Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Síða 34

Freyr - 15.07.1998, Síða 34
ur til að dreifa svínaskít á. Þúsundir jarða sem áður voru heimili fjöl- skyldna hafa að undanfömu orðið staður fyrir úrgang. Svínahúsin eru e.t.v. notuð sem hjáleigur fyrir grísa- uppeldi, íbúðarhúsið er selt. Því fleiri jarðir sem þannig eru keyptar upp, því óhagkvæmari er lega lands- ins fyrir móðurbýlið og því meiri flutningur, m.a. af svínaskít, verður um þjóðvegina. Mér verður oft hugsað til þeirra sem lötra í bflum sínum á eftir trakt- orum með tankvagna í eftirdragi, kflómetra eftir kflómetra og bíða eftir að traktorinn beygi út af vegin- um. Eða fólkið í þorpunum sem hlustar á drunur traktoranna daginn út og daginn inn. Kannski kemur upp í huga ökumanna, sem sniglast áfram í bílum sínum, myndskreyttur bækiingur sem hann hefur séð, eða jörðin þar sem hann ólst upp eða heimsótti í fríinu sínu fyrrum. Ef þessi þolinmóði vegfarandi notar tækifærið og lítur í kringum sig og fer að skoða landslagið með- an hann bíður eftir að traktorinn fyr- ir framan hann beygi út af, þá getur hann séð marga og sífellt stærri svínaskítsgeyma sem prýða um- hverfið. Þetta eru áfangastaðir trakt- oranna með tankvagnana. Höfum vid gengid til góðs? Við höfum rætt hér í dag um siðferði í samskiptum við dýr. Hvað sem hver segir verður að horfast í augu við að við erum að meðhöndla lif- andi verur og gera okkur verðmæti úr þeim. Það er kannski undarlegt að segja það, en sjálf kæri ég mig ekk- ert um grísi. Og ég veit satt að segja ekki hve margir þeirra sem gagn- rýna landbúnaðinn mest, láta sér annt um þá? Það ætti því ekki að vera ástæða til að ætla að yfir neinu sé að kvarta um meðhöndlun þeirra? En vandamálið er e.t.v. í raun það að j sá grunur læðist að, að svínabænd- I umir sjálfir láti sér heldur ekki annt um þá. Þeir halda grísi vegna þess að þeir fá peninga fyrir það, peninga sem hafa að hluta orðið til vegna þess að í öðmm löndum hafa orðið slys og málin farið úr böndunum af því að þar gátu menn ekki haft stjóm á þróuninni. En það em líka til svínabændur sem halda ekki út að gegna starfi sínu, þeir þola ekki lyktina hvorki innandyra né utan. Þeir eru til sem kaupa sér annað íbúðarhús og flytja heimili sitt af jörðinni. Þar með er bóndinn, sem merkir upphaflega „búandinn“ ekki lengur búandi á jörðinni, heldur er hún vinnustaður eins og hver annar, af því að menn þola ekki aukaáhrifin af sinni eigin framleiðslu. Við höfum í dag rætt mikið um siðferði og umhverfi, en ég held að vandamál svínaræktarinnar séu víð- feðmari. Þau fjalla um það hvaða hugmyndir við gerum okkur um hugsjónafyrirbæri svo sem menn- ingu. Hvemig ávöxtuðum við arf okkar? Berum við virðingu fyrir því sem erum að gera hversdagslega? I huga mínum er enginn efi á því að sú fyrirferð sem umhverfi og heilbrigði hefur í huga okkar stafar af ótta. Það er ekki unnt að ýta hon- um frá sér og breiða yfir hann með því að halda því fram að þetta sé aðeins pólitískur ótti, þ.e. ótti sem oft er æði ómálefnalegur og slag- orðakenndur. Ástæða þess að umræðan um umhverfið og heilbrigði hefur gripið svona um sig er sú að hún kemur við j auman blett hjá þjóðinni. Það er að | renna upp fyrir fólki það sem við höfum bælt niður í áraraðir að frelsi merkir ekki að við getum bara gert það sem okkur sýnist. Skyndilega stöndum við gagnvart því sem máli skiptir í lífinu, okkar bíður að deyja, j hlutimir kosta sitt. Af þessu leiðir 1 óttann við, eða aðeins vaxandi óör- yggi yfir því, hvort okkur tókst að skapa verðmæti, eða eingöngu neyttum þess sem við tókum í arf og að það sem við látum eftir okkur sé meira drasl en verðmæti. Skömmin grípur okkur þegar við spyrjum: Notuðum við bara, neyttum við ein- ungis? Gleymdum við að bera virð- ingu fyrir hlutunum? Við upplifum með þjóðinni gífurlega mikla leit eftir raunvemlegum verðmætum. Hvað er okkur raunvemleg verð- mæti, spyr fólk? Er eitthvað sem er mikilvægara en annað eftir einhvem tíma? Hvað var það sem skipti ekki máli? Hver verða þau ummerki sem við skiljum eftir handa næstu kyn- slóð? Getum við horfst í augu við verk okkar? Fólk er óöruggt um sig og spyr sig þessa við ótal tækifæri, og spyr þar með einnig landbúnaðinn og um framleiðsluaðferðir hans. Bændur fyrr á tímum sýndu framsýni Landbúnaðinum ber skylda til, nú eins og þegar félag okkar var stofn- að (árið 1769), að hafa forystu í þessari umræðu. Það er ekki nóg að fylgja lögunum, það er ekki nóg að segja: Já, en við gerðum það sem við vorum beðin um. Ef menn vilja setja mark sitt á samtíð sína, ef menn vilja vísa veg- inn og ef mann vilja losa aðra við óöryggið þá verða menn sjálfir að taka málin í sínar hendur. Bændur fyrr á tímum vísuðu veginn með framsýni sinni til þess nútímaþjóð- félags sem við lifum nú í, það er óeðlilegt ef bændur nú á tímum rennur ekki blóðið til sögulegrar skyldu sinnar. Það er ekki nóg að vera framleiðandi. Það eru til sjón- armið sem eru því æðri.“ Svo mörg voru þau orð. Um þessar mundir ber hæst í umræðu um landbúnað víða um heim krafan um samkeppnishæfni sem nást skal með hagræðingu og aukinni fram- leiðni. Fáar þjóðir hafa náð þar lengra en Danir. Árangur þeirra í þessum efnum hefur þó sínar skuggahliðar eins og fram kemur hér að framan. Kjamann í hugsun Brittu Schall Holberg má e.t.v. best orða með kunnri setningu úr Biblí- unni. Því að hvað stoðar það mann- inn þótt hann eignist allan heiminn en fyrirgjöri sálu sinni? Matthías Eggertsson þýddi og endursagði. 34 - Freyr 9/98

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.