Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.07.1998, Qupperneq 20

Freyr - 15.07.1998, Qupperneq 20
Nœringarefni í jarðvegi - | Binding, ferli og forði - Inngangur Á seinustu árum hefur umræða um útskolun næringarefna úr ræktunar- jörð og mengun frá landbúnaði ver- ið mikil í nágrannalöndum okkar og búskaparhættir eru í æ ríkari mæli að færast yfir í svokallaðan „vist- vænan landbúnað", þar sem mark- vissrar efnanotkunar er krafist. Smærri í sniðinu en áberandi í al- mennri umræðu er hin svokallaða lífræna ræktun, en í lífrænni ræktun er notkun á auðleystum tilbúnum áburði ekki leyfð. Hvort sem um er að ræða tap næringarefna með útskolun, bind- ingu í jarðvegi eða nýtingu næring- arefna jarðvegsins í hefðbundinni, vistvænni eða lífrænni ræktun, þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir magni og hegðun þeirra í jarðvegin- um. I þessari grein er fjallað um magn og ferli næringarefna í jarð- vegi. Síðar verður komið að áburð- eftir Þorstein Guð- mundsson \ Ár jarðvegs- fræðing arnotkun í hefðbundnum, vistvæn- um og lífrænum landbúnaði auk þess sem áhrif frjósemi jarðvegs á val á ræktunarlandi verða hugleidd. í þessari grein er einkum byggt á athugunum sem ekki hafa áður verið birtar. í fyrsta lagi úr prófritgerð Uschi Scheibe frá Hohenheim (7), en hún tók fyrir jarðveg á melunum fyrir ofan Fossa í Skorradal. Þetta eru þurrir melar, að hluta lítt grónir, og þar er frumjörð nkjandi, en á melunum er einnig þykk og góð móajörð. Stór hluti landsins er óhreyfður úthagi (móajörð 1 og frumjörð 1), en hluti landsins er í rækt (móajörð 2 og frumjörð 2). f öðru lagi greiningar á jarðvegi frá Hvanneyri sem höfundur hefur gert með nemendum í búvísindadeild á undanfömum árum í æfingum í jarðvegsfræði. Binding næringarefna í jarðvegi Langstærsti hluti næringarefna í jarðvegi er fast bundinn í lífrænum efnum og í steinefnum sem eiga uppruna sinn í bergi landsins. Hægt er að líta á þessi fastbundnu næring- arefni sem forða (1. mynd ). Nær- ingarefnin losna úr forðanum við veðrun bergefna og rotnun þeirra líf- rænu. Ákveðinn hluti næringarefna er það fast bundinn í forða að þau losna ekki við veðrun nema litið sé til mjög langs tíma. Sá hluti forðans sem getur losnað við rotnun og veðrun er nefndur veðranleg nær- ingarefni. Einungis lítill hluti forðans losn- ar ár hvert og er mikilvægi hans fyr- irfrjósemi jarðvegsins oft vanmetið. Plöntur geta nýtt sér næringarefni í lausn og eins þau sem eru auðleys- anleg og skiptanleg. Þjónustuefna- greiningar á jarðvegi eiga að ná til þessa hluta næringarefnanna og gefa ákveðna hugmynd um næringar- efnaástand jarðvegsins. Næringarefni berast í jarðveginn með áfoki, gosösku, árennsli og með áburði. Næringarefni tapast úr jarðvegi með yfirborðsvatni og út- skolun með jarðvatni sem sígur í gegnum jarðveginn. Magn jardvegs og heildarmagn efna í efsta jardvegslaginu Gott er að gera sér nokkra grein fyrir því heildarmagni jarðvegs, sem Veðrun Viðbót Aburður Regn Áfok Aska N-binding Forði Festing Efnabinding Lífræn binding Tap Upptaka Skolun Jarðvegs- Eyðing Mynd 1. Ferli nœringarefna í jarðvegi. (Schröder, D. 1984 og Þorsteinn Guðmundsson, 1994.) 20 - Freyr 9/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.