Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1999, Síða 34

Freyr - 01.12.1999, Síða 34
þeirra, auk þess sem félagið hefur unnið með Qölda erlendra blaða- manna víðsvegar að sem sýnt hafa hestinum áhuga. Kynning vestanhafs Sérstaklega hefur verið unnið að kynningu á íslenska hestinum í Bandaríkjunum sl. ár. Markaðsfull- trúi félagsins sótti þrjá stórsýningar í Bandaríkjunum, auk þess að ferð- ast víða um Norður-Ameriku í kynningar- og fræðslusskyni. Einn- ig var unnið áffam að verkefni er kallast „íslensk-ameríska hestaráð- ið“ og er samstarfsverkeíhi amer- ískra og íslenskra aðila er miðar að því að auka þekkingu almennings í Ameríku á íslenska hestinum. Ráð- ið hefur á þessu ári safnað upplýs- ingum um alla aðila er tengjast ís- lenska hestinum í Norður-Ameríku og birt lista yfir þá á heimasíðu sinni, sem tengd er síðu Islensk- Ameríska verslunarráðssins; www.icelandtrade.com. Auk þess hefur ráðið tekið þátt í ofangreindum kvikmyndatökum og annarri fjölmiðlaumíjöllun um hestinn í Ameríku. Tollamál Tollamál hafa verið mikið í um- ræðunni undanfarið og hefur stjórn félagsins lagt áherslu á það við stjórnvöld að unnið verði að því að breyta innflutningstollum á íslensk- um hrossum inn í Evrópu. Formað- ur og markaðsfiilltrúi hafa fúndað með landbúnaðar- og utanríkisráð- herra um málið og með undirritun Nám í hrossarækt... Framhald af bls. 12 Aðstöðu til verklegrar kennslu í hrossarækt er verulega ábótavant á Hvanneyri. Hesthúsið er gamalt og þröngt básahús, en gott hringgerði er fyrir hendi og reiðgerði sem hentar vel til fbumtamninga. Stefnt er að því að byggja 1000 fermetra reiðskemmu með sambyggðu hesthúsi sem rúmar 45 hross. Allir samnings um gæðaátak í hrossa- rækt nú nýverið skuldbundu stjóm- völd sig til að vinna að málinu. Vonir standa enn til um að það tak- ist að fella niður tolla á innflutt hross til Noregs, gegn niðurfellingu tolla á einhverjum norskum vörum hingað til lands i staðinn. Útflutningur Útflutningur hrossa árið 1999 er í kringum 2000 hross. Mestur sam- dráttur er á Þýskalandsmarkað, en aðrir markaðir halda sínu og aukning er í útflutningi til nokkurra landa. Ljóst er að erfiðleikar á Þýska- landsmarkaði; efhahagsástand, um- ræða um sumarexem, hitasótt og skattrannsóknir, hafa þar áhrif og ættu hestamenn því ekki að gera sér of miklar vonir um endurreisn þess markaðar á næstu mánuðum. Svíar eru nú aðalkaupendur okkar, auk þess sem hin Norðurlöndin og Bandaríkin sækja í sig veðrið. Afsetning hrossa Afsetning hrossa er nú nokkuð stöðug og geta hrossabændur og hestamenn afsett hross á ítaliu- markað. Verðið er að vísu ekki hátt, en nauðsynlegt er fyrir hrossa- bændur að geta grisjað í stóðum sínum og átt möguleika á afsetn- ingu. Sláturhúsin á Selfossi og Hvammstanga sinna þessari slátr- un, en um skráningu á sláturhross- um sjá fulltrúar Fél. hrb. víðsvegar um land. Einnig er eitthvað af hrossum slátrað á Japansmarkað, en um mjög lítið magn er að ræða, en hestamir verða í eins hestastíum og einnig verður fyrirtaks aðstaða til járninga og hirðingar hrossanna almennt. Haughús verður undir húsinu og skápur fyrir hvern nemanda undir reiðtygi. Teikningar eru tilbúnar fyrir þessa byggingu sem vonandi rís fyrr en seinna. Mun þá öll aðstaða til kennslu í reiðmennsku og tamningum verða eins og best verður á kosið við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. hærra verð. Sláturhúsið á Selfossi hefur séð um þann markað. Gæðaátak Áttunda desember sl. skrifaði Fé- lag hrossabænda ásamt Landssam- bandi hestamannafélaga, Félagi tamningamanna og Bændasamtök- unum undir samning við Landbún- aðarráðherra fyrir hönd ríkisstjórn- ar íslands. Samningurinn fjallar um átaksverkefni um gæðastefnu í ræktun, tamningu, þjálfun, sölu, kynningu og notkun íslenska hests- ins. Markmið samningsins er að stuðla að aukinni fagmennsku inn- an greinarinnar, aðlaga stærð hrossastofnsins markaðsaðstæðum, ræktunarmarkmiðum og markmið- um um sjálfbæra landnýtingu, styrkja félagslega samstöðu hrossa- bænda og hestamanna og auka arðssemi greinarinnar. Ríkissjóður leggur árin 2000- 2004 fram kr.15 milljónir árlega til verkefhisins. Samningur þessi er greininni gífúrlega mikilvægur og mikil viðurkenning á því starfi sem unnið er innan hrossaræktarinnar. Ljóst er að íslenski hesturinn skap- ar mikil verðmæti innan þjóðarbús- ins og með þessum samningi hafa yfirvöld tekið ffumkvæði og gert hagsmunafélögum kleift að takast á við brýn gæðaverkefni. Að lokum Félagið hefur auðvitað komið að mörgum fleiri verkefnum á árinu 1999, m.a. er unnið að kynningu á hestinum fyrir íslenskum skóla- börnum, gerð heimasíðu á ensku, gerð nýs kynningarbæklings, þar sem ýmsum algengustu spurning- um um íslenska hestinn er svarað, og að landnýtingarmálum svo eitt- hvað sé nefnt. Starf félagsins verður nánar kynnt í ársskýrslu þess sem kemur út um mitt ár 2000. Stjórn Félags hrossabænda þakkar öllum sam- starfsaðilum sínum gott samstarf á árinu 1999 og óskar hrossarækt- endum öllum velfarnaðar á nýrri öld. 34 - FREYR 13-14/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.