Freyr

Árgangur

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 32

Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 32
Því betra því verra Danskir svínabændur hvattir til að horfa til framtíðar s Idesember sl. hélt Konunglega danska búnaðarfélagið (Det Kgl. Danske Landhusholdningsselskab) ráðstefnu undir heitinu: „Dönsk svínarækt - takmarkanir og mögu- leikar“. Þátttakendur voru um 200 og voru erindi frá ráðstefnunni birt í tímariti félagsins, „Tidsskrift for Land0konomi“, 1. hefti 1998. Dönsk svínarækt hefur notið ein- staks góðæris síðustu u.þ.b. þrjú ár.* Danmörk hefur um áratuga skeið stundað umfangsmikinn útflutning á svínakjöti (og fleiri búvörum) og lifað þar súrt og sætt eftir efnahags- ástandi í heiminum hverju sinni. Síðustu árin hefur það orðið vatn á myllu danskra svínabænda að upp hafa komið sjúkdómsfaraldrar í búfé í heiminum sem þeir hafa sloppið við. Má þar nefna kúariðu í Bret- landi og fleiri löndum, svínapest í Hollandi og víðar, gin og klaufa- veiki í Tævan og salmonellasýking í kjúklingum hefur orðið þeirri bú- grein til hnekkis víða um lönd, (þar á meðal í Danmörku). Þetta hefur leitt til aukinnar eftirspumar eftir svínakjöti og þar með hækkaðs verðs. Á tímabilinu 1986-1996 jókst svínakjötsframleiðsla í Danmörku um 33%. Árið 1996 var þar slátrað um 21 milljón svínum, sem gáfu rétt tæp 1,6 milljón tonn af kjöti. Til sam- anburðar er árleg framleiðsla á kinda-, nauta-, svína-, hrossa- og fuglakjöti hér á landi rúm 18 þúsund tonn eða innan við 1,2% af svína- * Frá síðustu áramótum hefur afkoma í svfnarækt í Danmörku versnað mjög mikið. Það hefur leitt til gjaldþrota svínabúa, einkum hinna minni. Þróunin í átt til stórrekstrar í svínarækt, sem var- að er við í greininni, er því enn hraðari en áður. kjötsframleiðslu Dana og er þá ann- arri kjötframleiðslu þeirra sleppt. Að auki flytja Danir árlega út um eina milljón smágrísa. Árlegt framleiðslu- verðmæti danskrar svínaræktar er um 29 milljarðar d.kr. (1 d.kr. = 10,50 í.kr) og um 85% af framleiðslunni er flutt út. En svínaræktin skilar ekki aðeins afurðum, hún skilar einnig úr- gangi, svínaskít og þvagi, og þessum úrgangi fylgir lykt. Landbúnaður á Vesturlöndum hefur víða tekið miklum breytingum á síðari árum, framleiðsla hefur auk- ist, notkun aðfanga vaxið, tækni- búnaður aukist en vinnuafl minnkað og rekstrareiningar hafa stækkað. Árið 1950 voru 205 þúsund bænda- býli í Danmörku, nú eru þau 66 þús- und. Árið 1976 voru tæplega 84 þúsund býli með svín, nú tæp 20 þúsund. Af þeim eru um 15.900 með slátursvín en hin selja eingöngu smágrísi. Meðalframleiðsla á býli með slátursvínauppeldi er því um eitt hundrað tonn. Til samanburðar skilar verðlagsgrundvallarbú í sauð- fjárrækt hér á landi, með 4000 vetr- arfóðraðar kindur, 7,6 tonnum af kjöti. Eins og áður er komið fram hefur hagur danskra svínabænda verið mjög góður síðustu 2-3 ár. Hins veg- ar hefur vegur svínaræktarinnar þar í landi ekki vaxið að sama skapi. Á danskur landbúnaður við vandamál að stríða? Síðasta erindið á áðurnefndri ráð- stefnu flutti Britta Schall Holberg, bóndi og herragarðseigandi á Sjá- landi. Hún hefur m.a. setið á Folke- tinget fyrir Venstre, sem er sá flokk- ur sem um langan aldur hefur notið mests fylgis danskra bænda og gegndi starfi bæði í innanríkisráð- herra og landbúnaðarráðherra í ráðuneyti Schlúters á níunda ára- tugnum. Auk þess hefur hún mikið starfað að sveitarstjórnarmálum fyr- ir flokk sinn. Erindi sitt nefndi hún: „Á landbúnaðurinn við vandamál að stríða?“ (Har landbruget et pro- blem?). Hér á eftir fylgir útdráttur úr erindinu: „Þar sem lokaerindið á þessari ráðstefnu hefur fengið heitið: Á landbúnaðurinn við vandamál að stríða, mætti ætla í fljótu bragði að ætlunin væri að fjalla um það hvort landbúnaðurinn eigi við vandamál að stríða í samskiptum sínum við þjóðfélagið. Eg hef þó hugsað mér að ræða þetta út frá öðru sjónar- horni, þ.e. hvort svínabændum sjálf- um finnst þeir búa við vandamál? Eða skynja þeir ekki sjálfir að vandamál hrannast upp, ekki aðeins gagnvart þjóðinni heldur gagnvart bændum sem stunda aðrar búgrein- ar. Ef svínabændur skynja ekki að þessi vandamál fara vaxandi, þá fyrst er alvara á ferð. Því að þá hlusta menn ekki vel og eru ein- eygðir og láta sér nægja að líta á sjálfa sig sem fórnarlömb. Af öllum greinum dansks land- búnaðar er svínaræktin mest áber- andi um þessar mundir og þar hafa komið upp vandamál sem taka verð- ur afstöðu til. Við höfum í dag heyrt um sigra danskrar svínaræktar. En þessari sigursögu hefur fylgt nokk- urt tilfinningalegt álag, sem hvorki er unnt að mæla né vega, né sýna með glæru á tjaldi. Vandamálinu verður e.t.v. ekki betur lýst á annan hátt en þann, sem komið hefur fram 32 - Freyr 9/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.