Freyr

Volume

Freyr - 15.07.1998, Page 22

Freyr - 15.07.1998, Page 22
2. tafla. Heildarþungi jardvegs (tonn/ha) og magn veðranlegra og auðleysanlegra og skiptanlegra næringarefna (kg/ha) í efstu 10 sm jarðvegs á nokkrum stöðum á Hvanneyri. Staður Jarðvegur Heildar Þungi jarðvegs tonn/ha Veðranleg og auðleysanleg og skiptanleg næringarefni Ca Mg K Na P Engi Eyrajörð 700 8900 5700 230 2000 700 580 570 200 900 20 Ásgarðshóll Móajörð 500 2700 1100 100 500 1900 570 110 60 60 50 Óframræst mýri Mýrajörð 220 1300 500 30 200 400 180 60 20 30 4 Tún Mýrajörð 350 1200 600 200 300 800 190 50 50 80 40 Skjólbelti Mýrajörð 650 7200 5600 100 1300 800 840 70 30 30 30 Magn í 60 hkg af góðri töðu* 10-20 6-20 65-120 9-20 í * Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson, 1991. 9 tonn á flæðienginu. Skiptanlegt kalsíum er einnig mikið, frá 80 kg/ ha í móajörð 1 á Fossamelum og allt að 580 kg/ha á enginu. Hærra magn í jarðvegi matjurtagarðsins innan skjólbeltisins á Hvanneyri má út- skýra með kölkun reitanna og kalki sem leysist upp í AL-skolinu. Sam- anborið við upptöku, 15-30 kg/ha, þá er ríflegt magn af kalsíum að- gengilegt og er þess ekki vænst að þetta næringarefni skorti. Magnesíum Mg Veðranlegt magnesíum er frá um 500 kg/ha í óframræstri mýri á Hvanneyri og allt upp í um 9 tonn/ ha í frumjörð á mel. Magnesíum virðist losna frekar auðveldlega við veðrun, en það binst ekki í nýmynd- uðum leir (allófan og imogólít) og skolast því úr jarðveginum. Þar með gengur á bæði á heildarmagn og á veðranlegan forða eins og sjá má ef bomar eru saman móajörð og frum- jörð á melunum ofan Fossa. I mýr- unum á Hvanneyri er veðranlegur forði minnstur, en þó er ekki hægt að tala um lítið magn. Skiptanlegt magn er langhæst á flæðienginu (570 kg/ha) en þar gætir áhrifa sjávar. Annars em 40 til 100 kg/ha algengust og miðað við upptöku (10-20 kg/ha) ætti magnesíum að vera í nægilegu magni. Kalíum K Það er mjög lítið veðranlegt kalí í þeim jarðvegi sem athugaður var. Mest er í fmmjörð eða um 500 kg/ ha, en minnst í óframræstri mýri, einungis 30 kg/ha. I ræktunarjörð er veðranlegur forði 100 til 200 kg/ha og koma þar væntanlega til áhrif áburðar, og það er merkilegt að forðinn er sáralítið meiri á enginu sem þó flæðir reglulega yfir. Skipt- anlegt kalí er einungis hátt á enginu með um 200 kg/ha, annars er það með 20 til 70 kg/ha, minna en í góðri uppskeru sem er með um 100 kg/ha. Þar sem veðranlegur forði er af svipaðri stærðargráðu og það sem er fjarlægt með uppskeru er augljóst að jarðvegurinn hefur sáralitla möguleika á að miðla þessu næring- arefni og hafa jafnandi áhrif. Það má ætla að á óábomu landi, og að ein- | hveiju leyti einnig í túnum, leiti gróður eftir þessu næringarefni úr neðri jarðvegslögum og haldi því í hringrás í aðalrótarlagi jarðvegsins. Þetta lýsir sér í því að kalímagn er iðulega hærra í efsta jarðvegslaginu en í miðlögum, bæði á ábomu og á óábomu landi. FosfórP Það er mjög mikill munur á magni veðranlegs fosfórs í jarðvegi á Hvanneyri og koma þar til áhrif ræktunar og áburðargjafar. Fosfór- inn hagar sér að því leyti tii gjörólíkt | og kalsíum, magnesíum og kalíum í jarðvegi að hann binst mjög fast en skolast varla eða ekki út. Fosfór- forðinn er langmestur í móajörð á Ásgarðshóli, 1900 kg/ha. Þetta mikla magn má trúlega rekja til þess að á Ásgarðshóli var áður fyrr búið og má gera ráð fyrir að á hólinn hafi verið borin aska og skami þannig að í aldanna rás hafi fosfórinn smátt og smátt safnast fyrir. Það er t.d. mikill fosfór í beinum. Mikill fosfór í kringum mannabústaði er vel þekkt fyrirbæri víða um heim og er þá tal- að um svokölluð „hauga áhrif‘, en þetta hefur ekki verið athugað á Is- landi. Þetta gæti þó verið ein af ástæðum þess hvað gróður á göml- um bæjarstæðum og í tóftum sker sig lengi úr umhverfinu. Eftirverk- unar áburðar gætir víða. Veðranlegur fosfór er helmingi meiri á ræktaða mýrlendinu (800 kg/ha) en á óframræstu mýrinni (400 kg/ha). Hér er áreiðanlega um uppsafnaðan fosfórburð umfram það sem er fjarlægt í heyi seinustu áratuga að ræða. Umframáburður sem svarar 10 til 20 kg/ha á ári í 20 til 40 ár getur hæglega skýrt þessa uppsöfnun. I upphafi ræktunar er borið mjög ríflega á af fosfór, en síðan er dregið úr gjöfinni. Fosfór leysanlegur í AL-skoli, en það er nálgun á því sem gæti verið nýtan- legt plöntum yfir vaxtartímann, er mjög lítill (4 kg/ha) í óframræstu mýrinni. Kemur það vel heim og saman við þá reynslu að í nýrækt þarf mjög mikinn fosfór til að tryggja góða uppskeru og þessi jarð- 22 - Freyr 9/98

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.