Freyr - 01.06.2000, Qupperneq 8
Fjölœrt rýgresi
Fjölært rýgresi er mjög gott
fóðurgras sem er mikið rækt-
að í ýmsum helstu grasrækt-
arlöndunum. Það hefur ekki verið
ræktað hér á landi vegna þess að
það er ekki nægilega vetrarþolið og
endist ekki lengi í túni. Kynbóta-
framfarir eru þó verulegar og fram
koma ný yrki sem færa út ræktunar-
mörk rýgresis. Það er þó fyrst og
fremst vegna breyttra viðhorfa til
ræktunar sem áhugi hefur vaknað á
ræktun fjölærs rýgresis hér á landi.
Frá 1995 hafa verið gerðar allmarg-
ar tilraunir á Rala með fjölært rý-
gresi. Auk tilrauna hefur nokkur
reynsla fengist af ræktun hjá áhuga-
sömum bændum. Sprettan er mikil
ef það lifir veturinn vel, en ekki ætti
að sá því nema við góð skilyrði, og
eftir
Hólmgeir
Björnsson,
Rannsókna-
stofnun
land-
búnaðarins
framræslan þarf að vera í lagi. Nið-
urstöður tilrauna sem gerðar voru
1995-99 vom kynntar á ráðunauta-
fundi í febrúar 2000.
Fjölært rýgresi er skylt einæm rý-
gresi, sem mikið er ræktað til græn-
fóðurs hér á landi, og fóðurgildið er
síst lakara ef það er ekki látið fara í
stöngul. Það er mikið fljótara til
eftir sáningu en önnur túngrös og
gefur umtalsverða uppskem sáðár-
ið, en þó mun minni en einært rý-
gresi. Fjölært rýgresi er upphaflega
tvílitna (2n), en ferlitna (4n) rýgresi
er einnig að verða nokkuð algengt.
Það er ennþá betra fóðurgras, en er
ekki eins þolið.
Uppskera og meðferð
Fjölært rýgresi þolir vel bæði slátt
og beit. Jafnan er borið á eftir slátt
eða beit ef ætlunin er að nýta það
aftur. Þau yrki sem hér hafa verið
prófuð em einkum ætluð til sláttar
en ættu þó einnig að þola beit. Á 1.
mynd er sýnd uppskera rýgresis í
tilraunum á fyrsta og öðra ári eftir
sáningu. Annarri eins grassprettu í
maí-júní og í þessum tilraunum árið
eftir sáningu höfum við ekki kynnst.
Rýgresi
Uppskera fjölærs rýgresis í tilraunum á Sámsstöðum og
Korpu (1996 og 1997) og á Þorvaldseyri og Möðruvöllum
(1997 og 1998), þurrefni hkg/ha.
Uppskera, þe. hkg/ha
* Korpa
* Sámsstaöir
* Þorvaldseyri
" Möðruvellir
Sláttutími
1. mynd. Uppskera fyrsta árs eftir sáningu er sýnd með fylltum punktum og
annars árs með opnum punktum. Sýnd er samanlögð uppskera fram að hverj-
um sláttudegi. Lítið reyndi á vetrarþol veturna 1995-96 og 1996-97 og rýgres-
ið lifði mjög vel. ífjögur skipti af átta sem sýnd eru á myndinni var það þrí-
slegið til að nýta gœðin sem best. Á öðru ári sprettur minna jafhvel þótt ekki
kali, en á Sámsstöðum og Þorvaldseyri varð kal til þess að seinka sprettu og
draga úr uppskeru enn frekar. Þegar kom fram í júlí-ágúst spratt þó jafn vel
og þar sem ekki hafði kalið, og á reitum með þolnustu yrkjunum var grasið
orðið þétt.
8 - FREYR 6/2000