Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1998, Qupperneq 29

Freyr - 15.07.1998, Qupperneq 29
af næringarefnajöfnuðinum kemur fyrir að hann verði neikvæður. Það er við aðstæður eins og þegar frjó- söm tún eru rifin upp samtímis með að áburðargjöf er stillt verulega í hóf endurræktunarárið. Þá hefur losnað mikið af næringarefnum í jarðvegin- um sem verða aðgengileg fyrir sáð- gresið. Skráð innstreymi næringar- efna verður þá lægra en útstreymi. Samtímis eykst mjög sennilega nær- ingarefnatap með útskolun (þrátt fyrir neikvæðan jöfnuð) en stærð þess ræðst mjög af hvernig haldið er á málum við endurvinnsluna. Ef litið er á framleiðni eða fram- leiðslu ræktunarinnar í 3. töflu þá er hún mjög svipuð eða heldur lægri en áætluð var fyrir 12 kúabú í Eyjafirði (Þóroddur Sveinsson 1998). Hins vegar ef hún er borin saman við Dan- mörku að þá er hún um 60-70% af því sem þar þekkist (Studielandbrug í Danmörku 1997, óbirtar niðurstöð- ur). Þetta er að sjálfsögðu fyrst og fremst af landfræðilegum ástæðum. Nýting eða skil N og K í afurðum er aftur á móti svipuð eða hærri í Eyjafirði heldur en í Danmörku en nýting P talsvert lægri. I Evrópu er talið mögulegt að bæta nýtingu P og K þannig að hún verði nálægt 100% (t.d. Vereijken 1992). Hér á landi ætti þetta að vera mögulegt með K en það er umdeilanlegra með P. Þó er líklegt að hægt sé bæta nýtingu fosfórs verulega á Islandi með sértækum aðgerðum. Lagerreikningarnir er mikilvægir til þess að skrá fóðurnotkun annars vegar og mykjunotkun hins vegar. Þar er skráð tap sem hvorki tilheyrir bústofns- eða ræktunarreikningi. Mykjureikningurinn er sérstak- lega mikilvægur til þess að halda utan um mykjuframleiðsluna og notkunina. Nauðsynlegt er að gera upp reikninginn í hvert sinn sem tekið er af birgðunum. Nákvæmni birgðahaldsins er háð nákvæmni bú- stofnsreikningsins eins og fyrr hefur verið getið um. Tap (jöfnuður) á mykjulager er fyrst fremst vegna ammóníum útstreymis. Innstreymi frá fóðurlager kemur fyrst og fremst frá ræktunarreikn- ingnum (uppskeran) en einnig frá búsreikningnum (aðkeypt fóður). | Hér er sérstaklega mikilvægt að skrá birgðastöðu í lok og upphafi inni- stöðunnar sem nákvæmast. Með því j að reikna út fræðilegar fóðurþarfir bústofnsins og „raunverulega" fóð- umotkun samkvæmt birgðaskrán- | ingum má reikna út s.k. fóðurnýt- ingarstuðul. Þessi stuðull getur gef- | ið upplýsingar um nákvæmni birgðahaldsins og trúverðugleika bókhaldsins yfir höfuð. Þess vegna er það fyrirhafnarinnar virði að reikna hann út. Tap eða jöfnuður fóðurlagers er vegna skemmds fóð- | urs sem ekki hefur verið nýtt. Umræður Hér hefur verið lýst aðferðum við gerð og framsetningu á næringar- efnabókhaldi. Bókhaldið gerir ráð j fyrir kerfisbundinni skráningu á birgðum, bústofni og uppskeru, j ásamt vel skipulagðri sýnatöku og efnagreiningum af heimafengnu fóðri. Margar þessara upplýsinga em þegar fyrir hendi í skýrsluhaldi og í búreikningum, á kúabúum. Með búsreikningi og útreikningi á fóðumýtingu getur bóndinn áttað ; sig á hvort þörf sé á að endurskoða fóður- eða áburðaráætlanir. Ovenju lágur fóðumýtingastuðull og hár búsjöfnuður getur bent til þess að hægt sé að spara umtalsvert aðkeypt næringarefni. I öðrum tilvikum get- ur virkt bókhald komið í veg fyrir að skortur á næringarefni, eins og t.d. K, dragi umtalsvert úr uppskeru. Á Möðruvöllum hefur bókhaldið bent á kalí „leka“ sem varð til þess að áburðaráætlunum var breytt. Bók- haldið benti einnig til þess að efna- styrkur mykjunnar væri kerfisbund- ið vanáætlaður þannig að óþarflega mikið var borið á af tilbúnum áburði með mykju og ljóst er að svo er einnig á fleiri búum. Bókhaldið dregur fram þá stað- reynd að mesta efnatap búsins er í gegnum áburðinn. Sennilega eru áburðaráhrif mykjunnar oftar en ekki vanmetin en einnig má bæta vemlega aðferðir við dreifingu á mykju víðast hvar. Við gerð áburð- aráætlana virðast bændur taka vem- lega tillit til nýtanlegs kalís í mykj- unni, minna til köfnunarefnisins og alls ekki til fosfórsins. í lokin verður að taka fram að enn er engin reynsla komin á notkun svona bókhalds hérlendis. Umræða meðal búfræðinga á Islandi um raunverulegt notagildi þess hefur heldur ekki farið fram. Það er engu að síður von mín að næringarefna- bókhaldið sem hér er kynnt sé inn- legg í umræðuna um raunhæfar leið- ir til þess að bæta nýtingu næringar- efna og þá sérstaklega í áburðinum. Þakkarorð Þetta verkefni er hluti af starfsnámi höfundar í Danntörku sem var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Nordisk Forskarakademiet (NorFA) og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Heimildir Aarts H.F.M. Biewinga E.E. & Van Keulen H. 1992. Dairy farming systems based on efficient nutrient management. Netherlands Joumal of Agricultural Science 40, 285-299. Bacon S.C., Lanyon L.E. & Sclauder Jr. R.M. 1990. Plant Nutrient Flow in the Managed Pathways of an Intensive Dairy Farm. Agronomy Joumal 82: 755-761. Sveinsson Th„ N. Halberg & I.S. Kristen- sen. 1998. Problems associated with nutrient accounting and budgets in mixed farming systems. Mixed Farm- ing Systems in Europe. Workshop Pro- ceedings, Dronten, The Netherlands, 25-28 May 1998, Landbouwuniversi- teit Wageningen, 135-140. Vereijken P. 1992. A methodic way to more sustainable farming systems. Nether- lands Joumal of Agricultural Sciense 40, 209-223. Weissbach F. & Emst P. 1994. Nutrient budgets and farm management to re- duce nutrient emissions. Proc. 15th General Meeting of Environmental Grassland Federation, 343 - 359 Þóroddur Sveinsson 1997. Búreksturinn á Möðmvöllum í Hörgárdal. Freyr 93: 394-402. Þóroddur Sveinsson 1998. Næringarefna- bókhald fyrir kúabú. Ráðunautafundur 1998. Bændasamtök íslands, Bænda- skólinn á Hvanneyri og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, 124-140. Freyr 9/98 - 29

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.