Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1999, Side 27

Freyr - 01.12.1999, Side 27
Vöxtur eistna og kynþroski hesta Inngangur Lagaákvæði um vörslu graðpen- ings tilgreina að graðhestar eða laungraðir hestar, 16 mánaða og eldri, skuli vera í öruggri vörslu allt árið (1). Þó er vitað að með bættri fóðrun og uppeldi hrossa geta sum- ir veturgamlir folar fyljað hryssur og heimilt er að færa vörslumörkin niður í 12 mánaða aldur. Til þessa hefur samt rannsóknum á kyn- þroska íslenskra hesta verið lítil gaumur gefinn (2) og var tilgangur þeirra athugana sem hér er greint ffá að efla vísindalega þekkingu á þessu sviði og treysta þannig grunn hagnýtra leiðbeininga og opinberra reglna um vörslu graðhesta. Efni og aðferðir Sumarið 1997 safnaði dýralæknir í Borgarfirði eistum við vönun úr 47 ungfolum, 10-14 mánaða göml- um, og einum 48 ntánaða gömlum, fúllvöxnum stóðhesti. Eistun voru strax sett í plastpoka, merkt greini- lega og geymd í frysti á Hvanneyri þangað til þau voru rannsökuð síðla vetrar 1998. Við þá rannsókn var beitt aðferðum sem notaðar hafa verið fyrir hrúta erlendis og hér á landi (3-5). Meðferð eistnanna var þannig hagað að þau voru látin þiðna við stofuhita á tilraunastofú, bandvefs- himnur og kólfúr voru fjarlægð og aukaeistu flegin frá eistunum með skurðhníf og skærum. Því næst voru eistu og aukaeistu vegin hvort í sinu lagi (g) og rúmmál þeirra mælt í vatni, þ.e. með rúmmáls- aukningu í glersívalningi með kvarða (ml). Þá var lengd og breidd hvers eista mæld með rennimáli (mm). Að lokum var skorið í enda aukaeista (cauda epididymis) þar sem sáðrásin tengist því, stroksýni tekin, þeim smurt á smásjárgler, eftir Ingimar Sveinsson, Landbúnaðarháskóla íslands, Hvanneyri, Gunnar Gauta Gunnarsson, héraðsdýralækni, Borgarnesi og Ólaf R. Dýrmundsson, Bændasamtökum íslands þau skoðuð í smásjá og ákvarðað hvort þar væri að finna fúllþroska sáðfrumur og þar með hvort lífeðlisfræðilegum kynþroska væri náð. Þessar rannsóknir, auk skrán- ingar og úrvinnslu gagna, fór fram á Hvanneyri og eru höfúndar mjög þakklátir Ríkharði Brynjólfssyni tilraunastjóra fýrir tölfræðilega út- reikninga á gögnunum. Þar sem nákvæmur aldur nokk- urra folanna í mánuðum var ekki þekktur og skráður og minni háttar vanhöld urðu á sýnum nýttist ekki gagnasafnið til hlítar en í niðurstöð- um er tilgreindur raunverulegur fjöldi (n) að baki útreikninga í hverju tilviki ásamt frítölu (d.f.) með fylgnistuðlum. Við vönun voru eistun merkt nr. 1 og 2, en ekki hægra og vinstra, og birtast niður- stöður fýrir hvorn hópinn fyrir sig, eista 1, eista 2, aukaeista 1 og auka- eista 2. Niöurstöður Meðalaldur fola með þekktan aldur við vönun var 12.3 mánuðir + 2.2 mánaða meðalfrávik (n = 35), sá yngsti 10 mánaða og sá elsti 14 mánaða. 11. töflu eru birt meðaltöl ásamt meðalfrávikum og lægstu og hæstu gildum fyrir stærð eistna og aukaeistna, þ.e. þungi, rúmmál, lengd og breidd eistana og þungi og rúmmál aukaeistna (n = 45). Svo sem vænta mátti er lítill munur á eistum og aukaeistum 1 og 2 en inn- an hvers mæliþáttar er mjög mikill breytileiki sem endurspeglast í háum meðalfrávikum og miklum 1. tafla. Stærð eistna og aukaeistna (n = 45) Mæliþættir Meðaltal ± meðalfrávik (lægsta-hæsta gildi) Eista 1 (g) 19,7 ± 14,9 (4.5 77,0) Eista 2 (g) 17,3 ± 9,5 (4.4 35,5) Eista 1 (ml) 19,7 ± 14,7 (5,0 75,0 Eista 2 (ml) 17,1 ± 9,5 (4,0 38,0 Eista 1 (l,mm) 52,3 ± 11,3 (35 84) Eista 2 (l,mm) 52,5 ± 9,8 (36 70) Eista 1 (br,mm) 34,2 ± 8,1 (21 55) Eista 2 (br,mm) 33,2 ± 5,9 (20 45) Aukaeista 1 (g) 8,7 ± 2,2 (4.1 13,8) Aukaeista 2 (g) 8,3 ± 2,3 (3.2 12,9 Aukaeista 1 (ml) 8,4 ± 2,5 (3.0 14,0) Aukaeista 2 (ml) 7,6 ± 2,3 (3,0 14,0) FREYR 13-14/99 - 27

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.