Freyr - 15.07.1998, Blaðsíða 21
1. tafla. Heildarþungi jardvegs og heildarmagn
efna (tonn/ha) og magn veðranlegra og skiptan-
legra næringarefna (kg/ha) í efstu 10 sm jarð-
vegs á melunum ffyrir ofan Fossa í Skorradal.
Jarð- vegur Heildar- þungi jarðvegs tonn/ha Heildarmagn efna - tonn/ha - Þar af veðranleg og skiptanleg - kg/ha -
Ca Mg K Ca Mg K
Móajörð 1 370 15 4,7 1,1 1600 2300 150
170 60 20
Móajörð 2 540 20 7,0 2,0 3700 3100 280
80 40 30
Fmmjörð 1 940 51 20,0 2,2 5400 9100 500
290 140 40
Frumjörð: 2 1000 44 15,0 2,9 5900 8300 510
160 60 70
plönturætur hafa til umráða. Rótar-
dýpt og þar með rótarrými er æði
misjafnt. Af ræktuðu landi eru sýni
oft tekin úr 0-5 cm dýpt, þótt rótar-
dýpt sé væntanlega heldur meiri. I
úthaga og á skóglendi er rótardýptin
oft meiri, en efsta jarðvegslagið er
einnig þar mikilvægast hvað upp-
töku og umsetningu næringarefna
varðar. I þessari grein verður miðað
við efnivið og efnamagn efstu 10 cm
jarðvegsins.
Heildarþungi ákveðins rúmmáls
jarðvegs fer mjög eftir jarðvegs-
gerð. I efstu 10 sm óframræstrar
mýraijarðar (2. tafla) eru 220 tonn/
ha. Framræsta mýrin er þéttari og
þar eru 350 tonn/ha en í grænmetis-
garðinn í skjólbeltinu hefur verið
borinn sandur til að bæta jarðveginn
og þar eru 650 tonn/ha. Jarðvegur
þessara þriggja staða mun í upphafi
hafa verið mjög áþekkur, það er stutt
á milli sýnatökustaða, en áhrif rækt-
unar eru hér mjög greinileg og koma
einnig fram í næringarefnabúskapn-
um.
Efsta lag móajarðar er það sem
víða mundi vera kallað góð mold.
Jarðvegurinn er fínkoma, laus í sér,
klessist gjaman við verkfæri í röku
ástandi, en molnar niður í fínan salla
sé hann þurr og er þá hætta á mold-
roki. Hér er magn jarðvegs frá tæp-
um 400 tonnum og upp í 550 tonn á
hektara í efstu 10 sm (l. og 2. tafla)
og er það algengt í móajörð á blá-
grýtissvæðum landsins. Þetta er
mjög létt af steinefnajarðvegi að
vera en er einkennandi fyrir móa-
jörðina (Andosol).
Eyrarjörðin á fitinni á Hvanneyri
er fínkoma og þéttari en móajörðin
með um 700 tonn/ha, en fmmjörðin
á Fossamelum er þyngst með um
1000 tonn/ha í efstu 10 sm jarðvegs-
ins.
Heildarmagn næringarefna í jarð-
vegi er mjög mikið (1. tafla), sér-
staklega magn kalsíums og magnes-
íums. Það má rekja til aðalefniviðar
jarðvegsins sem er basalt. Hinn
mikla mun milli heildarmagns þess-
ara efna í móajörð og frumjörð má
að hluta útskýra með því að móa-
jörðin er mun léttari í sér (hefur
minni rúntþyngd) og þar af leiðandi
með minna efnamagn á hverja rúm-
málseiningu, og að hluta með losun
þessara næringarefna við veðrun og
útskolun úr jarðveginum. Kalíum í
móajörð 1 og frumjörð 1 hagar sér
svipað og Ca og Mg, en er greini-
lega hærra í landi sem er í rækt
(móajörð 2 og frumjörð 2). Meira
kalí getur verið vegna áburðamotk-
unar, þ.e. að áborið kalí hafi safnast
fyrir í jarðveginum. Einnig getur ver-
ið um íblöndun af líparíti að ræða,
en líparítgangar eru áberandi í fjöil-
unum í kring. Það er rétt að leggja
mikla áherslu á gildi líparíts sem
kalígjafa í annars frekar kalísnauðu
umhverfi á Islandi, jafnvel þótt lípa-
rítið veðrist hægt. Losun kalís úr
líparíti hefur ekki verið rannsökuð
hér á landi.
Veðranleg og skiptanleg
næringarefni
Með veðranlegum næringarefnum
er átt við þann hluta sem yftr höfuð
getur losnað við veðrun og rotnun.
Miðað er við magn efna sem leysist
í sterkri sýru. Annað hvort með suðu
í 30% saltsýru eða í saltpétursýru
þynntri 1:2. Aður hafa sýnin verið
brennd (glædd) til að losa um öll
steinefni sem eru bundin í lífrænum
efnum.
Skiptanleg og leysanleg næring-
arefni er nálgun á því sem er nýtan-
legt yfir vaxtartímann. Báðir flokk-
amir eru mikilvægar fyrir gróðurinn
og frjósemi landsins. Að baki stærð-
anna um skiptanleg og leysanleg
næringarefni í jarðvegi á Hvanneyri
(2. tafla) eru sömu greiningar og þar
em gerðar fyrir bændur í þjónustu-
efnagreiningum (það sem losnar í
ammóníumlaktatskoli eða svoköll-
uð AL-greining) og hafðar til hlið-
sjónar við áburðaráætlanir. Munur-
inn á framsetningu er sá að hér eru
þessar stærðir ekki gefnar upp sem
K-tölur (mjK/lOOg jarðvegs) og P-
tölur (mgP/lOOg jarðvegs) heldur
umreiknaðar yfir í kg/ha. Það eru
stærðareiningar sem bændur og aðr-
ir landnotendur nota. Þær auðvelda
samanburð við það magn, sem er
fjarlægt með uppskeru og það sem
borið er á. Til að glöggva sig á þess-
um stærðum er einnig gefið upp
hversu mikið túngrös taka að jafnaði
upp yfir vaxtartímann (2).
Kalsíum Ca
Það er mjög mikið veðranlegt kalsí-
um í jarðveginum, frá 1,2 t/ha í mýr-
artúni á Hvanneyri og ailt upp í tæp
Freyr 9/98 - 21