Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Síða 8

Freyr - 01.12.1999, Síða 8
mig hér heima, en það að ég hafi tækifæri og aðstöðu til að halda bæði hross og sauðfé, tengir mig við bóndastarfið og minnir mig á ísland. Sem landbúnaðarlögfræð- ingur vinn ég mikið með bændum og tel þess vegna gott að hafa þekk- ingu á búskap og skilning á aðstæð- um bænda, og þeim áhættum sem fylgja rekstri bús.“ Stofnaði íslandshestasamtök Clive á nú um 35 hross. Hann segist varla hafa trúað því sjálfur við síðustu talningu, en svona sé nú íslenski hesturinn, maður geti aldrei fengið nóg af honum. „Mikið af þessu eru unghross en við fáum um fjögur folöld á ári. Elstu árgangarn- ir okkar eru nú á tamningaaldri og verður gaman að vinna með þau, bæði með sölu í huga og endurnýj- un í okkar stofni.“ Þú varðst fljótt áhugasamur um félagsstarf hestamanna og tókst m.a. þátt í stofnun íslandshesta- samtakanna í Bretlandi? „Já, fyrir einhverja tilviljun komst ég í samband við konu í Suð- ur-Englandi, Jackie Elias, sem átti íslenska hesta. Við hittumst fyrst í Hollandi og ákváðum siðar að reyna að stofna samtök í Bretlandi. Við fundum nokkrar manneskjur sem áttu íslenska hesta sem fluttir höfðu verið inn á sjötta áratugnum og stofnuðum samtökin á þeim grunni. Markmið okkar var að auka þátttakendafjöldann og kynna hest- inn fyrir fleira fólki, auk þess að skiptast á upplýsingum. Upplýs- ingatæknin var allt önnur þá og fátt efni sem við gátum nálgast á ensku.“ Félagsstarf Clive þróaðist hratt frá þessum tíma. Hann var formað- ur samtakanna í nokkur ár og hefur tekið virkan þátt í að stofna sérstök samtök í Skotlandi undanfarið, auk þess sem hann hefúr unnið mikið með FEIF, Alþjóðasamtökum eig- enda íslenskra hesta, sl. ár. Hann kemur til Islands reglulega og hefur fylgst af áhuga með þeirri þróun sem átt hefur sér stað í hrossarækt á íslandi. „Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað í hrossaræktinni og hesta- búskapnum á Islandi frá því að ég byrjaði 1986. Hrossabúskapur og það sem honum er tengt, er orðið að „iðnaði“, ef við getum sagt sem svo og sá iðnaður hefur þroskast mikið undanfarin ár. Þegar ég kom fyrst til íslands var þetta marg- skipt, landbúnaðartengd grein, en í dag er þetta samofin, fagleg iðnað- ar- og atvinnugrein, þó að margar einstakar greinar sé að finna þar undir. Allir þessir þættir: Hrossa- ræktin, hestaferðirnar, fjölmiðla- umQöllun, hestavöruverslanir, reiðskólar og margt fleira er nú að falla saman í eitt púsluspil, ólíkt því sem áður var. Greinin hefur þó þróast meira í átt til þjónustugrein- ar en til landbúnaðar, sem er kannski eitthvað sem bændur á Is- landi þyrftu að skoða með endur- mat í huga.“ Hvað með hrossarœktina sjálfa? „Ég held að ræktun á íslandi sé á réttri leið, áherslan á töltið er gífúr- lega mikilvæg fyrir erlendu mark- aðina. Auðvitað er skeiðið mikil- vægt líka, en hinn venjulegi kaup- [ andi erlendis er fyrst og fremst að leita að hreingengum klárhesti með tölti. Ég held líka að fyrirhugaðar breytingar á kynbótadómum séu til góðs hvað erlenda kaupendur varð- ar. Ég tel að nýja kerfið muni t.d. auka gildi geðslagsdóma, sem eru gífúrlega mikilvægir. Fetið er líka mikilvægt vegna þess að erlendis er j þetta sú gangtegund sem fólk ríður oft mest á. Það er ekki vegna þess að þetta fólk sé ekki nógu góðir reiðmenn, heldur vegna þess að að- stæður bjóða oft ekki upp á annað. s Umferð og umhverfi spilar þar inn. Því er mikilvægt að bjóða upp á hesta sem feta vel.“ Stuðningur íslendinga nauðsynlegur Hvað með markaðssetninguna frá Islandi, hvernig sérðu hana? „Eins og ég sagði áðan er hesta- iðnaðurinn að vaxa, og þar með leita út fyrir landsteinana, á öllum sviðum og því fylgir auðvitað ým- is kynning. Að baki öllu þessu ! liggur markaðssetningin á hestin- um og vissulega er Island orðið að- gengilegra erlendum áhugamönn- Clive og félagar; innfluttir og innfœddir: Möllers-Brúnn, Blœngur og Prestur. 8 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.