Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 5

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 5
málum og hvort framleiðslan væri sjálfbær, þ.e. hinir spurðu tóku þjóðfélagslega, (pólitíska), af- stöðu til málsins. Spyrja má hvað valdi því að fólk hafi tapað tiltrú á matnum sem það neytir? Þar má t.d. benda á að frá því um 1980 hefur fjöldi salmon- ellusýkinga í Danmörku tífaldast. Þannig voru skráð um 5000 tilfelli árið 1997, þar sem meira en 100 þúsund Danir sýktust. Að auki eru sýk- ingar frá matvælum af öðrum orsökum þannig að áætlað er að alls um 250 þúsundir Danir hafi orðið fyrir matareitrun árið 1997. Mestum áhyggjum valda þar stofnar af Salmonellabakter- íu og kolíbakteríu sem eru ónæmir fyrir sýkla- lyfjum. Aukaefni, sem leyft er að setja í mat, valda einnig áhyggjum neytenda en ýmis efni bættust við á lista leyfðra efna í Danmörku þegar sam- ræmdar reglur Evrópusambandsins þar um tóku gildi. Yfirvöld fullyrða að hér sé um hættulaus efni að ræða en almenningur er á varðbergi, t.d. gagnvart matvælum með mörg E-númer. I þriðja lagi óttast fólk mengun sem fylgir matvælum. Þar hafa þó orðið framfarir þar sem magn þungmálmanna blýs og kvikasilfurs í mat hefur minnkað. A hinn bóginn valda áhyggjum efni sem líkjast kvenhormóninu östrogen en þau geta dregið úr frjósemi karlmanna. Þá eru í Dan- mörku vaxandi áhyggjur af gæðum neysluvatns, bæði hvað varðar innihald nítrata og jurtavarnar- efna. Að lokum má nefna að kúariða sem kom upp í Bretlandi opnaði augu fólks fyrir því hvílíkar ógnir geta stafað af nútíma framleiðsluháttum. Kúariðan sýndi ljóslega hvað gerist þegar neyt- endur tapa trúnni á framleiðendum og hinu opin- bera. Höfnun neytenda á bresku nautakjöti var svo snögg að nautakjötsframleiðsla Breta var lögð í rúst og enn eiga bændur langt í land með að byggja traustið upp að nýju. Þessi útdráttur og endursögn á erindi for- stöðumanns Matvælaeftirlitsins í Kaupmanna- höfn ætti að sýna hve mikilvægt er að íslensk bú- vöruframleiðsla verði vottuð. Sá gæðastimpill styrkir íslenska framleiðslu gagnvart inntlutn- ingi matvæla og gefur jafnframt íslenskum mat- vælum aukna sóknarmöguleika á erlendum mörkuðum. Það álit að sjálfsagt og eðlilegt sé að allur matur sem á boðstólum er sé hollur og ómengaður er ekki eins sjálfsagt og við ætlum. M.E Molar Markaður fyrir lífrænar búvörur vex í Þýskalandi Arleg sala á lífrænum búvörum í Þýskalandi nemur nú um eitt þúsund milljörðum kr. og er þess vænst að salan nái um 1500 milljörðum kr. í náinni fram- tíð. Yfir 80% Þjóðverja eru reiðubúin að greiða allt að 15% meira fyrir búvörur sem framleiddar eru án notkunar jurtavamarefna og tilbúins áburðar. Verslanakeðjur hafa komist að því að verð á lífrænum búvörum helst stöðugra en á öðrum matvörum og tryggir þeirn því jafna álagningu. Þeirn finnst því hagstætt að versia með þær og hafa tekið þær upp á arma sína í vaxandi ntæli. Hingað til hafa hins vegar heilsuvörubúðir setið mest að þessum markaði. Starfsmaður Danska sendiráðsins í Bonn lýsti nýlega þýskum neytendum þannig: „Þeir vilja ekki hormóna í mat né önnur vaxtaraukandi efni, þeir samþykkja ekki klónun né erfðabreytingar með líf- tækni. Jurtavarnarefni eru óæskileg og fólk líður ekki siðlausa meðferð á dýrum.“ (Jyllandsposten - Bondebladet nr. 24/’98) Mjólkurfita og kólesteról 1 rannsókn sem fór fram í Svíþjóð nýlega komust menn að því að fólk sem neytti mikillar mjólkurfitu var léttara, og samsetning fitu í blóði þess var hag- stæðari heldur en hjá fólki sem neytti minni rnjólk- urfitu, segir í ritunu „Nytt om Forskning“. Rann- sóknin leiddi einnig í ljós kólesterólgildi í blóði ungs fólks voru lægri meðal þess sern neytli mikill- ar mjólkurfitu í samanburði við þá sem neyltu minni mjólkurfitu. Freyr 9/98 — 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.