnst þeir eigi við vandamál að stríða gagnvart þjóðfélaginu. Sé svo er ekki nóg að halda því fram að menn geri ekkert rangt. Spurningin er sú hvort svína- bændur séu reiðubúnir að ræða allt það sem gerist í kringum þá mitt í allri velgengninni. Og hvort þeir séu nógu opnir gagnvart þeim vanda- málum sem þeir sjá eða eiga að sjá í framtíðinni, löngu áður en þjóðin eða stjómmálamenn hafa komið auga á þau. I stuttu máli, eru svínabændur eða landbúnaðurinn sem slíkur til- búinn að taka forystuna á umræð- unni um það hvaða þróun er æskileg varðandi það hvemig við skilum jörðunum af okkur til næstu kyn- slóðar, umhverfinu og landinu okk- ar? Veltum við þessu fyrir okkur eða viljum við einungis grípa vinning- inn meðan hann gefst og stinga síð- an af frá gagnrýni samfélagsins kringum okkur? Hvernig viljum við að daglegt líff okkar sé? Við skulum gera okkur ljóst að sköpun verðmæta er ekki einungis bundin við peninga. Sköpun verð- mæta er einnig spuming um hvernig maður vill verja daglegu lífi sínu og hvernig maður hefur áhrif á það, einnig til framtíðar. Verðmætasköp- un er einnig spurning um það að hve miklu leyti menn vilja verja hagnaði sínum með því að fara á undan og vera þátttakendur í því að skapa varanleg verðmæti fyrir þjóðfélagið. Við erum hér hvert og eitt þátttak- andi í að skapa þá mynd sem land- búnaðurinn fær í augum annarra. Við segjum oft að bóndinn sé umráðamaður landsins. Við sýnum það í litfögrum bæklingum með myndum af grænum gróðri á sólrík- um dögum, fagurri náttúru, sælleg- um kúm í haga og grís með hringaða rófu í fögru umhverfi. Það sem í raun er hins vegar að gerast er að mikill minnihluti svína- bænda er að stækka bú sín og ná undir sig jörðum, að rekstri er hætt á 11 bújörðum á dag á þessum gósen- tímum í svínaræktinni, ekki vegna nauðungaruppboða, ekki vegna þess að þær séu reknar með tapi, heldur vegna þess að jarðarverðið hefur rokið upp og þær eru keyptar til að nota þær undir svínaskít. Myndabæklingamir stemma ekki við raunveruleikann. Það getur orð- ið dýrt. Danskar jarðir lagdar undir skít Bújörðin er ekki lengur staður til að eiga sér athvarf á, lifa á og þykja vænt um. Jörðin er einfaldlega stað- Freyr 9/98 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.