Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 6

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 6
Minning hjóna Jóhanna Ingvarsdóttir og Árni Jónasson fyrrverandi bóndi og erindreki Stéttarsambands bænda Arni Jónasson, fyrrverandi er- indreki Stéttarsambands bænda, var fæddur á Grænavatni í Mývatns- sveit 26. september 1916, sonur hjónanna Jónasar Helgasonar bónda þar og Hólmfríðar Þórðardóttur frá Svartárkoti. Föðurfaðir Áraa var Helgi Jónsson bóndi á Grænavatni, einn hinna þekktu Skútustaðabræðra, en þeir voru auk hans sr. Ami pró- fastur á Skútustöðum, Sigurður í Yztafelli og Hjálmar á Ljótsstöðum í Laxárdal. Móðurfaðir Áma var Þórður Flóventsson bóndi í Svartár- koti og víðar, einkum þekktur fyrir frumkvæði í fiskrækt og klakmál- um. Jónas á Grænavatni var þekktur fyrir störf að tónlistarmálum, organ- isti í Skútustaðakirkju og kórstjóri í Mývatnssveit og víðar. Árni var elstur fimm systkina. Næstur honum að aldri var Þórodd- ur, lengi læknir á Breiðumýri en síð- ar á Akureyri, einnig þekktur fyrir miklar tónlistargáfur og mjög fjöl- fróður um þau mál. Þá Helgi bóndi á Grænavatni sem verið hefur í for- ystu í búnaðarmálum héraðsins. Yngstar voru tvíburasystumar Kristín, sem lengi var ritari hjá Kís- iliðjunni í Mývatnssveit, og Jakob- ína húsfreyja á Hvanneyri. Jóhanna Ingvarsdóttir var fædd á Núpi í Öxarfirði 13. apríl 1916. Foreldrar hennar voru Ingvar Sigur- geirsson bóndi á Undirvegg í Keldu- hverfi og víðar og Sveinbjörg Valdi- marsdóttir, ættuð úr Vopnafirði. Jó- hanna var elst sjö systkina en þau vom Óskar bóndi á Meiðavöllum í Kelduhverfi, látinn fyrir fáum árum, Kristín húsmóðir og kaupkona á Akureyri, Svanhvít húsfreyja á Syðri-Skál í Köldukinn, Ragnheiður lengst af húsfreyja á Raufarhöfn, Baldur verkamaður á Húsavík og Auður ritari og húsfreyja í Reykja- vík. Jóhanna réðst ung í vistir á bæj- um í Kelduhverfi en einnig á heimil- um á Húsavík og á Akureyri. Sum- arið 1939 réðst hún sem kaupakona að Grænavatni þar sem þau kynnt- ust, Ámi og hún, og bundust tryggð- um. Áður en þau gengu í hjónaband 11. júní 1941 sótti Jóhanna hús- mæðraskóla á Isafirði. Þeim Jóhönnu og Áma varð tveggja sona auðið en þeir em Am- aldur framhaldsskóla- og ökukenn- ari í Garðabæ, kvæntur Ólínu J. Halldórsdóttur og eiga þau tvö böm, og Ingvar Helgi háskóla- kennari í Reykjavík og er kona hans Christa Áma- son. Þau eiga einnig tvö böm. Jóhanna bjó lengi við skerta heilsu en hin síðari ár átti hún við ban- vænan sjúk- dóm að stríða. í þeim erfiðleik- um, ekki hvað síst, kom sam- staða, gagn- kvæm um- hyggja og sam- e i g i n 1 e g u r styrkur þeirra Áma glöggt í ljós. En eins og heilsu Jóhönnu var háttað kom það meira í hlut Áma að hjúkra og styðja. Fráfall Áma hinn 12. mars sl. kom þeim er til þekktu að óvömm og varð þeim þá hugsað til Jóhönnu sem nú hafði misst sína sterkustu stoð. Aðskilnaður þeirra varð þó að- eins fáir dagar því að Jóhanna, sem komin var á sjúkrahús, andaðist að- eins fjóram dögum síðar, hinn 16. mars. Þau hjón vom borin saman til grafar eftir kveðjuathöfn í Foss- vogskirkju 23. mars. Með Árna Jónassyni frá Græna- vatni er genginn einn hinn hugþekk- asti og dyggasti samverkamaður okkar sem lengi höfum starfað í 6 - Freyr 9/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.