Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1999, Side 2

Freyr - 01.12.1999, Side 2
Það borgar sig við traustan banka! ® Með Sérkjörum Heimilislínu geta traustir viðskiptavinir bankans nýtt sér ýmsa þjónustuþætti á sannkölluðum sérkjörum. • Hærri innlánsvextir á Gullreikningi. • Allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild á lægri vöxtum. • Allt að 750.000 kr. skuldabréfalán án ábyrgðarmanna. • Allt að 1.000.000 kr. sveigjanlegt Sérkjaralán, með einu símtali. • Húsnæðislán til allt að 25 ára. • Möguleiki á sérstökum vaxtaauka í reglubundnum sparnaði. • Greiðsluþjónusta með útgjaldadreifingu. • Útgjaldadreifing í Heimilisbankanum. • Gullkreditkort Visa. • Frír aðgangur að Heimilisbanka á Internetinu. • Fjármálanámskeið og handbók á sérkjörum. • Gulldebetkort og 150 fríar færslur o.fl. í Sérkjörum Heimilislínu eru þjónustuþættir sem bjóðast aðeins í Búnaðarbankanum; þess vegna borgar sig að skipta... Fáðu nánari upplýsingar og bækling í næstu afgreiðslu Búnaðarbankans eða á heimasíðu bankans: www.bi.is BUN/\Ð/\HBANKINN - truimtur bauki! Danskir bændur vilja verða sjáifbjarga með rafmagn í desember sl. gerði mikið óveður um norðanverða Evrópu, þar á rneðal í Danmörku. Talað var um mesta óveður á öldinni. Fárviðrið leiddi í ljós að danskir bændur gátu ekki treyst á raf- veitukerfið í landinu og á fjölda býla skapaðist alvarlegt ástand þar sem loftræstikerfi í gripahús- um stöðvuðust dögum saman, sem og mjaltavélar og sjálfvirk fóðrunarkerfi. Afleiðing þessa er að danskir bændur hyggjast koma sér upp rafstöðvum fyrir varaafl. Skaðar á byggingum tengdum landbúnaði eru taldir nema um 5 milljörðum króna en trjáskaðar 2 - FREYR 13-14/99 að auki um 10 milljörðum króna en hreinsa liefur þurft burt um 3 milljónir kúbikkmetra af barr- trjám og 4 milljónir af lauftrjám. Tré, sem ljarlægð eru, eru notuð til eldsneytis í Ijarvarmaveitum. (Bondebladet nr. 50-51/1999). Leiðrétting í greininni „Skógrækt á íslandi í 100 ár, sögulegt yfirlit og hugleið- ingar“, eftir Jónas Jónsson, í 12. tbl., bls. 35-43, féllu niður lokaorð- in á bls. 43. Síðasta málsgreinin hljóðar þannig, orðin sem niður féllu eru feitletruð. Skógrækt áhugafólks, ræktun landgræðsluskóga, landbótaskóga og skjólskóga, verður áfram stund- uð og vonandi í stöðugt vaxandi mæli en mikilvægast af öllu er að skógarnir gefi beinan arð, að þeir verði til að styrkja atvinnu og bú- setu í landinu sem sjálfbær búskap- ur hvar sem skilyrði til þess eru fyr- ir hendi. Skógamir em og verða, eins og landið sjálff, sameign þjóð- arinnar í þeim skilningi að allir njóta þeirra og einnig þeim að það er allra hagur að þeir stækki og dafiú. Þessi sameign verður því verðmætari sem lengur líðui'. Það er því fyllilega réttlátt, að samfé- lagið allt tryggi umhirðu þeirra og viðgang fvrstu áratugina. Blaðið biðst velvirðingar á þess- urn mistökum.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.