Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1999, Page 47

Freyr - 01.12.1999, Page 47
eða örmerking) og útíylling á vott- orði um einstaklingsmerkingu. Fol- öldin skal merkja þegar við móður- hlið. Nauðsynlegt er að vottorðið sé rétt út fyllt og má benda þeim á, sem ekki hafa tiltækar upplýsingar, að hafa samband við starfsfólk skýrsluhaldsins hjá BÍ og fá út- prentanir áður en til merkingar kemur þannig að allar upplýsingar séu við höndina. Ef þessi þrjú þrep eru í lagi þá gefur hrossaræktardeild Bænda- samtakanna gæðavottun á ættemis- færslur fyrir þetta folald sem kemur m.a. fram á upprunavottorði þess ef til útflutnings kæmi. Er hægt að fá gæða- vottun eftir öðrum leiðum? Ef upplýsingar um ætternisfærsl- ur hrossa berast ekki eftir þeim far- vegi, sem rakinn er Hér, er eina leið- in til þess að fá vottun að sanna ætt- emið með blóðflokkun/DNA grein- ingu. Mun meira umstang felst í þessari leið og örugglega meiri kostnaður. Hvað með hross fædd fyrir 1999? Það er ljóst að vottun á ætterni fyrir hross fædd fyrir árið 1999 getur eingöngu farið fram ef til grundvallar liggur sönnun ættern- is með blóðflokkun/DNA grein- ingu. Fyrir önnur hross verður því gamla upprunavottorðið notað áfram. Þannig verða í gangi þrjár tegundir upprunavottorða þau ár sem þessi skörun er, þ.e. uppruna- vottorð með gæðastimpli á ætt- færslum, upprunavottorð án gæðastimpils á ættfærslum og gömlu upprunavottorðin fyrir hross fædd 1998 eða fyrr og með ósannað ætterni. Framtíðin Árið 1999 var upphafsár gæða- vottunar á skýrsluhald í hrossarækt en þó mun trúlega ekki reyna full- komlega á það kerfi fyrr en að ári því að greinilegt er að margir hrossaræktendur tóku sig til nú fyr- ir áramótin með þátttöku í huga. Þetta mun að sjálfsögðu taka ein- hver ár að komast á almennilegan skrið en hagur hrossaræktenda af því að vera með í þessu einfalda og ódýra kerfi mun fljótt verða greini- legur. Mjög líklegt er að eftirspurn kaupenda eftir gæðavottun á ætt- ernisupplýsingar muni þar ýta hressilega við mönnum og þess verður ekki langt að bíða ef að lík- um lætur. Fyrirsjáanlegt er að gagna- grunnurinn, sem skýrsluhaldið hvilir á, muni þenjast allhressi- lega út á komandi árum þegar upplýsingarnar verða ekki lengur einskorðaðar við íslensk fædd hross heldur öll íslensk hross hvarvetna í heiminum. Þetta mun auka mjög mikið á gildi þess fyrir hrossaræktendur að taka þátt í skýrsluhaldinu af fullum krafti ekki síst til að koma sér og sínum hrossum á framfæri. Sýningarhald í hrossaræktinni... Framhald af bls. 25. meðaltöl fyrir bak og lend, sam- ræmi og vilja eru nokkru hærri. Dreifing einkunna er á svipuðu róli fyrir þetta ár og ef litið er til 5 síð- ustu ára en minni ef miðað er við árið 1998 sem var eins konar metár í þessu samhengi. Fyllri upplýsing- ar um tölfræðina er að finna í ritinu Hrossaræktin II en einnig má finna eitt og annað um þetta á vef Bændasamtakanna. Nýtt kynbótamat var reiknað í lok ágúst og hefur þegar birst í Hrossaræktinni I. Þar eru ekki miklar breytingar á röð efstu hrossa frá síðasta ári nema helst í flokkum minna reyndu hrossanna (fá dæmd afkvæmi) eins og búast má við. Nýjungar Löng reynsla er nú komin á flesta þætti framkvæmdar kyn- bótasýninganna enda ganga þær i flestum tilfellum lipurlega fyrir sig. Ákveðinn stöðugleiki hvað sýningarhaldið varðar er kostur en þó hlýtur að vera rík ástæða til að leita sífellt leiða til að bæta það sem fyrir er. Á árinu var gerð tilraun með tvær nýjungar hvað sýningarstarfið varðar. Annars vegar að dæma sérstaklega fet- gang og hins vegar að gefa upp sérstakan dóm á hægu tölti en hvort tveggja gaf góða raun. Dómnum á feti var ætlað marg- þætt hlutverk. í fyrsta lagi að gefa upplýsingar um gangtegundina sem slíka, í öðru lagi að gefa sýn- ingunum hestvænna yfirbragð með hvíldargangi í miðri sýningu og í þriðja lagi að leitast við að fá fyllri upplýsingar við mat á vilja og geðslagi. Að afloknu sýningarárinu var skoðað hvernig til hafði tekist og kom þá í ljós að ágætlega gekk að stiga fet enda sýndi það marktækt arfgengi. Þá þótti ágætlega fara á því að skapa þetta hvíldaraugnablik í miðri sýningunni. Almennt fannst dómurum þó ekki mikið á fetinu að græða til að skapa sér skýrari mynd af geðslagi eins og til stóð að reyna. Án nokkurs vafa var það til mikilla bóta að draga hæga töltið út og gefa því sér- staka einkunn. Merkilega greini- legt var hversu áferð sýninganna breyttist, þær virkuðu hest- vænni, hrossin fóru betur, auk þess sem mun auðveldara var að sjá hversu eiginlegt hrossunum var að halda réttum takti á tölti. Þessi atriði eiga eftir að festa sig ærlega í sessi í kynbótasýning- um enda nú búið að ákveða að svo verði. Til nýjunga má einnig telja að knöpum var nú gert skylt að bera reiðhjálm í sýning- um og mæltist það þokkalega fyrir. FREYR 13-14/99 - 47

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.