Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 18

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 18
Gœðastiórnun í leiðbeiningaþjónustu með Lotus IMotes kerfinu Inngangur Leiðbeiningaþjónusta í landbúnaði á sér langa og merkilega sögu. Bændur voru það forsjálir að koma sér upp öflugri leiðbeiningaþjónustu með aðstoð og fyrir atbeina ríkisins, sem veitt hefur bændum ráðgjöf og hjálp í áranna rás. Starfsfólk leið- beiningaþjónustunar verður að leita allra leiða á komandi árum við að vinna betur saman og að finna nýjar leiðir til að ná betur til bænda. Á tímum harðnandi samkeppni og lækkandi verðs á búvörum hafa störf ráðunauta sjaldan skipt bændur meira máli en nú. Síðustu ár hafa leiðbeiningaþjón- ustan og bændur verið að taka í þjónustu sína tölvutæknina. Sumir kunna að segja að of hægt hafi geng- ið í tölvuvæðingunni og getur undir- ritaður tekið undir það að nokkru leyti. Þó hefur kappsamlega verið unnið undanfarin ár. Á sama tíma hefur tölvutækninni fleygt fram á öllum sviðum þjóðfélagsins. Gædastjórnun Samhliða framgangi tölvutækninnar hefur gæðastjómun haldið innreið sína í fyrirtæki og stofnanir. Þessi dagspartur er ætlaður umræðum um hana og er full ástæða er til að fagna því framtaki skipuleggjenda að taka þetta áhugaverða efni fyrir og ræða gildi gæðastjómunar í leiðbeininga- þjónustunni. Skilgreining á gæðastjómun er að marka gæðastefnu og framfylgja henni. Gæðastefna felst í þeim við- eftir Jón B. Lorange Bændasam- tökum islands Rádunautafundur 1998 ___________________________ miðunarreglum sem stuðst er við varðandi allar ákvarðanir er snerta gæði í rekstrinum eða þjónustunni. Meginstoðir gæðastjómunar em skýr framtíðarsýn, meðvitað starfs- fólk og sjálfstæð liðsvinna. Með einföldum hætti má segja að gæða- stjómun sé fyrst og fremst skipuleg og öguð vinnubrögð til að ná árangri og tryggja gæði. Með upplýsingatækni er unnt með góðu móti að koma á gæðastefnu og tryggja framkvæmd hennar. Upplýs- ingatæknin er ein af undirstöðum ár- ngursríkrar gæðastjómunar. Skil- greina þarf m.a. ákveðin ferli, svo sem verkferli og skjalaferli. Sjálfvirk skjalavarsla með beitingu upplýs- ingatækninnar er mikilvægur þáttur. Hópvinnukerfið Lotus lUotes Bændasamtök íslands hafa unnið að því undanfarin tvö ár að koma upp hópvinnu- og skjalavörslukerfinu Lotus Notes. Þegar notkun þess er orðin almenn innan leiðbeininga- þjónustunnar er orðið að veruleika svonefnt innra net samtakanna. Lot- us Notes hentar vel sem upplýsinga- kerfi og til þess að aðstoða stjóm- endur og starfsfólk leiðbeininga- þjónustunnar við að hrinda gæða- stjómunarkerfi í framkvæmd. Óhætt er að fullyrða að Lotus Notes kerfið hefur farið sigurför um heiminn á þessum áratug. Rétt notk- un kerfisins hefur gert fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum mögu- legt að koma upp stöðluðu hóp- vinnu- og skjalavörslukerfi. Það hefur auðveldað starfsfólki störfin, m.a. með liðsvinnu og jafnframt veitt nauðsynlega yfirsýn yfir starf- semina. Dæmi um fyrirtæki og stofnanir hér á landi sem nota Notes eru Flugleiðir hf„ Eimskipafélagið hf„ Iðntæknistofnun, Ríkisskatt- stjóraembættið og ráðuneytin. I fáum orðum má skilgreina Lot- us Notes sem verkfæri til að safna, skipuleggja og miðla þekkingu og upplýsingum. Það er einmitt þetta notagildi Notes sem gerir það að því hjálpartæki sem það er. Það heldur ekki aðeins utan um upplýsingar heldur þekkingu, sem verður til inn- an fyrirtækja. Með skipulögðum og öguðum vinnubrögð starfsfólks fer afraksturinn (skjöl) inn í mótaðan farveg, sem unnt er að virkja. Með þessu verður til þekking. Þessi þekk- ing er aðgengileg öllu starfsfólki með lítilli fyrirhöfn í daglegum störfum þess. Eitt af því sem gerir þessa stöðl- uðu og víðtæku upplýsingasöfnun mögulega er hópvinnukerfi. Skil- greining á hópvinnukerfí er: „Hópvinnukerfi er samtvinnað pósti og skilaboðum á rafrænan hátt á milli hópa innan fyrirtækja og 18- Freyr 3/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.