Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1998, Qupperneq 14

Freyr - 15.07.1998, Qupperneq 14
Model 20H LAGOON MIXER 20 feta langur armur með skrúfu á endanum. Þessi armur er búinn vökvalyftu og hentar vel í stórum og djúpum tönkum sem og niðurgröfnum. MALGAR SIDESTIRRER Stutturfastur armur sem Tvcer átgáfur af hrœribúnaðí sem notaður er til að hrœra upp í mykjunni eftir þötfum. flytjanda tanksins. Sá tankur er 422 m3 að stærð. Hann er fylltur um rör sem kemur upp í botni hans. I hon- um er föst skrúfuhræra. Aðeins er steypt undirstaða fyrir hræribúnað og hugsanlega þaksúlu í miðju tanksins. Stáltankamir em gerðir til þess að standa ofanjarðar. Jarðvegsfyll- ing að þeim kemur ekki til greina. Þá má fá í ýmsum stærðum, bæði hvað snertir þvermál og hæð. Sá tankur sem reistur var á Hvanneyri er framleiddur af fyrirtækinu Malg- ar, innflytjandi er Vélaval í Varma- hlíð, Skagafirði. Vinna við uppsetningu tanksins og frágang lagna reyndist 255 vinnustundir, fyrir utan jöfnun á undirlagi. (Grétar Einarsson) Sú vinna getur að sjálfsögðu verið mjög mismikil eftir aðstæðum. Steyptir tankar Tankar gerðir úr steinsteyptum ein- ingum, sem raðað er saman á steypta botnplötu, eru einnig mjög algengir erlendis. Veggeiningamar em settar saman í sérstöku falsi sem eftir upp- setningu er þétt með fúgukítti. Stál- gjarðir eru strengdar utan um vegg- einingamar til að halda þeim saman. Uppsetning þessara tanka er fljótleg þegar botnplata hefur verið steypt, en hafa þarf krana til þess að lyfta veggeiningunum. Tankar sem gerðir em úr steinsteyptum einingum eða steyptir á staðnum geta hvort sem er verið að öllu leyti ofanjarðar eða niðurgrafnir að hluta. Erlendis er al- gengast að þeir standi 1-2 metra upp úr jörð. Ef þeir eru grafnir dýpra niður verður að setja grindverk eða girðingu ofan á þá öryggis vegna. Mengun frá mykjutönkum Lyktarmengun frá opnum mykju- tönkum virðist vera hverfandi lítil. Að minnsta kosti á þetta við um tanka við fjós. Kúamykjan hagar sér þannig í tanknum að ofan á hana myndast yfirborðsskán. Ef fyllt er í tankinn neðan frá helst yfirborðs- skánin óhreyfð þar til farið er að hræra upp í tanknum. Uppgufun frá mykjunni ætti því að vera hverfandi lítil. Nokkuð annað gildir um svína- mykju. A hana myndast síður yfir- borðskán heldur hefur mykjan til- hneigingu til að aðskilja sig þannig að botnlagið verði þykkara og það þunna flýtur ofan á. Samt sem áður er uppgufun frá svínamykjutönkum yfirleitt ekki talin vandamál erlendis. Umhverfis mykjutanka sem standa ofanjarðar er oft komið fyrir sérstakri drenlögn, sem leidd er í safnbrunn. Þessi lögn tekur við hugsanlegum leka frá tanknum og auðvelt er að fylgjast með málum í safnbrunninum og gera viðeigandi ráðstafanir ef eitthvað óvænt kemur upp á. 14 - Freyr 9/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.