Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 19

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 19
milli fyrirtækja. Hópvinnukerfi er jafn heillandi samskiptamáti og það er vegna þess að það veitir fyrirtækj- um og einstaklingum tækifæri til að miðla upplýsingum og þekkingu í gegnum tímabelti, landsvæði og netkerfi. Það dregur saman sameig- inlega þekkingu sem finnst í ómót- uðum upplýsingabrunnum eins og ritvinnsluskjölum, tölvupósti og faxi. Fyrirtæki sem nota hópvinnu- kerfi sjá að þær hindranir sem áður voru á góðri hópvinnu falla um sjálfar sig“. (Úr notendahandbók GoPro frá Hugviti). Lotus Notes nýtist vel sem hóp- vinnukerfi, m.a. vegna öflugrar tækni við að spegla gagnasöfn á tveimur fjartengdum stöðum. Þetta gerir mögulegt að koma upp dreifð- um gagnasöfnum á mörgum stöð- um, sem eru spegluð reglulega í gegnum símakerfið. Þegar speglun er lokið er til nákvæmt afrit af gagnasafninu á tveimur stöðum. Meðan unnið er í Notes þarf ekki að vera beintenging fyrir hendi. Kerfið heldur utan um allar breytingar í gagnasafninu og sendir þær síðan yfir þegar gagnasöfnin eru spegluð. Þetta hefur þann stóra kost að enginn tími fer í hjá notendum að dreifa efni til annarra heldur sér kerfið um það sjálfkrafa. Brunnar Bændasamtaka íslands Gagnasöfn í Lotus Notes, sem hér er lýst að framan, hafa fengið nafnið brunnar á íslensku. Brunnar í Notes geta verið fjölmargir, allt eftir ósk- um hvers fyrirtækis. Nokkur fyrir- tæki hér á landi hafa sérhæft sig í gerð og aðlögun á brunnum í Notes fyrir íslensk fyrirtæki og skal þar helst nefna fyrirtækin Hugvit hf. og Nýheija hf. Ekki þarf mjög mikla tölvukunnáttu til að hanna eigin brunna til að meðhöndla skilaboð og skjöl. Þeir uppl^singarbrunnar sem Bændasamtök Islands hafa tekið í notkun eru eftirfarandi: • Mála- og samskiptabrunnur (Go- Pro) • Umfjöllunarbrunnur • Handbók landbúnaðarins Hér á eftir verður sagt frá þeim í stuttu máli og síðar verður farið í gegnum þá í tölvu. Mála- og samskipta- brunnur (GoPro) Fyrirtækið Hugvit hf. hefur samið sérstakan brunn, GoPro, fyrir skjala- og verkefnastýringu og skjalavörslu. Kerfið hlaut verðlaunin „Lotus Bea- con Award 1996 í Evrópu“ fyrir „The greatest impact on a customer business in Europe“. Einnig voru Hugviti hf. veitt verðlaun Nýsköp- unarsjóðs nýlega. Bændasamtökin nota GoPro til að halda utan um skjalastjómun, út- hlutun mála (erinda), stöðu mála og til að gefa yfirsýn yfir öll mál og samskipti sem Bændasamtökin, eiga við aðra og innan samtakanna. Go Pro kerfið var aðlagað þörfum Bændasamtakanna m.a. til að rúma félagatal þeirra. Með víðtækri notk- un starfsfólks Bændasamtakanna og búnaðarsambanda á kerfinu fæst m.a. mjög góð yfirsýn yfir öll sam- skipti við bændur landsins. Það er mikilvægt við mótun gæðastefnu og við útfærslu á henni. Auk heldur er brýnt að hafa gott yfirlit yfir öll vinnuferli við vinnslu mála með samræmdum hætti og á einum stað. GoPro kerfið er ómissandi hjálpar- tæki við að renna styrkum stoðum undir gæðastjómun þar sem kerfið auðveldar m.a. sjálfstæða liðsvinna, sjálfvirka skjalavörslu og safnar saman skjölum í síbreytilegan þekk- ingarbrunn. Umfjöllunarbrunnur Umfjöllunarbrunnur safnar saman og heldur utan um umræðu sem not- endur Lotus Notes kerfisins geta all- ir tekið þátt í. Hver notandi getur bryddað upp á umræðuefni sem aðr- ir geta síðan tekið þátt í óháð tíma og stað. Lýðræðisleg og opin um- ræða á sér stað og þekking um um- ræðuefnið safnast saman sem öllum nýtist við lausn vandamála. Handbók landbúnaðarins Með brunninum Handbók landbún- aðarins var ætlunin að búa til upp- lýsingabrunn um fagleg og hagnýt efni fyrir starfsfólk Bændasamtak- anna, búnaðarsambanda o.fl. Marga hefur dreymt um að safna saman öllu efni úr Handbók bænda, Ráðu- nautaritum, Búvísindum, Bænda- blaðinu, Frey o.fl. á einn stað og með samræmdum hætti. í stað þess að þurfa að fletta upp í mörgum bókum eða tölublöðum væri hægt að nálgast efnið á einum stað. Brunnurinn Handbók landbúnað- arins er einmitt þannig hugsaður og nú þegar er geysimikið efni komið inn í hann. Jafnframt faglegu efni eru í brunninum margs konar eyðu- blöð og töflur sem nýtast ráðunaut- um í daglegun verkefnum þeirra. Unnt er að hafa mismunandi sjónar- hom á greinar svo sem eftir efnis- flokkum, höfundum og efnisorðum. Starfsfólk getur síðan fest á viðbæt- ur við greinar með athugasemdum hvar sem þeir em staddir. Með Handbók landbúnaðarins er stigið stórt skref í að bæta aðgengi ráðu- nauta að faglegum fróðleik um land- búnað. Það efni sem brunnurinn geymir er síðan auðvelt og fljótlegt að halda við þannig að þar finnist ætíð nýjustu upplýsingar á hverjum tíma. Abyrgðarmenn verða settir yfir ákveðna efnisflokka og með sjálfstæðri liðsvinnu á þessi endur- nýjun efnis að eiga sér stað án mik- illar fyrirhafnar eða kostnaðar. Lokaorð f þessu erindi hef ég reynt að gera grein fyrir hópvinnu- og skjala- vörslukerfinu Lotus Notes og með hvaða hætti nýta má það við gæða- stjómun í leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins. Til þess að unnt sé að hrinda gæðastefnu í framkvæmd verður hún þó að vera fyrir hendi. Brýnt er að vinna að gerð hennar næstu misserum og búa til skýra framtíðarsýn fyrir leiðbeiningaþjón- ustuna alla. Framhald ú bls. 39 Freyr 3/98 - 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.