Freyr

Volume

Freyr - 15.07.1998, Page 28

Freyr - 15.07.1998, Page 28
4. taffla. Lagerreikningar, iagerjöfnuðir og afstemming jöffnuða ffyrir Möðruvelli í Hörgárdal. Meðaltal 5 tímabila eða ára frá 1992-1997. Innstreymi, kg Útstreymi, kg N P K N P K Hreyfingar: Mykja færð á lager 5.274 771 5.089 Mykja notuð 4.943 736 5.268 Stofnbreytingar: Mykjulager 219 179 Mykjulager 35 Samtals 5.493 771 5.268 4.943 771 5.268 Mykjujöfnuður (Ml) (ammóníumtap) 550 0 0 Hreyfingar: Fóður fært á lager 7.663 1.145 5.456 Fóður notað 7.232 1.066 5.265 Stofitbreytingar: Fóðurlager Fóðurlager 369 71 143 Samtals 7.663 1.145 5.456 7.601 1.137 5.408 Fóðurjöfnuður (Fl) (skemmt fóður) 62 8 48 vanda mjög til sýnatöku. Mælingar á fóðurframleiðslunni og fymingum þurfa að vera réttar til þess að einhver not séu af bókhaldinu í áætlanagerð. Það er vegna þess að efnastyrkur og magn heimaaflaðs fóðurs ræður nán- ast öllu um reiknaðan efhastyrk mykj - J unnar. Með vönduðum og skipulögð- um vinnubrögðum má áætla magn uppskeru með um 10% meðalfráviki (Troels Kristensen, persónulegar upplýsingar). Sýnataka og efnagrein- ingar á hirðingarsýnum er besti stað- ) urinn til að ákvarða nýtingu nær- ingarefna í innri hringrásum búsins. Það er vegna þess að efnagreiningar á mykju og/eða jarðvegi eru mun vandasamari og ónákvæmari og gefa því alltaf takmarkaðri upplýsingar. Aðal útstreymi af bústofnsreikn- ingnum er í formi mykju sem færð er á lager. Eins og fyrr er getið er ) mikilvægt að þekkja efnamagn hennar sem best ef einhver árangur á að nást í að bæta nýtingu næringar- efna á búinu. Áætlað efnamagn mykju af beit verður alltaf tiltölu- lega ónákvæmt mat. En það kemur samt ekki að mikilli sök þar sem nánast útilokað er að hafa einhverja verulega stjórn á því efnatapi sem þar verður nema með því takmarka útiveru gripanna, sem flestir eru sammála um að sé óæskilegt. Það | truflar heldur ekki mat okkar á efna- innihaldi innstöðumykjunnar sem er mun mikilvægara að áætla rétt (sjá flæðirit). Bústofnsjöfnuðurinn er að mestu ammóníumtap í fjósi og við beit. Þegar skoðuð er framleiðsla bú- stofnsins eða framleiðni þá er hún lítil í samanburði við sambærilega útreikninga fyrir dönsk kúabú (Studielandbrug í Danmörku 1997, óbirtar niðurstöður). Þannig mæld er framleiðnin á íslensku kúabúun- um um 70% af því sem hefur verið reiknað fyrir dönsku búin. Þetta á einnig við um nýtingu næringarefn- anna til afurðamyndunar. Eina aðal- ástæðuna fyrir þessum afgerandi mun verður að rekja til lélegrar afurða- getu íslenska kúastofnsins í saman- burði við dönsku kúakynin, hvort heldur litið er til mjólkur- eða kjöt- framleiðslu. Megininnstreymi á ræktunar- reikningnum eru næringarefni í formi tilbúins áburðar (3. tafla) og mykju frá lager og bústofni. Hlut- deild mykju af heildarinnstreyminu er 43% fyrir N, 38% fyrir P og 76% fyrir K. Meginútstreymið er upp- skera sem færð er á lager en beitar- uppskeran er um 13-17% af heildar- uppskeru og er færð beint af bú- stofnsreikningi. Ræktunarjöfnuðurinn saman- stendur af ammóníumtapi, afnítrun, útskolun, veðrun (rofi) og uppsöfn- un í jarðvegi (3. tafla). Hér verður ekki gerð tilraun til þess að deila jöfnuðinum niður á þessa þætti enda erfitt miðað við þau gögn og þekk- ingu sem er fyrir hendi. I eðli sínu ætti jarðvegur að vera skilgreindur sem stofn eða eign, rétt eins og bú- stofn. Það er hins vegar ekki talið mögulegt vegna þess að það er nán- ast útilokað að áætla nýtanlega stærð eignarinnar nema með um- fangsmiklum og stöðugum mæling- um. Þess vegna er uppsöfnun nær- ingarefna í jarðvegi skilgreind hér sem mögulegt tap. Uppsöfnun nær- ingarefna í jarðvegi gerist einkum þar sem eru varanleg tún, sýrustig lágt og framræsla léleg. Við þannig aðstæður eru næringarefnin í raun töpuð nema gripið sé til sértækra að- gerða. Leiðir til þess að koma í veg fyrir óæskilega mikla uppsöfnun næringarefna í jarðvegi og þar með viðhalda einhvers konar hagstæðu jafnvægi, felast einkum í því að end- urrækta reglulega (4 -10 ára fresti), og þar sem þess er þörf að hækka sýrustig og bæta framræslu. Þetta leiðir ekki endilega til þess að rækt- unarjöfnuðurinn verði lægri heldur einungis að samsetning hans breyt- ist en einnig að framleiðslugeta ræktunarinnar eykst. Vegna þess að jarðvegur er hluti 28 - Freyr 9/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.