Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 36

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 36
fundið út hvort kúariðan hafi í upp- hafi orsakast af sauðfjárriðu eða hafi alltaf verið fyrir hendi í nautgripum en sjúkdómurinn hafi verið það sjaldgæfur að hans varð ekki vart fyrr en faraldurinn braust út. Orsakir faraldursins voru aftur á móti þær að sláturúrgangur af nautgripum var endumýttur í fóður nautpenings en vinnsluaðferð úrgangsins var ekki með þeim hætti að hún dygði til að gera óvirk óeðlilegu próteinin, (prí- onin), en þekkt er að þau eru óvenju hitaþolin. Nærri 170.000 tilfelli af kúariðu hafa komið upp í Bretlandi síðan hún greindist fyrst árið 1986. Far- aldurinn er hins vegar nú í örri rénun vegna banns sem sett var notkun fóðurs sem inniheldur sláturúrgang. Meðal meðgöngutími kúriðu í nautgripum er 4-5 ár, þess vegna ná mörg þeirra dýra sem alin eru sér- staklega til kjötframleiðslu einfald- lega ekki þeim aldri sem þarf til að mynda sjúkdómseinkennin. Til samræmis við það sýna útreikningar að til að ná þeim fjölda tilfella sem upp komu hafi ein milljón gripa verið smitaðir frá fyrri hluta níunda áratugarins og eftir það. Þar sem far- aldurinn er í jafn örri rénun og raun ber vitni mun það reynast mjög erfitt að ætla að fækka enn sýktum grip- um með slátrun án þess að þær að- gerðir sem til yrði gripið þyrftu að ná til milljóna gripa. Það var alltaf fræðilegur mögu- leiki á því að kúariða gæti borist í menn. Því var árið 1989 gripið til ráðstafana til verndar heilsu al- mennings sem síðan hefur verið fylgt eftir með sífellt strangari regl- um og nákvæmara eftirliti. Ráðstaf- anir þessar fela í sér að heili, mæna og garnir sláturdýra eru fjarlægð og fargað þar sem staðfest hefur verið að í þessum hlutum dýrsins finnast afbrigðilegu próteinin (smitberarn- ir) í langmestum mæli. Arið 1990 var settur á laggirnar eftirlitshópur sem ætlað var að fylgjast með út- breiðslu Creutzfeldt-Jakobs (CJ) sjúkdómsins í Bretlandi. Sérstak- lega var fylgst með bændum, dýra- læknum og starfsfólki sláturhúsa þar sem þessir starfshópar voru í mestri nálægð við hugsanlega sýkt dýr og vakti fjöldi CJ tilfella á tímabilinu 1990-96 meðal bænda nokkurn ugg. En nú er það staðfest að þau tilfelli voru ekki tengd kúariðu á neinn hátt. Árið 1995 gerist það svo að tveir unglingar látast af völdum CJ, hinn fyrri í maí en hinn seinni í október, en það hafði aldrei áður gerst að ungmenni dæju af völdum CJ sjúk- dómsins. Næstu mánuði á eftir komu fram fleiri tilfelli af CJ þar sem hlutfallslega ungt fólk (þ.e. yngri en 42 ára) kom við sögu. Þetta leiddi svo til þess að bresk stjóm- völd sendu frá sér tilkynningu 20. mars 1996 þess efnis að 10 greind tilfelli af CJ meðal fólks undir 42 ára aldri væru sennilega af völdum kúariðu sem borist hafi til manna með neyslu á nautakjöti fyrir bannið sem sett var 1989. Tilkynning þessi var birt áður en fyrir lágu vísinda- legar sannanir um að áðumefnd til- felli stöfuðu í raun af neyslu á sýktu nautakjöti. 1 kjölfarið fylgdu yfirlýsingar og aðgerðir stjórvalda og hagsmuna- samtaka sem margar hverjar stöng- uðust á og urðu til þess að kúariðu- málið varð að fári þannig að allt ætl- aði um koll að keyra. Breska heil- brigðisráðuneytið reyndi að klóra í bakkann og sendi frá sér tilkynningu þess efnis að engar vísindalegar sannanir væm fyrir því að kúariða gæti borist í menn með nautakjöti. Þáverandi landbúnaðarráðherra til- kynnti unt bann við notkun sláturúr- gangs til fóðrunar búfjár og að naut- gripum, sem kæmu til slátrunar eldri 30 mánaða, skyldi fargað í heilu lagi. Formaður ráðgjafanefndar stjómvalda í kúariðumálinu sagði að nýju CJ tilfellin 10 gætu verið upp- haf faraldurs en að það væri jafn lík- legt að tilfellin yrðu bara nokkur í viðbót og að áhættan við það að neyta nautakjöts árið 1996 væri „mjög lítir. Þetta gerðist allt hinn 20. mars 1996. Næstu daga setti * Þessi málsgrein er ekki hluti af erindinu heldur bætt við til nánari útskýringa og upprifjunar. ESB útflutningsbann á breskt nauta- kjöt, bresku neytendasamtökin sögðu almenningi að eina leiðin til að forðast kúariðu væri að borða ekki nautakjöt, allar stærstu skyndi- bitakeðjurnar (MacDonalds, Burger King, Wendy's o.fl.) hættu að nota breskt nautakjöt og meira en 10.000 skólar tóku nautakjöt af matseðlin- um (Farmers Weekly, mars-apr.)*. Tilkynning bresku ríkisstjórnar- innar vakti upp þrjár spurningar hjá þeim vísindamönnum sem störfuðu við rannsóknir á kúariðu. Svarið við fyrstu spumingunni er nú vitað, þ.e. að nvCJ er í raun kúariða í mönnum. Til þess að komast að þessu þurftu menn að skoða eiginleika þessa óeðlilega próteins sem safnast upp í báðum sjúkdómstilfellunum. Þetta próteinsamband hefur þol gegn meltingarhvötum þar sem heilbrigt prótein myndi leysast fullkomlega upp. Við snertingu meltingarhvata „sjúka“ próteinsins verða til þrjár sameindakeðjur og hefur hver þeirra mismunandi margar sykursameindir áfastar. Með þessum hætti var hægt að sýna fram á að nvCJ sjúkdómur- inn er ólíkur þeim CJ sem þekktir voru til þessa. En þetta leiddi líka annað í ljós, nvCJ próteinið hefur sömu sykuruppbyggingu og kúriðu próteinið. Þessar niðurstöður voru nú nýlega staðfestar af tveimur rannsóknarstofnunum, þ.e. nvCJ og kúariða hafa sömu meinafræðilegu fingraförin, þetta þýðir eins og áður hefur komið fram að nvCJ er kúa- riða í mönnum. Önnur spumingin laut að því hver smitleiðin væri sem var þess valdandi að fómarlömb nvCJ sýkt- ust? Margar kenningar eru á lofti en líklegast er að fólkið hafi smitast við það að borða matvæli unnin úr inn- mat nautgripa fyrir bannið árið 1989. Nýlega greindist kona sem verið hefur grænmetisæta í 11 ár með nvCJ. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að hún hafi smitast af sjúk- dómnum áður en hún gerðist græn- metisæta. Rannsóknir sýna að aðrar afurðir nautgripa, eins og mjólk og Framhald á bls. 38 36 - Freyr 9/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.