Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 39

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 39
Gæðastjórnun Framhald afbls. 19 Verkfærin eru þó fyrir hendi og til þjónustu reiðubúin. Lotus Notes kerfið og brunnar þess henta vel til þess að fylgja eftir gæðastefnu inn- an fyrirtækja, eins og ég hefi lýst hér á undan. Lotus Notes kerfið er þó ekki venjulegt tölvuforrit svo sem Microsoft Word eða Excel. Með notkun þess þurfa notendur að til- einka sér alveg nýjan og agaðri hugsunarhátt í meðhöndlun verk- efna og skjala. Og það er einmitt þessi nýju vinnubrögð sem hvetur starfsfólk til að beita aðferðum gæðastjómunar. Lotus Notes og gæðastjómun eiga því það sameig- inlegt að bæta gæði og jafnframt ekki síður að tryggja gæði, stuðla að hópvinnu, bæta verkefnastýringu og auðvelda skjalastýringu. Og síðast en ekki síst stuðlar það að markvissari vinnubrögðum allra til að ná settum markmiðum fyrir heildina. Kunnátta og vinna alls starfsfólk við úrlausn mála býr til sameiginlegan þekkingarbrunn fyr- l\læringarefni í jarðvegi Framhald af bls. 23. 1000 tonnum /km2 og þar af áætlar hann að 77% megi rekja til veðrun- ar. Það samsvarar losun og útskolun á 770 kg/ha á ári. Hluta þessarar los- unar má rekja til jarðvegs. Þó að ein- ungis 200 til 400 kg/ha af uppleyst- um efnum glatist árlega úr jarðvegi er það samt stærð sem taka þarf tillit til. Athuga ber að auk næringarefn- anna kalsíums, magnesíums kalís og natríums losnar mjög mikill kísill (Si) og fleiri efni glatast úr jarðvegi. Eina athugunin sem hefur verið gerð á tapi á efnum úr íslenskum jarðvegi er á framræstri mýri á Hesti í Borgarfirði (1). Efnamagn í aðrennsli og í frárennsli var mælt auk nokkurra rennslismælinga. Því miður nægja þessar athuganir ekki til uppgjörs en ætla má að tap á Ca, Mg, og Na sé milli 100 og 500 kg/ha alls á ári úr þessari framræstu mýri. I prófritgerð sinni reiknaði Uschi Scheibe (7) út tap á efnum úr móa- jörðinni á fyrrnefndum melum fyrir ofan Fossa í Skorradal. Hún notaði zirkon (Zr) sem stöðugt frumefni sem hvorki veðrast né skolast út. í ljós kom að heildartap á Ca, Mg, Na og K frá því að jarðvegsmyndun hófst er 300 til 400 tonn/ha. Hversu lengi jarðvegurinn hefur verið að myndast og hversu mikið tapast ár- lega er erfitt að segja um. Til samanburðar er tap með út- skolun úr jarðvegi í Þýskalandi mjög breytileg eftir aðstæðum. Árlegt tap af ræktuðu landi er oft (3): Kalsíum (Ca) 30-200 kg/ha, magnesíum (Mg) 2-20 kg/ha og kalíum (K) 20-50 kg/ha. Áuk þess skolast úr jarðvegi af hinum aðalnæringarefnunum; fosfór (P) innan við 0,3 kg/ha og köfnun- arefni (N) 5-100 kg/ha. Lokaorð Jarðvegur geymir ótrúlega mikið af næringarefnum og virðist þetta mikla magn í fljótu bragði ekki skipta vist- kerfí landsins miklu máli. Því fer þó fjarri. Til lengri tíma litið er forði næringarefna ómetanleg auðlind. Árlega losnar örlítið brot þessa forða og getur nýst gróðri en einnig skolast efni í gegnum jarðveginn og glatast með vatnsföllum á haf út. Á óábornu landi er losun úr forða mik- ilvægasti gjafi næringarefna annarra en köfnunarefnis og brennisteinis. Áhrif ræktunar og áburðar eru margvísleg. Annars vegar safnast upp næringarefni eins og fosfór í jarðvegi. Heildarumsetning næring- arefna eykst sem hefur jákvæð áhrif á frjósemi landsins sem geta haldist mjög lengi. Hins vegar getur útskol- un aukist vegna framræslu og lækk- unar á sýrustigi. Þá gengur á veðran- legan forða mikilvægra efna eins og irtækisins, sem verður mikilvæg auðlind þess. Eg er þess fulviss að ef mótuð er vönduð gæðastefna og Lotus-Notes kerfið er notað sem verkfæri við gæðastjómun á leiðbeiningaþjón- ustan glæsta framtíð fyrir sér. Heimildir: Gæðastjómun, Gæðastjómunarfélag Is- lands. Leiðir í gæðastjómun, Runólfur Smári Seinþórsson, Framtíðarsýn, 1993. Notendahandbók GoPro, Hugvit, 1997. Teach yourself Lotus Notes 4, Bill Kreisle, MIS Press, 1996. magnesíum og e.t.v. einhverra snefil- efna, en um þau skortir upplýsingar. Það magn efna sem berst með ösku, áfoki og árennsli og það magn sem losnar við veðrun og tapast með útskolun er væntanlega mun meira og mikilvægara fyrir frjósemi jarð- vegs og vistkerfi landsins en flestir gera sér grein fyrir. Heimildir 1. Friðrik Pálmason, 1980. Efnamagn f vatni í aðrennslislækjum og frárennslis- skurðum í Hestmýrinni. I Rannsóknir á mýrlendi IV, Fjölrit Rala 67: 25-44. 2. Magnús Oskarsson og Matthías Egg- ertsson, 1991. Áburðarfræði. 2. útgáfa. Búnaðarfélag Islands 3. Scheffer/Schachtschabel, 1992. Lehr- buch der Bodenkunde. 13. Auflage. Ferdinand Enke Verlag, Stuttgart. 4. Schröder, D. 1984. Soils - Facts and Concepts -. Intemational Potasch Insti- tut, Bem. 5. Sigurður Gíslason og Stefán Amórsson 1988. Efnafræði árvatns á íslandi og hraði efnarofs. Náttúmfræðingurinn 58: 183-197. 6. Sigurður Gíslason 1993. Efnafræði úr- komu, jökla, árvatns, stöðuvatna og gmnnvatns á íslandi. Náttúmfræðing- urinn 63: 219-236. 7. Uschi Scheibe, 1990. Standorteigen- schaften islándischer Andosols und Regosols unter Grúnland. Diplomar- beit, Universitát Hohenheim. 90 bls. (óbirt). 8. Þorsteinn Guðmundsson, 1994. Jarð- vegsfræði. Búnaðarfélag íslands. Freyr 9/98 — 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.