Freyr

Volume

Freyr - 15.07.1998, Page 11

Freyr - 15.07.1998, Page 11
tanknum og þar með eykur það á magn þess sem þarf að aka á völl. Eftir er hins vegar að sjá hvemig þessi geymsluaðferð reynist í snjó- þungum hémðum. Þá má einnig bæta við að gera þarf sérstakar ráð- stafanir vegna slysahættu og erlend- is eru nokkuð skýrar reglugerðir um hvemig ganga skuli frá slíkum úti- tönkum út frá öryggissjónarmiði. Uppbygging útitanka Eins og áður sagði þarf ekki að steypa fastan grunn fyrir þessar geymslur. Þær má einfaldlega byggja á jöfnum malarlagi sem er með tiltölulega fínu sandlagi efst og að sjálfsögðu að gæta þess að ekki komist frostlyfting í undirlagið. Lagnir til og frá tanknum eru lagðar í undirlagið og síðan er festur niður hringur sem mótar gmnnflöt tanks- ins. Plötumar sem tankurinn er sam- settur úr era galvanhúðaðar stálplöt- ur, um 2 mm að þykkt, og hver myndar hluta úr hring. Yfirborðs- meðferð er með sérstakri áferð til að hún falli sem best að umhverfinu og standi vel af sér tæringu. Við upp- setningu eru einingamar boltaðar saman, byrjað á neðsta hring og síðan hver gjörð ofan á aðra, hver er um 1,2 m að hæð. Á efstu gjörð ofanverða er settur styrktarvinkill til að lögunin haldist sem best. Sé ætl- unin að setja þak yfir þessa geymslu er í miðju geymslunnar sett niður festing úr steinsteypu sem súla gengur niður í en hún ber uppi miðju þaksins sem einnig er úr dúk sem með sérsmíðuðum festingum em tengdar við áðumefndan vinkil á efstu gjörð. Að þessu loknu er settur inn í tankinn dúkur sem hefur sérstaka eiginleika gagnvart tæringarefnum mykjunnar, en hann er breytilegur að þykkt og gerð eftir því hvað menn ætla honum langan endingar- tíma. Hann er einfaldlega lagður beint á undirlagið og gengið er sér- staklega frá tengibúnaði í botninum. Dúkurinn nær upp fyrir brúnir tanksins og er festur þar. Ekki er ráðlegt að hafa tankinn tóman vegna þess að vindsveipir geta feykt dúkn- um til inn í tanknum. Á tankinn er þegar í upphafi settur hræribúnaður sem er neðan til við miðju tanksins Hann er tengdur beint við tengidrif dráttarvélar og er búnaðurinn líkur skipsskrúfu að uppbyggingu. Með þeim einfalda búnaði á að vera hægt að hræra upp í tanknum eftir þörfum og án þess þó að þeyta mykjunni of mikið upp yfir yfirborðið og þannig koma í veg fyrir uppgufun köfnun- arefnis eða annarra rokgjarna efna. Umhverfis tankinn í nokkurri fjar- lægð er síðan ráðlagt að vera með drenlögn sem tengd er brunni þar sem hægt er að fylgjast með því ef að leki skyldi koma fram og þá er með fljótlegum hætti unnt að gera ráðstafanir. Þessar gerðir af tönkum er hægt að fá í nær öllum stærðum og þeir sem em boðnir hér á landi em frá því um 60 tonn eða rúmmetr- ar upp í um 1200 og þvermál frá um 4,5 m upp í um 20 m. Framleiðandi veitir 5 ára ábyrgð á uppsettum tönkum séu þeir settir upp sam- kvæmt fyrirmælum frá honum. Tengi- og dælubúnadur Með nútíma dælubúnaði fyrir mykju eiga ekki að vera nein vandkvæði á því að flytja mykjuna í geymsluþró við gripahús og út í mykjutank. Á { markaðinum er ýmiss konar dælu- j búnaður sem til greina kemur. Venjulegar miðflóttaaflsdælur gefa allt að eitt bar í hámarksþrýsting sem á að vera nægilegar í venjuleg- um tilvikum, en einnig er hægt að fá snigil- og snertladælur sem hafa að vísu minni afköst en geta gefið tölu- vert mikið meiri þrýsting, eða 5-10 bör. Tengibúnaður milli gripahúss og tanks er að jafnaði yfirleitt bæði með börkum og PVC römm sem er eðlilegt að sé á milli 150 mm (6”) og 300 mm (12”) að sverleika. Að jafn- aði er mælt með því eins og áður kom fram að dæla mykjunni upp um j botn tanksins og hreyfa sem allra minnst við yfirborði mykjunnar. Við tæmingu, eftir að blöndun hefur átt sér stað, er síðan opnað fyrir botn- j lúgu og mykjan rennur þá annað hvort til baka í millitank eða í sömu þró og henni var dælt úr upphaflega. Ef slík sjálftæming er notuð er mælt með að nota sverari rör, nær 300 mm. Þaðan er mykjunni svo dælt í flutningstank til dreifingar. Engin vandkvæði ættu að vera á að ganga þannig frá lögnum að frosthætta sé útilokuð, en hins vegar er óljóst á þessu stigi hversu mikið mykjan kann að frjósa í tanknum. Ljóst er að mykjan verður að vera töluvert mik- ið vatnsblönduð til að hægt sé að meðhöndla hana með þessum hætti og það hefur sýnt sig í rannsóknum erlendis að ekkert er því til fyrir- stöðu að nota þvottavatn og annað það vatn sem til fellur í gripahúsun- um til að þynna mykjuna, auk þess sem að úrkoman kemur til ef tankur- inn er ekki lokaður. Þessi atriði þarf að kanna betur við okkar aðstæður. Varðandi uppgufun af ammóníaki frá tönkum sýna allar erlendar rann- sóknir að mun minni uppgufun er af köfnunarefni eftir því sem að mykj- an er þynnri, m.a. vegna þess að sýrustig mykjunnar hækkar töluvert mikið. Styrkleiki köfnunarefnis fer minnkandi þannig að heildarupp- gufunin verður mun minni. Eftir sem áður má beita ýmsum aðferðum til að draga úr uppgufun frá yfir- borðinu í tanknum. Meðal annars hafa menn notað hálm, einnig hafa verið reynd ýmis gerviefni og jafn- vel dúkar, en vænlegast virðist vera að setja eitthvað það efni sem til fellur á búinu og ekki hindrar dæl- ingu, t.d. úrgangshey, hálm eða torf. Þetta em atriði sem skoða þarf nánar ef þessi geymsluaðferð nær hér verulegri útbreiðslu. Lokaorð Sú athugun sem hér hefur verið greint frá er fyrst og fremst gerð til þess að reyna að feta okkur inn á nýjar slóðir varðandi meðhöndlun og geymslu búfjáráburðar. Erlendis er þróun varðandi þessa tækni mjög ör og gífurlegum fjármunum varið til þess að gera rannsóknir sem Freyr 9/98 — 11

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.