Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Síða 37

Freyr - 15.07.1998, Síða 37
Gœðakeðja frá búi að borði Ifræðigreinum um gæðastjómun er oft notuð myndlíking um mikil- vægi samfelldra gæða með tilvísun til svokallaðrar gæðakeðju. Það er tilvalið að horfa á framleiðsluferil kjötvara á þennan hátt, sérstaklega í ljósi þess að einstakir „hlekkir“ búa við mjög mismunandi aðstæður. Hér á eftir er ætlunin að fara í gegnum ferilinn með áherslu á hvemig mark- viss tenging einstakra verkþátta eykur líkurnar á viðunandi gæðum. Væntingar neytenda til matvæla eru fjölbreyttar, þó er krafan um að neysla þeirra sé ekki heilsuspillandi algjört gmndvallaratriði. Hlutaðeig- andi aðilum er nauðsynlegt að tryggja slíkt, þó að horft sé framhjá öðrum en jafnframt mikilvægum þáttum í að uppfylla þessar vænt- ingar. Með hlutaðeigandi aðilum er átt við: Lögbýli -> Sláturhús -> Kjötvinnsla -> Verslun -> Neytandi Til viðbótar má nefiia ýmsa birgja, flumingsaðila og þá eftirlitsaðila sem lögum samkvæmt gæta hags- muna neytenda. Fyrir tveimur árum varð breskur landbúnaður fyrir miklu áfalli þegar tengsl fundust milli svokallaðrar kúariðu og CJ sjúkdómsins. Þar kom í ljós að fólk hafði ekki trygg- ingu fyrir því að breskt nautakjöt væri ekki heilsuspillandi. Frá þeim tíma hafa hagsmunaaðilar á Bret- landi gripið til róttækra aðgerða til að endurvekja traust almennings á bresku nautakjöti. Einn mikilvægur þáttur í því er að bjóða upp á rekjan- leika vörunnar allt frá uppruna. Þetta er dæmi um tenginguna milli einstakra „hlekkja" í gæðakeðjunni. Allir verða að bera ábyrgð á sínum — eftir Jón Gunnar Jónsson framleidslustjóra SS ferlum og jafnframt að tryggja rekj- anleika gagnvart næsta aðila. Annað dæmi er alvarlegt tilfelli matarsýk- ingar á Skotlandi sem rakið var til söluaðila kjöts („butcher"). í því til- felli var lögð gífurleg áhersla á að finna ástæður sýkingarinnar og þá hvar hún átti upptök sín. Allir í þeirri keðju lágu undir grun á meðan rannsókn stóð yfir. I dag hafa þau fyrirtæki markaðslega yfirburði sem með gæðastjómun upplýsa neytend- ur um uppruna og virk gæðakerfi. Snúum okkur þá aftur til íslands og þess hvemig staðið er að því að tryggja gæði framleiðslu íslenskra kjötvara. Frumframleiðsla kjöts fer fram á lögbýlum í sveitum landsins. Búskapurinn byggir á aldalangri hefð sem þróast hefur með aukinni þekkingu og nýrri tækni. Hags- munafélög bænda stuðla meðal ann- ars að ræktun í samræmi við kröfur markaðar. Einn þáttur í því er að fá upplýsingar frá sláturhúsi um mat einstakra gripa ásamt öðmm skráð- um gögnum. Þannig nýta bændur niðurstöðumar til vals í ræktun. Sömu upplýsingar geta sláturleyfis- hafar nýtt sér til greiningar og mats á frammistöðu innleggjenda. Haustið 1996 tók SS í notkun nýtt tölvukerfi til útprentunar á mið- um fyrir kjötmat dilkakjöts á Sel- fossi. Ein af nýjungum þessa var að hefja skráningu á kenninúmeri til að auðkenna frá hvaða bæ einstakir dilkar eru. Með því skapast tækifæri til að sjá hvaðan skrokkurinn er, hvaða dag slátrun fór fram og hver þyngdin var við kjötmat. Til viðbót- ar koma fram upplýsingar um slát- urhús, kjötskoðunardýralækni og að sjálfsögðu kjötmatið sjálft. Þessar upplýsingar má síðan nýta þegar skrokkur er tekinn út úr frysti- geymslu nokkrum mánuðum síðar. Þetta hefur tíðkast lengur fyrir bæði nautakjöt og svínakjöt, enda magn minna og auðveldara að halda utan um það. Hver man ekki eftir því fyr- ir nokkmm árum er veitingahús í Reykjavík auglýsti að kjötið til- greind kvöld væri frá ákveðnum lögbýlum? Með því var skapað traust hjá neytendanum og bóndan- um falin hlutdeild í ábyrgð á gæð- um. SS hefur lagt aukna áherslu á þetta og gert tenginguna við bónd- ann sýnilegri. Svínakjöt hefur verið valið í ákveðnar vörutegundir eftir því hvaðan það kemur. Þetta á sér- staklega við notkun á svínakjöti í þurrpylsur (pepperoni og spægi- pylsu), en eðli svínafitu getur verið mismunandi eftir fóðrun og haft áhrif á endanlega vöru. Bændum er það ekki síður mikilvægt að fá raun- hæfar upplýsingar um frammistöðu sína til að bæta úr henni, ef þarf. Hér að framan var nefnt að upp- runamerking væri mikilvæg fyrir endumýjun trausts á bresku nauta- kjöti. Annað atriði sem erlendur kjötiðnaður hefur lagt gífurlega mikla áherslu á er mikilvægi innra eftirlits í samræmi við GAMES. Samkvæmt reglugerð er íslenskum matvælaframleiðendum skylt að hafa virkt innra eftirlit. Meðal þess sem SS lagði áherslu á við uppbygg- Freyr 9/98 - 37

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.