Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1999, Page 33

Freyr - 01.12.1999, Page 33
Frá Félagi hrossabœnda Starfssemi Félags hrossa- bænda hefur breyst að því leyti að nú er aðalfundur fé- lagsins haldin í apríl og því er engin ársskýrsla félagsins til birtingar í Hrossaræktar-Frey að þessu sinni. Hins vegar er ætlunin hér að rekja stuttlega helstu verkefni félagsins á árinu 1999. Heimsleikar 1999 Líkt og undanfarin ár starfaði markaðsfulltrúi hjá félaginu í fullu starfi. Verkefni á markaðssviðinu þetta árið voru Ijölbreytt og marg- þætt; hæst ber markaðsstarf á heimsleikum islenska hestsins þar sem Félag hrossabænda, Bænda- samtökin og Landsmót 2000 sam- einuðust um 20 fermetra kynning- arbás þar sem íslensk hrossarækt, landsmótið og Islandsfengur voru kynnt. Kynningarstarf þetta tókst afskaplega vel og samstarfið ekki síður. Mikil umferð fólks var um básinn og vakti Islandsfengur sér- staka lukku, þar sem fólk gat leitað að hrossum sínum, eða forfeðrum þeirra, í gagnagrunninum og prent- að út upplýsingar um þau. Starfs- menn bássins dreifðu bæklingum frá islenskum hrossaræktendum, hrossaútflytjendum, sumarexems- bæklingi og öðru fræðslu- og kynn- ingarefni. Arangur íslenska liðsins á leikunum var svo hámarkið og varð hann einungis til að reka smiðshöggið á það kynningarstarf sem á leikunum var unnið þar sem lögð var áhersla á gæði íslenskrar hrossaræktar og reiðmennsku. Bæklingur um sumarexem Félagið stóð að útgáfu á bæklingi um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sumarexemi í samvinnu við yfir- dýralæknisembættið. Bæklingnum var dreift á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og á sýningum erlendis. Auk þess var honum dreift með sér- útgáfu Eiðfaxa Intemational sem sendur var öllum skráðum eigend- um íslenskra hesta í heiminum. Viðbrögð við bæklingnum hafa verið mjög góð og hafa þúsundir eintaka í viðbót verið send út í heim að beiðni erlenda aðila. Bæklingur- inn er á ensku og þýsku og í honum er sjúkdómsmyndinni lýst og farið í gegnum þær aðgerðir sem hestaeig- endur geta gripið til, til að koma í veg fyrir myndum sjúkdómsins. Heimasíöa Heimasíða Félags hrossabænda var opnuð á árinu og er slóð hennar: www.stak.is/fhb Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um félagið, stjóm þess og aðildarfélög, auk þess sem allar fundargerðir eru settar þar inn sam- hliða því að þær eru sendar út til að- ildarfélaganna. Umfjöllun erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar, sjónvarps- stöðvar sérstaklega, hafa sýnt ís- lenska hestinum vaxandi áhuga undanfarið ár og hefur félagið starf- að mikið að skipulagningu og að- stoð við heimsóknir Qölmiðla- manna. Að minnsta kosti þrjár mjög stórar sjónvarpsstöðvar vestanhafs sóttu okkur heim og gerðu vandaða þætti um íslenska hestinn sem birst hafa í haust og munu birtast í byijun nýrrar aldar. Samanlagður áhorfendafjöldi þessara stöðva er í kringum 200 milljónir manna og því óhætt að segja að íslenski hesturinn hafi fengið góða kynn- ingu á þeim vettvangi. Einnig komu japanskir sjónvarpsmenn til lands- ins og skipulagði félagið ferð Frá heimsókn forseta Islands í kynningarbás Félags hrossabœnda, Bœnda- samtaka Islands og Landsmóts 2000 á heimsleikunum sl. sumar. FREYR 13-14/99 - 33

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.