Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 38

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 38
ingu á innra eftirliti í kjötvinnslu fyrirtækisins var lotumerking allra framleiðslulota. Brugðist er við at- hugasemdum um einstakar fram- leiðsluvörur með því að rekja fram- leiðslulotuna. Unnt er að sjá hvemig lotan var metin á mikilvægum eftir- litsstöðum og leita hugsanlegra skýringa á frávikum. A þann hátt er virkni kerfisins einnig metið. Vandamálið við umfangsmikla framleiðslu er að ein framleiðslulota inniheldur margar einingar sem blandast eða „ruglast“ saman og tapa þannig uppruna sínum. Tengja verður lotuna við hráefnið ef slíkt er mögulegt, en að öðrum kosti að staðfesta og skrá að það sé innan viðmiðunarmarka til frekari úr- vinnslu. Mikilvægt er að frávik séu rétt greind til að úrbótum verði kom- ið við. Það hefur reynst erfitt að halda rekjanleikanum, fyrir unnar kjötvörar, alla leið frá framfram- leiðslu til neytenda. Þó era þess dæmi eins og áður hefur komið fram. SS ákvað í samvinnu við bændur sem vottaðir eru með „sértækt gæða- stýrða framleiðslu í sauðfjárrækt" að markaðsetja kjötið þeirra með uppranamerkingu á neytendapakkn- ingum. Vöttað kjöt er auðkennt með merktum grisjum í frystigeymslum, en þar sem magn frá einstökum bændum er lítið hefur verið gripið til þess ráðs að lesa af kjötmatsmiðum merkingu lögbýlis við úrvinnsluna. Þannig era hálfir dilkaskrokkar (vistvænir) merktir frumframleið- endum á verðmiðum. Neytendur geta valið kjötið út frá því hvaðan það kemur bæði hvað varðar lögbýli og kjötvinnslu. Sambærilegt gildir fyrir lífræna framleiðslu, en magn hennar er óverulegt í dag. Rekjanleiki er ekki lausnarorð þó svo að það skapi aðhald og byggi upp traust. Reynslan hefur sýnt að ábyrgð sláturleyfishafa og kjötiðn- aðar er mikil og oft endanleg þrátt fyrir aðild annarra að framleiðslu- ferlinum. A undanfömum áram hef- ur áherslan á samstarf aukist. Samn- ingar við bændur, þar sem skilyrtar kröfur eru gerðar til framleiðslunn- ar, era dæmi um það. Fyrir sauðfjár- slátrun fyrr á þessu ári tók SS ein- ungis við innleggi frá bændum sem undirrituðu samning um aðbúnað og ræktun í samræmi við fyrirmæli SS og stóðust úttekt fulltrúa fyrirtækis- ins. I þessu fólst bæði eftirlit og ekki síður fræðsla um hvaða skilyrði markaðurinn gerir til þessarar óhefðbundnu framleiðslu. Erfiðara er að fást við eftirlit af þessu tagi í hefðbundinni sláturtíð, vegna fjölda innleggjenda. Það er augljóst að kjötvinnslum er ómögulegt að búa til vörar sem uppfylla gæðakröfur nema hráefnið standist sömu kröf- umar. Þannig er eðlilegt að gera kröfu um innbyggð gæði og leita allra leiða til að tryggja þau. Hingað til hefur verið fjallað um tengingu hlekkja í gæðakeðjunni frá búi að úrvinnslu. Eins og fram hefur komið ber kjötvinnslan oft „endan- lega“ ábyrgð á framleiðslunni. Því er þessum aðilum nánast ekkert óviðkomandi á ferlinum til neytand- ans. Afskipti SS era meðal annars í tengslum við flutninga og smásölu- verslun. Oftast byggir það á sam- vinnu aðila sem hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Eitt atriði í því er til dæmis að kælikeðja matvöru sé hvergi rofin. Eftirlit með kælibúnaði og skráning hitastigs er notað til að fylgjast með hvort hætta sé á skertu geymsluþoli matvæla. Brugðist er við frávikum með viðhlítandi að- gerðum. Til að ítreka mikilvægi samvinnu og virkrar gæðastjómunar má nefna sölu á einum vinsælasta skyndibit- anum hérlendis, SS vínarpylsu eða „Einni með öllu!“ Hlutverki SS er Prion-sjúkdómar Framhald afbls. 36 mjólkurvörur, eru ekki mögulegar smitleiðir fyrir nvCJ. Þriðja og síðasta spumingin er hve mörg nvCJ tilfellin muni verða? Því miður er enn ekki unnt að segja nokkuð um það. Fram til þessa hefur 21 tilfelli greinst í Bretlandi og eitt í Frakklandi. Tilfellum er ekki að fjölga og er það nokkur huggun. Það sem mestu ræður um endanlegan ekki lokið við afhendingu á pökkuð- um pylsum í söluturn. Neytandinn er að kaupa „Eina með öllu,“ óháð því hvar hún er seld og krefst þess að varan uppfylli væntingar. Það að pylsan liggi í pottinum hálfan dag- inn, brauðið sé gamalt eða hreinlæt- inu ábótavant, skrifast á SS sem óviðunandi frammistaða. Til að bregðast við þessu hefur fyrirtækið gefið út gæðahandbók pyslusalans, þar sem línumar era lagðar til að standast væntingamar. Með þessu er komið á fót samvinnu og hringnum lokað til að tryggja gæðin. Trygging gæða frá haga til maga á að hafa hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Hér að framan hefur ver- ið fjallað um mikilvægi þess að fylgjast með þeim þáttum sem hafa áhrif á gæði endanlegra vara. Sér- stök áhersla hefur verið lögð á hvernig unnt er að tengja saman ein- staka hlekki gæðakeðjunnar, bæði til að fylgjast með og greina frávikin og ekki síður til að hafa gæðin inn- byggð alla leið. Vitund hlutaðeig- andi aðila um væntingar neytenda, hefur sífellt verið að aukast. Þegar horft er til samanburðar við erlenda aðila er það mitt mat að við getum fyllilega staðist þann samanburð varðandi gæðaþáttinn. Útdráttur úr erindi fluttu á Málþingi um matvœli sem fram fór 14 maí 1998 á Hótel Loftleiðum. Höfundur lauk námi í vélaverkfrœði frá HI 1985. Stundaði framhaldsnám í rekslrarverkfræði við DtH í Kaup- mannahöfn til ársins 1987. Hóf störf sem framleiðslustjóri SS 1988. fjölda tilfella, sem munu greinast, er meðgöngutími nvCJ. Eins og staðan er nú er ekki unnt að reikna út hver meðgöngutími sjúkdómsins er hjá mönnum né heldur hve mikið magn af sýktu próteini þarf til að sýkja eina manneskju. Verið er að þróa að- ferðir sem eiga að geta sagt til um hver þróunin mun verða en eins og er rikir alger óvissa um hvort til- fellum mun fjölga og þá hve mikið. Olafur Hjalti Erlingsson þýddi 38 - Freyr 9/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.