Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1999, Page 12

Freyr - 01.12.1999, Page 12
HVE-nær Nám í hrossarœkt við Bændadeild Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri Markmið með kennslu í hrossarækt á Hvanneyri er að veita nemendum þekk- ingu til að stunda hrossarækt á sem hagkvæmastan hátt. Er þar efst á blaði verðmætasta afurð hrossa- ræktarinnar, reiðhesturinn. Öllum nemendum í Bændadeild II gefst kostur á að velja hrossarækt og temja eitt tryppi undir leiðsögn kennara. Ekki er krafist neinnar undirstöðu i reiðmennsku, en æski- legt er að nemendur hafi nokkurt jafnvægi á hestbaki áður en tekist er á við það viðfangsefni að temja ótamið tryppi. Hafa nemendur í hrossarækt- arvali undanfarinna ára haft mjög breytilegan bak- grunn, allt frá því að vera hörðustu keppnismenn í fremstu röð eða vera aldir upp berbakt í smala- mennsku yfir á hinn end- inn, að hafa sjaldan eða aldrei komið á hestbak. Gróflega má skipta hrossaræktarkennslunni á Hvanneyri í bóklegan, tveggja eininga áfanga sem kenndur er fyrir áramót (á 3. önn) og í verklegan áfanga sem felur í sér tamningu á einu tryppi eft- ir áramót (4. önn). Þetta er þó ekki einhlít skipting, því að í Hrossarækt I eru kenndar járningar þar sem nemendur fá mikla verk- lega æfingu í járningum á bæði afsöguðum hrossa- löppum og svo seinna, lif- eftir Svanhildi Hall, kennara í hrossarækt við Land- búnaðar- háskólann á Hvanneyri andi hrossum. Einnig fá nemendur verklega þjálfun í almennri um- hirðu og meðhöndlun hrossa svo sem tannhirðu og ormalyfsgjöfum. Farið er ítarlega í æxlun og frjó- semi, fóðrun, hirðingu og aðbúnað og félagskerfið í hrossarækt sem og skipulag á kynbótum i hrossarækt á íslandi I Hrossarækt II, sem er tveggja ein- inga áfangi kenndur á fjórðu önn, temja nemendur eitt tryppi undir leið- sögn kennara. Ekki er kennd nein ákveðin „tamningaaðferð“ heldur lögð áhersla á að kenna það viðhorf að líta á hestinn sem nemanda tamn- ingamannsins. I þessu við- horfi felst það að eigi hest- urinn að læra af tamninga- manninum, þá þarf að ríkja gagnkvæm virðing og traust milli manns og hests. Tamningamaðurinn þarf að hafa góðan skilning á skynjun, atferli og sál- arfræði hestsins, sérstak- lega námssálarffæði. Einn- ig er lögð áhersla á rétta lík- amlega uppbyggingu hests- ins, þá með áherslu á rétta mótun og uppbyggingu vöðva og þar af leiðandi getu til afkasta. í stuttu máli er nemendum kennt og veitt æfing í að lesa út úr hegðun hestsins hvemig honum líður, bæði andlega og líkamlega, og í fiam- haldi af því, að taka rök- rétta ákvörðun um það hvemig haga skuli tamn- ingu og þjálfiin hestsins. Frá verklegri kennslu i hrossarœkt við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri. Framhald á bls. 34 12 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.