Freyr - 01.12.1999, Page 9
I nógu er að snúast þegar menn eiga 35 hross og 100 kindur, auk þess að vinna fullan vinnudag.
um. Hins vegar finnst mér nauð-
synlegt að ísland styðji við mark-
aðsstarfið erlendis, einkum á
minni og nýrri mörkuðum. Málið
hefur tvær hliðar, annars vegar þá
að kynna hestakynið sem slíkt og
auka vitund fólks úti í heimi um
þennan hest, og hins vegar að leyfa
fólki að prófa hestinn og þar með
ákveða hvort það vill kaupa hann.
Þetta getur verið mjög erfitt að
framkvæma á litlum markaðs-
svæðum, þar sem fáir eru með
hesta. Flest þetta fólk er auk þess
áhugafólk og ég tel ekki sann-
gjamt að ætlast til þess að þetta
fólki standi að kynningarstarfi fyr-
ir íslenska hrossaræktendur. Þess
vegna er stuðningurinn lykilatriði.
Þessi mál hafa þó verið að lagast
og starf markaðsfulltrúa Félags
hrossabænda er gífurlega mikil-
vægt. Þangað getum við, sem
stöndum í kynningar- og markaðs-
starfi erlendis, sótt hjálp og fengið
kynningarefni og upplýsingar sem
við höfum ekki burði til að afla
sjálf. Það er líka gott að geta vísað
á einhvern aðila á Islandi sem
svarar fyrirspurnum um íslenska
hestinn. Þetta frumkvæði Félags
hrossabænda er mjög mikilvægt.“
Gæðavotta þarf
tamningu
Aukin markaðssetmng og útflum-
ingur hrossa þýðir að kröfur um gæði
verða sífellt meiri. Clive segir
breytingar á skýrsluhaldi mjög til hins
góða og nauðsynlegt sé að verða við
gæðakröfum erlendra kaupenda.
„Gæðastýring er mikilvæg og
leggur nú undir sig allan landbún-
aðinn. Það sem þarf þó að gæta að
er að verið sé að votta þau atriði er
skipta neytandann mestu máli. Ég
held að margir erlendir hestakaup-
menn myndu gjarna vilja geta fund-
ið hross sem eru gæðavottuð hvað
tamningu varðar. Fyrir ræktendur er
gæðavottun á ættfærslu skilyrði, en
fyrir hinn almenna kaupenda er ætt-
in ekki aðalmálið, heldur tamningin
og geðslag hestsins. Ég held að það
væri gott ef hrossabændur og tamn-
ingamenn gætu komið sér saman
um gæðavottunarkerfi á tamningu
þar sem hross yrðu skilgreind eftir
því á hvaða stigi tamningar þau eru
og hversu mikið þau kunna. Neyt-
andinn er það skiptir máli hér, ekki
framleiðandinn.“
Hvað með heilsufarið?
„Heilsa hestsins er ekki síður mik-
ilvæg. Hver sá sem kaupir hest hlýtur
að velta því fyrir sér hver heilsu-
farssaga viðkomandi grips sé, áverk-
ar, helti, spatt, öndunarsjúkdómar
o.fl. Auðvitað er uppeldið stór þáttur
í þessu, hvemig hafa hrossin verið
fóðmð og hafa þau fengið onnalyf
eins og nauðsynlegt er? Mikið af
þessu snýst einfaldlega um heilbrigða
skynsemi og almennt dýrahald en allt
þar fyrir utan vill kaupandinn vera
viss um að sé í lagi.“
Nú hefur sumarexemið verið mik-
ið í umræðunni. Hver er skoðun þín
á því máli?
„Sumarexem er erfitt að tjá sig um.
Ég held að allir séu að gera eins mikið
og þeir geta til að rannsaka þetta
vandamál. Hestaiðnaðurinn, bæði á
Islandi og um heim allan, hefur lagt
áherslu á það við vísindamenn að
sinna málinu, og lengra getum við
ekki gengið. Fyrir utan það þurfum
við að læra að lifa með sumarexeminu
og kenna fólki að fyrirbyggja myndun
þess og láta meðhöndla það rétt ef það
kemur upp.“
Bændur þurfa að
endurmeta stöðu sína
Clive segir erfitt fyrir bændur að
FREYR 13-14/99 - 9